Saga - 2000, Blaðsíða 340
338
RITFREGNIR
á Höfn virðist verkalýðsfélagið hafa haft miklu menningarhlutverki að
gegna með uppsetningu leikrita, dansleikjum, baráttu fyrir skóla, félags-
heimili o.fl. Verkamenn áttu frumkvæðið að stofnun hlutafélags og efl-
ingu atvinnutækifæra og hvöttu til margvíslegra framkvæmda, enda var
árstíðabundið atvinnuleysi viðvarandi og bitnaði harðast á þeim. í Tré-
smiðafélagssögunni er einnig mikið sagt frá atvinnuleysi smiða sem bæði
hefur verið árstíðabundið og fylgt sveiflum í byggingariðnaði og almennu
árferði. Það eru skemmtilegir kaflar í þeirri sögu þar sem segir frá atvinnu
smiða í Svíþjóð 1969 og björgunarstörfum þeirra í Vestmanneyjagosinu
1973. Bæði verkin greina frá styrktarsjóðum, orlofshúsum, skemmtiferð-
um á vegum félaganna, ýmis skonar félagsstarfi, húsakaupum, endur-
menntun og námskeiðum, baráttu við utanfélagsmenn eða ófaglærða, líf-
eyrissjóðsmálum, þátttöku í þingum ASÍ, velferðarmálum, auk þess sem
kjaramálin eru fyrirferðamikil í báðum verkum. Vandaverk er að skrifa
um samningaþóf, prósentur launa, kaupmátt, verðbólgu, verkfallsboðun,
verkföll og bráðabirgðalög þannig að ekki verði leiðigjamt. Höfundum
beggja verka tekst að gera þetta sómasamlega þó á stöku stað finnist mér
að fara hefði mátt hraðar yfir sögu.
Eggert og Helgi skipta með sér verkinu þannig að Helgi skrifar fyrstu
150 blaðsíðurnar um félagið frá upphafi til ársins 1947. Eggert rekur
sögu félagsins frá 1947-99 á 300 blaðsíðum. Kannski er þetta eðlilegt með
tillitá til þess að Gils Guðmundsson hafði skrifað 75 ára sögu Trésmiða-
félagsins og því ekki jafn rík þörf á að gera eins ítarlega grein fyrir fyrri
hluta tímabilsins. Skilin milli höfundanna em vel greinileg, hvort tveggja
er að Eggert skrifar annan stíl en Helgi, og uppsetning á köflum er með
öðmm hætti. Helgi hefur einfaldar millifyrirsagnir, en Eggert tvöfaldar
og auk þess númeraðar. Þessum númerum gleymir Eggert í síðasta kafl-
anum. Uppsetningu hefðu útgefendur átt að samræma í samvinnu við
höfunda. Kaflar Helga em styttri, stíll er einfaldari og rennur betur,
kannski vegna þess að hann fer ekki eins mikið ofan í smáatriði eins og
Eggert gerir. Hin nákvæma frásögn Eggerts færir okkur þó mun greinar-
betri lýsingu á starfsemi félagsins en frásögnin í fyrri hluta bókarinnar.
Kannski stafar það af fjölgun heimilda, en Eggert nýtir mun fjölbreyttari
heimildir en Helgi og vinnur vel úr þeim. Starfsemi félagsins verður
einnig margfalt umfangsmeiri á síðari hluta 20. aldar en í upphafi hennar,
félagsmönnum fjölgar úr nokkmm tugum upp í tæplega 1400. Auk þess
em fleiri rammagreinar og töflur í þætti Eggerts og skýra þær talsvert
söguna og bæta miklu við. í þætti Eggerts er örlítið um endurtekningar
þegar sagt er frá atburðum og sömu upplýsingar koma strax á eftir fram
í beinum tilvitnunum sem em margar og langar. í töflu á blaðsíðu 383
hefði átt reikna út kaupmátt launa enda allt til staðar til þess.
Af lestri Trésmiðasögunnar verður ljóst að smiðir hafa haft veruleg
áhrif á uppbyggingu og útlit bygginga um allt land, sérstaklega í Reykja-