Saga - 2000, Blaðsíða 213
SAGA UTANRlKISMÁLA Á 20. ÖLD
211
sjá „lítinn tilgang í þeirri sagnfræði, sem fælir frá sér fróðleiksfúsa
lesendur með tyrfnu orðalagi og þurrum ,fræðistíl'".5 í samræmi
við það gerir Þór sér ekki far um að bera fræðikenningar á borð
fyrir lesendur, en mikil heimildavinna liggur að baki ritröðinni
hérlendis sem erlendis.
Þór átti einnig frumkvæði að fræðilegum rannsóknum á kalda
sfríðinu, einkum herstöðvabeiðni Bandaríkjamanna árið 1945 og
Keflavíkursamningnum árið 1946, og birti niðurstöður sínar í
greinaformi á fyrri hluta 8. áratugarins.6 Þessar greinar vöktu at-
hygli, enda komu þar fram nýjar upplýsingar á grundvelli er-
íendra heimilda. Fullyrða má, að Þór nálgist viðfangsefnið frá
sjónarhóli rétttrúnaðarhyggju í kaldastríðsfræðum með því að
leggja áherslu á þau raunsæisviðhorf, sem einkenndu íslenskra
utanríkisstefnu.7 íslenskir ráðamenn hafi viljað tryggja sér öryggi
°g viðskiptavild Breta og Bandaríkjanna og forðast þær efnahags-
þrengingar, sem urðu á 4. áratugnum, þegar meginmarkaðir Is-
tands erlendis lokuðust. Þór er gagnrýninn á margt í stefnu
^andaríkjanna gagnvart íslandi, einkum í tengslum við her-
stöðvabeiðni þeirra á fyrstu árunum eftir stríð. En vegna legu Is-
lands og hernaðarmikilvægis hefði verið rökrétt að skilja við hefð-
bundna hlutleysisstefnu og taka þátt í stjómmála-, viðskipta- og
bryggissamstarfi vestrænna ríkja gegn útbreiðslu kommúmsm-
ans- í þeim skilningi á Þór ýmislegt sammerkt með stjórnmála-
frasðingum, sem kenna sig við raunsæishyggju og þjóðríkið. Það
Sama má segja um ritverk Þórs um kalda stríðið á yfirstandan í
áratug, eins og t.d. grein hans „Leiðin frá hlutleysi , um ástæður
P^ss að íslenskir ráðamenn skildu við hlutleysisstefnuna árunum
1945-49, og yfirlitsrit hans á ensku um íslensk utanríkismál og
kalda stríðið á tímabilinu 1945-56, sem ber heitið The Ally Who
Came in From the Cold. Þór bendir á að ekkert hafi komið fram sem
sfyðji þá fullyrðingu að bein tengsl séu milli Marshall-aðstoðar-
lnnar og inngöngunnar í NATO og telur, að margir gagnrýnendur
utanríkisstefnunnar hafi ýkt áhrif Bandaríkjamanna á íslenska
Pólitík.
^ éór Whitehead, Ófriður íaðsigi, bls. 8.
6 Sjá Þór Whitehead, „Hvað sögðu Bandaríkjamenn um íslensk stjórnmál?',
bls. 8-29. - Sami, „Lýðveldi og herstöðvar 1941-1946", bls. 126-72.
^ Sjá Þór Whitehead, „Raunsæi og þjóðemishyggja".