Saga - 2000, Blaðsíða 346
344
RITFREGNIR
Ijóst, að nokkur vandkvæði hlytu að hafa skapast af því að Davíð hafði
ekki enst aldur til þess að ganga sjálfur frá riti sínu til prentunar. Þar var
þó bót í máli að í ritnefnd sátu ágætir menn, sem vel var treystandi til að
fylgja málinu heilu í höfn. Þeirra á meðal voru tveir af nánustu samstarfs-
mönnum Davíðs í landhelgismálum, þeir Már Elísson, fyrrverandi fiski-
málastjóri, og Jón Jónsson, fyrrverandi forstjóri Hafrannsóknastofnunar-
innar, en hann sat báðar hafréttarráðstefnumar, 1958 og 1960. Auk þeirra
tveggja sátu í ritnefndinni Gunnar G. Schram, prófessor, og Gils Guð-
mundsson, rithöfundur og fyrrverandi alþingismaður.
Saga landhelgismálsins eftir Davíð Ólafsson er býsna mikið rit að vöxtum
og skiptist í ellefu meginkafla, sem flestir skiptast í marga undirkafla.
Bókin hefst á formála ritnefndar, en síðan tekur við stuttur inngangur höf-
undar. Þá kemur II. kafli, sem ber yfirskriftina „Aðdragandi" og fjallar í
grófum dráttum um þróun hafréttarmála á fyrri hluta 20. aldar og um út-
færslu íslensku fiskveiðilögsögunnar í fjórar sjómílur á ámnum 1950-52.
í III. kafla segir frá umræðum um landhelgismálið innan lands og utan á
ámnum 1956-58 og stefnu vinstri stjómarinnar, sem mynduð var 1956, í
málinu. í IV. kafla segir af Genfarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna á árinu
1958, í V. og VI. kafla frá útfærslunni í 12 sjómílur árið 1958, aðdraganda
hennar og undirbúningi. í VII. kafla er fjallað um aðdraganda Genfar-
ráðstefnunnar 1960, í VIII. kafla um ráðstefnuna sjálfa, en IX. kafli, sem
greinir frá samningaviðræðum og samningum íslendinga og Breta á ár-
unum 1960 og 1961 um lausn deilunnar vegna útfærslunnar 1958, er yfir-
litsgrein, sem Davíð skrifaði og birti í tímaritinu Stefni árið 1992. Síðustu
tveir kaflamir hafa að geyma yfirlit og skrár.
Þannig hljóðar lýsing á efni þessarar bókar í sem stystu máli og getur
engum dulist að það er ærið umfangsmikið, saga landhelgismálsins rak-
in frá 1901 og allt fram um 1960. Er þó víða stiklað á stóru, einkum í frá-
sögninni af því sem gerðist áður en ráðstefna Þjóðabandalagsins um land-
helgis- og hafréttarmál kom saman í den Haag árið 1930.
Þess var áður getið, að Davíð Ólafsson sat hafréttarráðstefnur Samein-
uðu þjóðanna 1958 og 1960. Vegna þess og starfa sinna hér heima kynnt-
ist hann landhelgismálinu frá fyrstu hendi, fylgdist náið með viðræðum
um það og hafði við ritun bókarinnar aðgang að ýmsum skjölum og öðr-
um frumheimildum, sem ekki hafa verið aðgengilegar öðrum, er fjallað
hafa um þetta efni. Auk skjalasafns hans sjálfs, sem augsýnilega er mikið
að vöxtum, ber að nefna einkaskjalasafn Guðmundar í. Guðmundssonar,
sem var utanríkisráðherra frá 1956 og fram yfir lok þess tímabils, er hér er
um fjallað. Að auki hefur Davíð nýtt og kannað heimildir í almennum
skjalasöfnum, hér heima og erlendis, og vitaskuld fjölmargar prentaðar
heimildir.
Styrkur þessarar bókar sem fræðirits er einkum fólginn í tvennu: þátt-
töku höfundar í þróun og mótun landhelgismálsins og aðgengi hans að