Saga - 1974, Side 225
RITFREGNIR
217
norsku konungarnir reyndu að leysa kirkjur sínar undan áhrifum
erkistólsins í Hamborg-Brimum og kölluðu til þjónustu presta frá
Bretlandseyjum.
Þá bendir höfundur á, að svo skammt hafi liðið fra landnami til
kristnitöku, að óhugsandi sé annað en kristnar hefðir hafi haldizt
allt þetta tímabil. íslenzkir farmenn auka enn hin kristnu áhrif
vegna samskipta sinna við kristnar þjóðir á ferðum sínum.
Hvers vegna eru íslenzkar heimildir þá svo þögular um þessa
þróun? Höfundur telur skýringarinnar að leita í afstöðu katólskr-
ar kirkju til engilsaxnesku kirkjunnar á 11.—12. öld, eins og
Hungurvaka nefnir: Út komu biskupar af öðrum löndum . . . þar
til er Aðalbert erkibiskup sendi bréf út til íslands og bannaði
mönnum alla þjónustu af þeim að þiggja og kvað þá suma vera
bannsetta, en alla í óleyfi sínu farið hafa.
Þá minnir hann á kristniboðsferðirnar þrjár undir lok aldarinn-
ar. Þær hefðu borið meiri árangur, ef trúboðarnir hefðu gætt
meira hófs í samskiptum sínum við landsmenn. íslenzka þjóðfé-
lagið var heiðið í grundvallaratriðum. Allt vald var í höndum
heiðinna goða. Með rökum, sem B. M. Ó. hafði leitt út frá heimild-
um, telur höfundur. að kristnir höfðingjar hafi orðið að stofna sín
eigin þing með kristnum mönnum. Þetta telur hann hafa verið nýju
þingin og nýju höfðingjana, sem heimildir geta um. Þangbrandur
leggur grundvöllinn að samstöðu kristinna manna um allt land og
safnar þeim saman í einn flokk, en í þeim flokki var a.m.k. að finna
tvo gamla goða, Hali á Síðu og Gizur hvíta, auk Hjalta Skeggja-
sonar.
Á þessu tímabili fjölgar kristnum mönnum svo mjög, að alþingi
verður að taka tillit til þeirra. Höfundur telur sennilegt, að
kristnir menn hafi reynt að fá kristni viðurkennda jafnréttháa
heiðni á alþingi árið 999, en mistekizt, enda ekki nógu öflugir þá.
Ólafur konungur reið baggamuninn, með þeim atburðum, sem
sagan af þinginu 1000 lýsti.
Höfundur telur þessi atriði mikilvægust fyrir sigri kristninnar:
Ljóst var, að heiðni var á undanhaldi í nágrannalöndunum. Margir
höfðingjar höfðu þegar snúizt til kristni og verið útilokaðir frá
lögréttu og dómnefnu vegna trúar sinnar. Þess vegna settu þeir
ný þing á stofn. Styrkleiki kristinna manna var meiri en gjört
hafði verið ráð fyrir. Heiðnum mönnum verður ljóst af orðum
Gizurar og Hjalta, að Ólafi konungi var alvara að koma á kristni
á Islandi. Ef það tækist ekki, mundi hann drepa gíslana og grípa
til pólitískra hefndarráðstafana. Vel er hægt að hugsa sér sam-
særi konungs og kristinna manna á íslandi. Þannig er beitt þrýst-