Saga - 2000, Blaðsíða 329
RITFREGNIR 327
Þór Whitehead: BRETARNIR KOMA. Vaka-Helgafell.
Reykjavík 1999. 334 bls. Myndir og skrár.
Bretarnir koma er fjórða bindi verks Þórs Whiteheads, ísland í sfðari heims-
styrjöld, þær þrjár, sem á undan komu nefnast Ófriður íaðsigi, Stríð fyrir
ströndum og Milli vonar og ótta og gefa titlarnir hugmynd um innihaldið.
Til þess að geta notið lesturs Bretarnir koma til fulls er nauðsynlegt að vera
kunnugur efhi fyrri bókanna þriggja, enda er um samfellt verk að ræða og
forsagan lítið rifjuð upp. Að loknum lestri þessarar bókar ber hæst ótrú-
lega vandaða og yfirgripsmikila heimildaöflun og vandaða heimilda-
notkun. Heimildirnar taka hvergi völdin af höfundi, eins og oft vill
brenna við þegar úr gnægð er að moða. Einnig vekur aðdáun hvernig Þór
tekst að samræma óaðfinnanleg sagnfræðileg vinnubrögð og læsilega,
dramatíska og á köflum spennandi frásögn, en slíkt er oft erfitt, einkum
þegar lesanda eru úrslitin kunn.
Eftir að aðdragandinn hefur verið rakinn í fyrri bókum er nú komið að
lykilatburðinum á íslandi í síðari heimsstyrjöldinni, hernáminu sjálfu.
Bókin hefst aðfaranótt 10. maí 1940 og spannar nokkrar fyrstu vikur
hernáms Breta. Um er að ræða samfellda frásögn af atburðum þessara
vikna í landinu og umhverfis það, en í lokin er gerð grein fyrir svokölluð-
um „svörtum Iistum" yfir meinta óvini bandamanna, sem vikið verður
að síðar.
Auk þess að segja sögu eins merkasta viðburðar íslandssögunnar á
heildstæðan hátt, varpar Þór ljósi á marga þætti, sem hafa verið óljósir
með því að tengja saman ótrúlega fjölbreyttar heimildir.
Lýsingin á þessum fyrstu hernámsvikum er einstaklega Iifandi, einkum
fyrstu dægrunum þegar lesanda finnst sem sögumaður hafi verið við-
staddur og fjalli um atburðina sem sjónarvottur. Hann hafi beðið tíðinda
heima hjá breska ræðismanninum aðfararnótt hernámsins, tekið þátt í
handtöku Gerlachs ræðismanns Þjóðverja, hlustað á símtöl og samtöl ís-
lenskra ráðamanna, farið um bæinn með blaðamönnum, verið um borð í
herskipum Breta og gengið með sendiherra þeirra á fund íslenskra stjórn-
valda.
Óvissan og óttinn um örlög íslands, sem ríkt hafði frá innrás Þjóðverja
í Danmörku og Noreg 9. apríl 1940, eru áþreifanleg. Þótt flestum létti
þegar loksins varð ljóst að það yrðu Bretar, en ekki Þjóðverjar, sem urðu
fyrri til, var óvissunni ekki eytt. Þór tekst vel að koma til skila slælegu
ástandi breska hernámsliðsins. Bæði liðinu sjálfu og sumum fslend-
ingum, þótt óherfróðir væru, varð von bráðar ljóst hve vanmáttugt það
væri legðu Þjóðverjar til atlögu. Ekki hefur áður verið gerð glögg grein
fyrir því hve lélegur búnaður hernámsliðsins var og hve fálmkenndar
voru tilraunirnar til þess að koma upp vörnum jafnt í Reykjavík sem úti á