Saga - 2000, Blaðsíða 18
16
INGI SIGURÐSSON
sókna á sögu íslands var unninn í Kaupmannahöfn, og mikið af
efni, sem varðaði íslenzka sagnfræði var gefið út þar. Auk hinna
sterku dönsku áhrifa bárust nokkur áhrif beint frá Þýzkalandi, og
sérstaklega eftir miðja 19. öld fylgdust íslenzkir sagnaritarar vel
með sagnaritun í Noregi, enda að nokkru leyti um sameiginleg
viðfangsefni að ræða. Verkefnaval var ekki eins fjölbreytt og með-
al stærri þjóða. Sagnfræðirannsóknir íslendinga beindust lítt að
öðrum viðfangsefnum en sögu íslands og norrænni miðaldasögu
í heild, og ýmsum undirgreinum sagnfræðinnar, sem þá voru
komnar fram, var lítið sinnt.
Opinberir aðilar veittu sagnfræðinni talsverðan stuðning. Eftir
að Alþingi fékk fjárveitingarvald 1874, studdu íslenzk stjórnvöld
nokkuð sagnfræðiiðkun með fjárframlögum. Nokkur dæmi voru
þess, að mönnum væru veittir styrkir til sagnfræðirannsókna, og
útgáfustarfsemi tiltekinna félaga naut einnig stuðnings, sem um
munaði. Þáttur félaga á borð við Hið íslenzka bókmenntafélag,
Sögufélag og Hið íslenzka fræðafélag í Kaupmannahöfn í útgáfu
rita um sagnfræðileg efni á þessu tímabili, svo og á síðari tímabil-
um, er mikilvægur. Þá er þess að geta, að dönsk stjómvöld studdu
útgáfustarfsemi, sem varðaði sögu íslands.
Þau umskipti, sem urðu í iðkun sagnfræði á Vesturlöndum á
öndverðri 19. öld, þegar sagnfræði varð mikilvæg háskólagrein og
ákveðnar hefðir í rýni ritheimilda þróuðust, höfðu að sumu leyti
mikil áhrif meðal íslendinga. Jón Sigurðsson og Konráð Gíslason
ruddu braut nýjungum í textafræði meðal íslendinga fyrir miðja
öldina, og yfirleitt voru íslenzkir sagnaritarar fljótir að tileinka sér
heimildarýni, sem varðaði ritheimildir og þróazt hafði úti í Evr-
ópu.
Mikil breyting varð á mati íslendinga á sögu sinni á liðnum öld-
um. Sagnfræðin og sjálfstæðisbaráttan fléttuðust mjög saman. Jón
Sigurðsson og aðrir, sem vom í fararbroddi í sjálfstæðisbarátt-
unni, beittu mikið skírskotunum til sögunnar í málflutningi sín-
um. Hér gætir áhrifa hinnar nýju tegundar þjóðernishyggju, sem
útbreidd var orðin víða um lönd, og rómantísku stefnunnar. Túlk-
un á sögunni, sem af þessum rótum er runnin, birtist m.a. skýrt í
yfirlitsritum um sögu íslands og ritum, sem fjalla um samskipti
Dana og íslendinga á liðnum öldum. Þjóðernishyggja setur einnig
svip á margar þekktar kennslubækur í íslandssögu, eins og gerð-
ist með kennslubækur í sögu margra annarra þjóða. Má þar nefna