Saga - 1974, Síða 227
RITFREGNIR
219
ur og Englands? Eða spratt ósk íslendinga um viðurkenningu
keisara, páfa og erkibiskups af pólitísku, persónulegu hagsmuna-
máli ísleifs eða var hún ósk um aukið vald hans í átökunum við
hina erlendu biskupa, sem enn voru að störfum í landinu? Erfitt
er að svara þessum spurningum. Þó má finna skýringar með því
að athuga ástandið í kirkjunni á meginlandinu á fyrri hluta
11. aldar.
Páfadæmið var í mikilli niðurlægingu, orðið bitbein nokkurra
höfðingj aætta í Róm. Björgun þess varð að koma að utan. Höf-
undur rekur síðan afskipti þýzku keisaranna af páfadæminu, er
keisari tók að setja menn á páfastól að eigin geðþótta. I hópi
þeirra manna var Leó IX., sem hafði mikil áhrif til að styrkja vald
páfa. Þannig var kirkjulega ástandið á meginlandinu, þegar Is-
leifur hélt utan til vígslu. Hann gekk á fund keisara, sem sendi
hann til páfa, en hann ákvað, að erkibiskupinn í Hamborg-Brimum
skyldi framkvæma vígsluna og verða um leið yfirmaður íslenzku
kirkjunnar. Hefur það mjög verið erkibiskupi að skapi, en hann
átti þá í deilum við Noregskonung um yfirráðin yfir norsku
kirkjunni.
Sagnaritararnir, sem voru trúir þjónar katólsku kirkjunnar,
voru tregir til þess að viðurkenna hinn mikla þátt engil-saxnesku
prestanna í þróun kristni á íslandi fram að þessu. Af trúarlegu
ofstæki, fjölskylduástæðum og gildandi hefð í kirkju þess tíma
var ákveðið að fórna þessum mönnum, sem höfðu lagt sig í miklar
hættur í erfiðu starfi sínu. Höfundur leggur síðan mikla áherzlu
á ómetanlegt framlag engilsaxnesku prestanna í notkun og varð-
veizlu þjóðtungunnar í bókmenntum og kirkjulegri þjónustu á ís-
landi. Hin fornensku áhrif á íslenzka menningu hafa enn ekki verið
uægilega rannsökuð, en rík ástæða hefði verið til þess að ætla, að
íslenzka kirkjan tengdist ensku kirkjunni fremur en þeirri þýzku,
þótt sú yrði ekki raunin á. En eftir skiptingu dansk-enska ríkisins
breyttist afstaða Norðurlanda, og áhrifunum að sunnan varð ekki
lengur vísað á bug. Yfirráð erkistólsins í Hamborg-Brimum voru
viðurkennd, þar til erkistóll var settur í Lundi árið 1104.
Loks getur höfundur tveggja bóka, sem honum hafi borizt, er
hann var að ljúka ritgjörð sinni, bókar Jóns Jóhannessonar: Is-
lands historie i mellomalderen — Fristatstiden, og bókar Jóns
Hnefils Aðalsteinssonar: Kristnitakan á íslandi. Hann telur hvor-
uga þessara bóka hafa breytt sannfæringu sinni um, að vandamál
kristnitökunnar sé að finna í þeim atriðum, sem hann hefur gjört
grein fyrir. Hann telur hvorugan hafa lagt neitt nýtt til málanna
°g lýsir sig andvígan ýmsu í skoðun Jóns Jóhannessonar.
Hér lýkur að segja frá efni ritgjörðar Johns Langelyths.