Saga - 2000, Blaðsíða 311
RITFREGNIR
309
ið er upp í fjögurra eða fimm tölustafa númer. Varla hefði það lengt bók-
ina til muna að láta nafn og uppruna heimildarmanns koma fram í tilvís-
anaskránni í lok hvers kafla en það hefði gert notendum mun auðveldara
fyrir. Vísur eru stundum birtar í rammagreinum og um þær gildir hið
sama, fletta þarf upp á tveim stöðum til að komast að því hver höfundur-
inn er - eða heimildarmaðurinn; stundum er ekki ljóst hvort sá sem skráð-
ur er fyrir vísunni er sjálfur höfundur hennar.
Ekki er ég heldur sátt við atriðisorðaskrána. Hún er reyndar að mörgu
leyti býsna ftarleg en mér þykir vanta í hana stærstu atriðin; sjálfsagt ger-
ir höfundur ráð fyrir því að lesandinn hafi vit á að fletta þeim upp sam-
kvæmt efnisyfirliti en það er ekki alveg sjálfgefið. Ef einhver vill nú lesa
sér til um mysu og notkun hennar fyrr á tíð og flettir upp í atriðisorða-
skránni finnst þar myse-prim, mysingur og mysuostur, en engin mysa. Sé
svo flett upp í efnisyfirliti bókarinnar er hvergi minnst á mysu, hvorki
undir fyrirsögninni „Mjólkurmatur" né „Drykkjarföng". Er þó mysa ærið
oft nefnd í báðum þeim köflum, og raunar víðar í bókinni, en aðalumfjöll-
unin er í síðamefnda kaflanum og ber sá undirkafli heitið „Mjólk og
sýra". Þetta er auðvelt fyrir kunnuga að rata á en óvíst er að þeim sem
hafa ekki glögga hugmynd um hvað mysa er gangi jafnvel að finna upp-
lýsingamar. Broddur eða broddmjólk er heldur ekki í atriðisorðaskrá og
þarf að leita þeirra undir fyrirsögninni „Ýmislegt" í kaflanum „Mjólkur-
matur", en ábrystir em aftur á móti í atriðisorðaskrá. Sá sem vill vita eitt-
hvað um kryddnotkun íslendinga fyrr á tíð siglir í strand því krydd finnst
ekki í atriðisorðaskrá, ekki heldur pipar, kanell eða negull. Umfjöllun um
innflutt krydd er aftur á móti helst að finna undir fyrirsögninni „Krydd-
jurtir", í kaflanum „íslenskar jurtir", sem verður að segja að er dálítið mis-
vísandi. Þetta hlýtur að rýra nokkuð gildi bókarinnar sem uppflettirits.
Mikið myndefni er í bókinni og að þvf stór fengur þótt margar mynd-
anna séu raunar of litlar til að njóta sín sem skyldi, og auðvitað hefði ver-
ið gaman að hafa Iitmyndimar fleiri en þær em. Textinn er brotinn upp
með ramma- og spássíugreinum þar sem birtar em uppskriftir, klausur
frá heimildarmönnum, vísur og annað ítarefni, og hefur þetta yfirleitt tek-
ist vel, þótt fjölbreytnin sé fullmikil á stöku opnu (sjá t.d. bls. 174-75).
Eitt er þó í útlitshönnun bókarinnar sem ég furða mig mjög á og það er
hvemig farið er með litlu teikningamar sem em á flestum spássfum - þær
em svo illa staðsettar að stundum em þær á miðri spássíu en stundum
lenda þær úti í kanti svo að skerst utan af þeim, mismikið þó. Það em lýti
á annars fallegri bók og vel uppsettri.
Bókinni íslensk matarhefð er ekki ætlað að vera tæmandi yfirlit um ís-
lenska matarsögu og það er hún heldur ekki. Hún er hins vegar mikill
fróðleiksbmnnur, skemmtilegt, áhugavert og vel framsett safn upplýs-
inga um íslenskan mat og matargerð og sýnir að miðað við og þrátt fyrir
skort, einhæft hráefni og erfiðar aðstæður var þó ótrúlega fjölbreytni og