Saga - 2000, Blaðsíða 221
SAGA UTANRÍKISMÁLA Á 20. ÖLD
219
Sovéttengsl og vinstri hreyfing
Um tengsl íslenskrar vinstri hreyfingar við Sovétríkin á 3. og 4.
áratugnum hefur mikið verið deilt. í bók sinni um Kommúnista-
hreyfinguna, sem kom út árið 1979, lítur Þór Whitehead svo á, að
íslenskir kommúnistar hafi verið handbendi Moskvu og lotið vilja
Komintem, Alþjóðsamtaka kommúnista, sem deild í þeim. Þetta
hafi komið skýrt fram þegar þeir klufu sig út úr Alþýðuflokknum
og stofnuðu Kommúnistaflokkinn árið 1930. Þorleifur Friðriksson
vildi hins vegar ekki skýra stefnu kommúnista einvörðungu á
þessum forsendum og taldi, að jafnaðarmenn bæru ekki síður sök
á kiofningnum í Alþýðuflokknum.
Það var þó ekki fyrr en með hmni Berlínarmúrsins og Sovétríkj-
anna, að vestrænir fræðimenn fengu í fyrsta sinn takmarkaðan
aðgang að skjalasöfnum í austantjaldsríkjunum. Jón Ólafsson,
heimspekingur, reið á vaðið árið 1992 með gerð tveggja sjónvarps-
þátta, sem bám nafnið „Römm er sú taug," um tengsl íslenska
kommúnista og sósíalista við Komintem og sovéska kommúnista
á 3. og 4. áratugnum og á dögum kalda stríðsins. Þar komu fram
nýjar upplýsingar um stofnun Kommúnistaflokks íslands, sem
staðfestu, að alþjóðahreyfing kommúnista, Komintem, hafði vem-
leg áhrif á stofnun hans. Frekari heimildir sýna, að tengsl forystu-
manna Kommúnistaflokksins og Sósíalistaflokksins, eins og Ein-
ars Olgeirssonar og Brynjólfs Bjarnasonar, og sovéskra stjórnvalda
hafi verið náin lengst af, þótt Sósíalistaflokkurinn hafi stundum
farið sínar eigin leiðir og tekið upp samfylkingarstefnu á 6. og 7.
áratugnum. Árið 1992 kom út bók okkar Árna Snævarrs, Liðsmenn
Moskvu, um samskipti íslenskra sósíalista við austantjaldsríkin.
Hér er um að ræða tvo sjálfstæða bókarhluta.20 Árni greinir af-
stöðu sósíalista til alþjóðamála og færir rök að því, að ávallt hafi
verið litið á tengslin við austantjaldríkin sem mikilvægan pólitísk-
an og efnahagslegan bakhjarl. Ég studdist m.a við austur-þýsk
skjöl, sem gerð vom aðgengileg eftir sameiningu þýsku ríkjana og
beindi sjónum að sambandi Sósíalistaflokksins við austur-þýska
kommúnista á ámnum 1956-62, sem efldust mjög á þessu tíma-
20 Árni Snævarr, „Flokkurinn og fyrirmyndaríkin" og Valur Ingimundarson,
„'Sigrar ungs lýðveldis'. Samskipti íslenskra og austur-þýskra sósíalista,
1956-1962".