Saga - 1974, Blaðsíða 228
220
RITFREGNIR
XI.
Ég hef hér að framan reynt að gjöra sem skýrasta grein fyrir
efni þessarar ritgjörðar, svo að lesendur eigi hægara með að átta
sig á rökum höfundar. Mér finnst þessi ritgjörð athyglisverð um
margt, enda er ég höfundi sammála um ýmis meginatriði, sem mér
finnst hann setja skýrar fram en ég hef áður séð gjört. Það er t.d.
staðreynd, að óhugsandi hefur verið, að kristni gæti haldizt, án
þess að prestlegrar þjónustu nyti við. Gildir þetta jafnt um tíma-
bilið fyrir og eftir kristnitöku. Ég er sammála því, að engin leið
er að skilja upphaf íslenzkrar sögu nema rannsaka sögu írsku
kirkjunnar og meta dvöl og störf papa hérlendis í ljósi þess. Og
aldrei má gleyma togstreitunni milli írsku kirkjunnar og hinnar
katólsku. Ég er einnig sammála því, að fráleitt verður að telja,
að ísland hafi verið alheiðið nær hundraði vetra fyrir kristnitöku.
Mér hefur alltaf þótt einsýnt, að í frásögn Ara sé viljandi þagað
um mikilsverð atriði til þess að hagræða sögunni að geðþótta
katólsku kirkjunnar á íslandi á 12. öld, auk þess sem hann dregur
taum forfeðra sinna. Engin leið er að skilja kristnitökuna nema
gjöra ráð fyrir svipaðri þróun áratugina næst á undan og höfund-
ur gjörir hér grein fyrir. Papar hafa fráleitt haldið af landi brott
við norrænt landnám. Mér sýnast skýringar höfundar um þau efni
mjög eðlilegar, enda er frásaga Ara um papana aðeins fjórar lín-
ur. Mér hefur virzt, að hér hljóti að hafa gætt mikilla áhrifa frá
pöpum á kristnilíf allt frá upphafi, e.t.v. enn meira en höfundur
telur. Hins vegar er athyglisverð skýring hans á hinum írsku
áhrifum, sem komin séu frá kristnum þi-ælum landnámsmanna.
Þó virðist mér, eins og ég nýlega hef gjört stuttlega grein fyrir,
að norrænir landnámsmenn hafi líklega tekið írska þræla á ís-
landi ekki síður en á írlandi og því hafi margir papar verið í hópi
þrælanna. Hirði ég ekki að rekja skoðanir mínar um þessi efni
nánar, enda hef ég áður í þessu riti (1972 og í grein í Kirkjuritinu,
3. hefti, 1974) gjört nánari grein fyrir þeim, án þess að ég hafi
framkvæmt nokkra nákvæma rannsókn í þessum efnum.
En ritgjörðin er langt frá gallalaus að mínum dómi, þrátt fyrir
það sem hér er sagt. Við lauslega athugun á bókalista sýnist mér
vanta ýmislegt, sem á íslenzku hefur verið um þetta ritað, t.d. rit-
gjörðir Einars Arnórssonar og Einars Ólafs Sveinssonar í Skími
árin 1941 og 1945, svo að dæmi séu nefnd. Þá hefur hann ekki lesið
bók Jóns Jóhannessonar: íslendinga saga I, 1956, fyrr en hún kem-
ur í norrænni þýðingu, um svipað leyti og ritgjörðin er fullrituð.
Og þótt hann nefni rit Ólafíu Einarsdóttur: Studier i kronologisk
metode i tidlig islandsk historieskrivning, getur hann hvergi um-