Saga - 1974, Blaðsíða 224
216
RITFREGNIR
Hann leggur áherzlu á, að kristin byggðahverfi hafi verið óhugs-
andi á þeim tíma, nema þau hafi notið prestlegrar þjónustu. Ketill
í Kirkjubæ hefur ekki haft ástæðu til þess að reka burt papa úr
sínu landnámi, heldur hefur gjört þá að mönnum sínum. Frá þeim
stað hafa borizt kristin áhrif, en vitað er, að Kirkjubær var í
eigu kristinna manna alla 10. öldina.
fslendingabók, sem rituð er af presti, fjallar mjög yfirborðslega
í 4 línum um þá staðreynd, að norrænir menn fundu fyrir kristna
menn á íslandi. Réttmætt virðist að álykta, að hann hafi haft rýr-
ar heimildir fyrir þessu og auk þess varla talið þetta mikilvægt.
Höfundur minnir enn á frásögn annálaritarans um, að hlutir, sem
fundust, hafi sannað, að landið „mundi hafa kristnað verið af
enskum mönnum“.
Landnámabók nefnir um 400 fjölskyldur landnámsmanna. Höf-
undur hefur sýnt fram á, að um 12% þeirra hafi komið frá Bret-
landseyjum og flestar líklega verið kristnar, þótt þær væru ýmist
af norrænu eða vestrænu bergi brotnar. Færir hann líkur að því,
að fjöldi kristinna þræla og þjónustuliðs hafi verið álíka mikill og
samanlagður skyldmennafjöldi (göfugra) landnámsmanna. Þótt
þrælar hafi að jafnaði ekki haft mikil áhrif á húsbændur sína, má
minna á, að stór hluti þessara þræla var hertekið fólk, sem heyrði
áður til höfðingjastéttum síns lands. Þess vegna hafi menning
þeirra verið æðri og betri en menning húsbændanna og því hafi
áhrif þeirra verið meiri en ella.
Heimildir segja nánast ekkert um þróun og framgang kristni frá
930 til 980. Á sama tíma jukust kristin áhrif í Danmörku. Nor-
rænir menn, sem setzt höfðu að á Bretlandseyjum, voru flestir orðn-
ir kristnir. Ósennilegt verður að teljast, að þeir landnámsmenn,
sem voru kristnir við komu sína til íslands, hafi snúizt aftur til
heiðni. Sagnaritararnir, sem rituðu í upphafi 12. aldar, hafa ekki
getað haft næga þekkingu á aðstæðum í landinu 160—200 árum
fyrr, einkum ekki um kristna minnihlutann. Þeir voru sjálfir þjón-
ar katólsku kirkjunnar. Þeir vissu um starf keltneskra presta og
biskupa á íslandi áður en fyrsti íslenzki biskupinn var vígður í
katólsku kirkjunni í Þýzkalandi. Ef þeir hafa vitað um kristin
byggðahverfi á íslandi alla landnámsöldina, hefur þeim verið ljóst,
að þar hafði verið um keltneska menn að ræða, en um þeirra kirkju
höfðu þeir ekki áhuga að rita. Þeir höfðu verið keppinautar katólsku
kirkjunnar. íslenzkar heimildir geta lítið um deilurnar, en Adam
frá Brimum fjallar um deilur írsku og katólsku kirkjunnar, sem
stóðu allt fram á 11. öld. Sú deila stóð bæði um kenningarleg atriði
og völdin í kirkjunni. Adam kvartar oft yfir því, að dönsku og