Saga - 1974, Page 229
RITFREGNIR
221
ræðna um, hvort kristnitakan hafi orðið árið 999 eða liOOO. Það vek-
ur óneitanlega þá spurningu, hvort hann hafi ekki lesið bókina eða
ekki treyst sér að taka hana til umræðu. Hvorugf væri gott. Þá
finnst mér dómar hans um bækur þeirra Jóns Jóhannessonar og
Jóns Hnefils Aðalsteinssonar yfirborðskenndir og ómaklegir, þótt
hann sé þeim ósammála. Hefði verið nauðsynlegt að sjá fleiri rök
hans fyrir þeim dómum. Mér virðist gæta nokkurs misskilnings eða
ónákvæmni í skrifum hans um írsku og ensku eða engilsaxnesku
kirkjuna. Á milli þeirra voru deilur, og katólska kirkjan á Eng-
landi, sem stofnuð var af trúboðum Gregors páfa mikla um 600,
var einmitt trúr fulltrúi katólskrar kirkju og átti hvað mestan
þátt í því, að páfinn í Róm bar hærri hlut í deilum sínum við íra.
Þá má loks geta þess, að erfitt er að segja nokkuð til um uppruna
íslendinga á landnámsöld út frá blóðflokkamælingum í nútíman-
um. Til þess hafa of miklar blóðtökur gengið yfir íslenzka þjóð,
þar sem stór hluti hennar hefur oftar en einu sinni dáið á
skömmum tíma og ýmis héruð næstum tæmzt af fólki. Hafi verið
mismunur á uppruna íslendinga eftir landshlutum, hljóta öll hlut-
föll að hafa raskazt svo, að erfitt mun að byggja á nútímarann-
sóknum í þessum efnum.
Þá er loks þess að geta, að frágangi ritgjörðarinnar er ábóta-
vant. Hún er fjölrituð í tiltölulega fáum eintökum. Þar veit ég,
að fjárskortur höfundar hefur ráðið mestu, enda hefur hann engan
styrk fengið til útgáfunnar. Er það ekki vanzalaust. En þessi galli
rýrir talsvert gildi hennar. T.d. vil ég benda á, að allar tilvitnanir
í kaflanum um kristniboð á íslandi 980—1000 eru skakkar. Höf-
undur hefur tjáð mér, að þar hafi leiðréttingar, sem hann gjörði
á seinustu stundu, ekki komizt inn í endanlega gjörð ritsins. Þá
virðast mér nokkrar ritvillur og ónákvæmni í stafsetningu íslenzkra
orða á nokkrum stöðum. Og loks er alltof mikið af endurtekning-
um, eins og jafnvel sést af þessum útdrætti mínum, þótt ég hafi
reynt að draga sem mest úr þeim. Ritgjörðin hefur orðið til á löng-
mn tíma, og lokafrágangurinn hefur ekki verið jafnnálcvæmur og
skyldi. En höfundur hefur tjáð mér, að hann ætli sér að halda
afram rannsóknum sínum og snúa sér einkum að kirkjusögu
fyrri hluta 11. aldar, frá kristnitöku til biskupsvígslu ísleifs
biskups. Er ætlun hans að umrita og stytta fyrri hluta þessarar
^'tgjörðar og halda henni síðan áfram. Þá má líta á þessa ritgjörð
a.n.l. sem uppkast Ég vil eindregið hvetja höfundinn til þess að
halda þessum rannsóknum áfram og hlakka til þess að sjá árangur
þeirra. Og ég vil beina því til þeirra manna, sem yfirráð hafa yfir
styrkveitingum til vísindalegra rannsókna um íslenzk efni, hvort
ekki væri ástæða til þess að hjálpa John Langelyth til þess að