Saga - 1974, Page 223
RITFREGNIR
215
fyrir blóðsúthellingar og jafnvel missi pólitísks sjálfstæðis. Þess
vegna gekk Þorgeir að þessu.
Eftir að hafa hugsað málið, hélt hann hina frægu ræðu sína
daginn eftir. Hann höfðaði til samstarfsvilja heiðinna manna og
hét á föðurlandsást landa sinna. Hann þekkti ved þróun mála í um-
heiminum og vissi, að hverju þar fór. Uppgjöf heiðinna manna
var algjör.
Höfundur telur, að allar þrjár fyrrgreindar ástæður liggi til
grundvallar kristnitökunni á íslandi, jafnframt því sem hann tel-
ur, að áhrif kristni á íslandi hafi verið miklu meiri en talið hefur
verið. Þeirra hafi gætt frá upphafi íslandsbyggðar og haldið áfram
fram til kristnitökunnar.
IX.
Nú kemur þar, sem höfundur dregur efnið saman og gjörir grein
fyrir ályktunum sínum. Fyrst rekur hann enn aðalatriði þess, sem
Ari segir í íslendingabók, að hafi gjörzt á alþingi árið 1000 og
næst á undan. Um þessi atriði er allar heimildir sammála í megin-
atriðum, nema mismunar gætir í frásögn af trúboði þeirra Þor-
valdar og Friðriks. En lítið er fjallað um erlend áhrif trúar og
menningar eldri en 980. Sagnaritarar fjalla hins vegar í smáatrið-
um um landnámið sjálft og segja margt af forfeðrum sínum, ferð-
um þeirra, afrekum og deilum. Okkur er ætlað að trúa, að trú-
skiptin hafi gjörzt á einni nóttu og menn hafi horfið frá sterku
heiðnu menningarsamfélagi með erfðavenjum þess til erlendrar
trúar með gjörólíkum trúarathöfnum og samfélagsháttum. Hér
getur ekki öll sagan verið sögð. Þróun hefur farið á undan, sem
i'utt hefur brautina.
Höfundur gjörir ráð fyrir, að kristin áhrif hafi verið að
verki allan tímann: Frá pöpum, sem dvöldust áfram í landinu
eftir hið norræna landnám, frá kristnum landnámsmönnum og af-
komendum þeirra, frá íslendingum, sem kynnzt hafa kristni á ferð-
um sínum erlendis og frá þróun mála um alla Evrópu á þessum
tíma til æðra siðgæðis og æðri fyrirmynda en heiðninnar, sem alls
staðar var á undanhaldi. Að lokum hefur verið bent á fjölda þræla
°S þjónustufólks af írsku ætterni, sem fluttust með landnáms-
mönnum og flest var kristið. Þeim má ekki gleyma. Gáfaðir þrælar
af góðum ættum nutu virðingar.
Höfundur telur líklegast, að norrænir menn hafi rekið papana
hurt af jörðum, af því að þeir girntust land þeirra og fénað. Sumir
kunna þá að hafa leitað á afskekkta staði eða komizt í samband
við kristna landnámsmenn, sem hljóti að hafa tekið þeim vel, ekki
sízt ef þeir höfðu ekki sjálfir tekið með sér presta til íslands.