Saga - 1974, Page 221
RITFREGNIR 213
búizt við. Nærri lá vopnaskiptum, en þeim var afstýrt á seinustu
stundu.
Flosi, sem áður hafði haft samband við komumenn frá Noregi,
hefur verið búinn að segja þingheimi frá utkomu þeirra Gizurar og
gíslum konungs í Noregi. Þetta voru miklar frettir, og nu kom 1 ljos
styrkleiki kristna flokksins. Setning alþingis þetta ar er minnis-
stæður viðburður og vekur þegar spumingu um, hvemig þjóð, sem
á að hafa verið heiðin, hafi á einni nóttu skipt yfir til kristni. Vert
er að reyna að kanna atburði nánar. Samkvæmt Kristnisögu messa
klerkar á Lögbergi um morguninn. Gizur og Hjalti töluðu báðir og
gjörðu grein fyrir erindum sínum. Á þeim að hafa mælzt frábær-
lega vel, svo að enginn dirfðist að mótmæla. Þá gengu fram full-
trúar hvors flokks um sig og sögðu sig úr lögum hvorir við aðra.
Æsingur hófst, og horfði til vandræða. En foringjar hópanna hitt-
ast til þess að ræða málin. Síðu-Hallur var beðinn að segja upp
lögin fyrir kristna menn, en hann vildi ekki gjöra það, vegna af-
leiðinga, sem það mundi hafa. Hann fór því til Þorgeirs lögsögu-
manns, sem var heiðinn, og bað hann um að segja upp lög, sem
byndu báða aðila. Um leið gaf hann honum í lögsögulaun 3 merkur
silfurs og krafðist þess, að þrennt yrði að finna í hinum nýju
lögum: Allir menn á íslandi skyldu vera kristnir og láta skírast
og heiðin guðsdýrkun yrði ólögleg. Heimildir virðast sýna, að Þor-
geir hafi gengið fyrirfram að þessu. Hann gekk síðan til búðar
sinnar að íhuga málin. Eök Síðu-Halls hljóta að hafa verið sann-
færandi. Þetta var eina leiðin til þess að varðveita friðinn og halda
vinfengi konungs.
Næsta morgun boðaði Þorgeir menn til Lögbergs. Þar hélt hann
ræðu og hvatti til einingar. Örlagaríkt mundi að aðskilja lögin, þ.e.
réttarsamfélögin tvö. Deilur mundu rísa og frelsinu stefnt í hættu.
Því skyldu ein lög gilda í landinu, bindandi fyrir alla. Fékk hann
síðan menn með eiði til þess að heita að halda lög þau, er hann
setti. Síðan sagði hann upp lögin. Allir skyldu vera kristnir og
taka skírn. Útburður barna og hrossakjötsát var hvorttveggja
leyft, en óleyfilegt var að blóta hin heiðnu goð og varðaði sektum,
ef upp komst. Heiðnir menn hafa þótzt vera sviknir. Lögin voru
þó haldin, og menn létu skírast á leið heim frá alþingi. Þannig
endar sagan. Eða var það ekki svo? Hljómar þetta trúverðuglega?
Vantar ekki eitthvert atriði hennar? Og ef svo, hvað vantar þá?
Þannig hefur verið spurt og reynt að finna svör.
Samkvæmt þekkingu okkar á því, hvernig pólitískri, þjóðfélags-
legri og trúarlegri þróun er farið, ættum við að geta rakið þróun-
ina skref fyrir skref. Höfundur telur sig ekki geta aðhyllzt hina
hefðbundnu sögutúlkun, sem vill láta okkur trúa því, að alger um-