Saga - 2000, Blaðsíða 192
190
GUÐMUNDUR HÁLFDANARSSON
gervinga hins sterka þjóðaranda sem hann taldi ávallt búa með ís-
lendingum; einstaklingarnir berjast því ekki fyrir frelsi sínu gegn
þrúgandi aðstæðum samfélagsins, heldur fyrir frelsi hópsins,
þjóðarinnar, undan erlendri kúgun.
Sem dæmi um stíl Páls Eggerts og efnistök má nefna umfjöllun
hans um Arngrím lærða Jónsson sem hann gerir góð skil í fjórða
bindi verksins (bls. 85-234). Fyrst rekur Páll Eggert æviatriði Arn-
gríms, ætterni, störf og tengsl hans við Guðbrand biskup Þorláks-
son. Síðar tekur við umfjöllun um helstu ritverk Arngríms, þar
sem Páll rekur innihald þeirra nákvæmlega, leiðréttir missagnir
og prentvillur, og setur skrifin í samhengi við þau rit erlendra
manna sem Arngrímur vildi helst andmæla. Að lokum ræðir PáH
Eggert stöðu Arngríms í menningarsögunni og tengsl hans við
hugmyndastrauma 16. og 17. aldar. Einkenni þessarar umfjöllun-
ar er hversu takmarkaðan áhuga Páll sýnir almennri greiningu á
einkennum hugmynda Arngríms og uppruna þeirra, og það þótt
hann verði að viðurkertna að flest það sem út kom á siðskiptaöld
væri að uppruna útlent,6 jafnframt því að hann leggur ofuráherslu
á að rekja annars vegar áhrif íslendingsins á norður-evrópska
menningu og hins vegar djúpa þjóðrækni hans. í „reiði íslend-
inga, sakir níðrita um þá, er sprottin hin fyrsta kynning útlend-
inga af bókmenntum vorum", skrifar Páll Eggert í lok bókarhlut-
ans um Arngrím. „Þangað er þá að rekja ástundun þeirra fræða
með öðrum þjóðum," heldur hann áfram, „er síðar leiddu að
nokkru leyti til viðreisnar, ef ekki má segja sköpunar danskra og
jafnvel síðari norrænna bókmennta frændþjóða vorra á Norður-
löndunum yfirleitt. Afleiðingin er sú af gremju Arngríms lærða/
að hann skapar nýja fræðigrein, sem síðan hefir lagt undir sig að
minnsta kosti öll germönsk lönd".7 Arngrímur lærði var því ekki
fyrst og fremst barn síns tíma, eða mótaður af evrópskum hug'
myndahræringum siðskiptatímans, heldur allt í senn frumkvöðull
bókmenntaiðkunar Norðurlandaþjóða, brautryðjandi rannsókna
á íslenskum bókmenntaarfi og höfundur nýrrar fræðigreinar 1
Evrópu.8
6 Páll E. Ólason, Menn og menntir I, bls. 5-6.
7 Páll E. Ólason, Menn og menntir IV, bls. 233-34.
8 Sbr. ritdóm Jóns Helgasonar um IV. bd. ritverksins, bls. 375-87.