Saga - 2000, Blaðsíða 219
SAGA UTANRÍKISMÁLA Á 20. ÖLD
217
Árið 1999 birtist einnig grein í Sögu eftir Guðmund J. Guðmunds-
son, sagnfræðing, um lausn þorskastríðsins 1961. Guðmundur er
mun gagnrýnni á þátt alþýðuflokksmanna og sjálfstæðismanna í
landhelgisdeilunni en Davíð og færir rök að því, að fundur
Harolds MacMillans, forsætisráðherra Bretlands, og Ólafs Thors,
forsætisráðherra íslands, haustið 1960 hafi ekki verið sá tíma-
mótafundur sem haldið hefur verið fram.17 Ég hef einnig fjallað
um málið í tengslum við hótanir Bjama Benediktssonar, þáver-
andi dómsmálaráðherra, um úrsögn úr NATO, ef Bretar héldu
áfram herskipavernd sumarið 1960.18 Loks gerir Albert Jónsson
grein fyrir þorskastríðinu á árunum 1975-76 í grein, sem birtist í
Sögu árið 1981. Þar setur hann málið í innlent og erlent pólitískt
samhengi, m.a. í tengslum við stjómarsamstarf Sjálfstæðisflokkks
°g Framsóknarflokks og leggur áherslu á mismunandi sjónarmið
stjómarflokkanna gagnvart NATO í deilunni.
ísland og Evrópusamvinnan
í ljósi þeirra deilna, sem sprottið hafa um afstöðu íslands til ör-
yggissamstarfs við vestrænar þjóðir, kemur á óvart, hve sagnfræð-
lngar hafa verið óvirkir þátttakendur í umræðunni um stefnu ís-
Hnds gagnvart Evrópusamvinnunni og þátttökuna í Norður-
landasamstarfinu. Það sama má segja um Marshall-aðstoðina.
Lengi vel var grein Þórhalls Ásgeirssonar, fyrrverandi ráðuneytis-
stjóra, eina haldgóða heimildin um aðild íslands að Marshalláætl-
Uninni, en hann átti mikinn þátt í framkvæmd hennar hér. Gunn-
ar Á. Gunnarsson, stjórnmálafræðingur, gerði Marshall-aðstoð-
lr|ni skil í doktorsritgerð sinni frá árinu 1989 og síðar í grein í Sögu
árið 1996. Hann lagði höfuðáherslu á efnahagshliðina: Innlendir
aðilar hefðu sveigt markmið og framkvæmd áætlunarinnar að
sJónarmiðum sínum og hagsmunum. Áætlunin hefði stuðlað að
^exti ríkisreksturs og styrkt stöðu helstu atvinnuveganna, en ekki
eitt til breyttrar stefnu í viðskiptamálum eða frjálsari verslunar-
nátta. Benjamín Eiríksson víkur að Marshall-áætluninni í ævisögu
sinni, sem Hannes Hólmsteinn Gissurarson skrásetti. Benjamín
t'7 Guðmundur J. Guðmundsson, „„Þau eru svo eftirsótt fslandsmið ...", bls.
92-94.
Valur Ingimundarson, „Bandalagsaðildin og vamarsamningurinn".