Saga - 2000, Blaðsíða 357
RITFREGNIR
355
sex, royking og alkohol, hva de spiser, og hva de gjor i sin fritíd, enn det
vi vet om deres oppfatning av historie" (bls. 7). Þessu hefur Youth and
History-verkefnið breytt með glæsibrag. Bókin Æska og saga er brautryðj-
endaverk á sínu sviði. Fyrir þann sem hefur reynt að fá botn í töflumar í
Youth and History er hún himnasending. Æska og saga er ekki sfst hagnýtt
rit sem getur orðið að góðu gagni hverjum þeim sem lætur sig sögu-
kennslu einhverju varða. Með nýrri námskrá sem tók gildi á síðasta ári
þurfa sögukennarar jafnt í grunn- og framhaldsskólum að endurskoða að-
ferðir sínar og vinnubrögð. Könnunin staðfestir það sem margir vissu, að
unglingar hafa mikinn áhuga á sögu, og gefur mikilvægar vísbendingar
um hvar sóknarfærin liggja. Ekki virðist t.d. vera mestur áhugi á þeim
viðfangsefnum sem alla jafna em undir í sögutímum heldur nefna þátt-
takendur ýmislegt annað sem vekur áhuga þeirra, svo sem sögu eigin fjöl-
skyldu. Um þetta er rækilega fjallað í kaflanum „Áhugasvið". Framsetn-
ing efnisins er með þeim hættí að afar fljótgert er að finna upplýsingar,
hvort sem menn vilja sjálfir lesa úr niðurstöðutölum eða líta á alla þá staði
í bókinni þar sem fjallað er um þær. Æska og saga er vönduð og falleg bók
sem á erindi við alla sem hafa hug á að virkja söguáhuga ungs fólks.
Margrét Gestsdóttir
Carl-Gunnar Áhlén: JÓN LEIFS - TÓNSKÁLD í MÓT-
BYR. Helga Guðmundsdóttir þýddi. Mál og menning.
Reykjavík 1999. 355 bls. Myndir, nafnaskrá og skrá
yfir tónverk Jóns Leifs.
Hér er um að ræða brautryðjandaverk, því að í bók þessari er í fyrsta sinn
gerð úttekt á ævi og störfum Jóns Leifs tónskálds. Er það ekki vonum fyrr,
að fjallað er á heildstæðan hátt um Jón, sem var afar umdeildur í lifanda
lífi fyrir tónsmíðar sínar og störf að hagsmunamálum tónskálda. Tón-
smíðar hans voru fyrir utan þá meginstrauma, sem ríktu í tónlist, þegar
hann var á dögum. Jón var búsettur í Þýskalandi hartnær 30 ár, 1916-44,
og kynntíst þar siðum og menningu, sem var í flestu ólík þvf, sem menn
áttu að venjast hérlendis. Fyrir vikið gengu margar hugmyndir Jóns þvert
á nkjandi skoðanir hér á landi. Hann var ekki gefinn fyrir málamiðlanir
og hélt fast við það, sem hann taldi rétt. Þess vegna aflaði Jón sér fjöl-
margra óvildarmanna, sem enn hafa ekki fyrirgefið honum, þó að rúm-
lega 30 ár séu liðin frá dauða hans. Þá hafa samskiptí Jóns Leifs við stjóm-
völd í Þýskalandi á ámnum 1933-44 löngum verið mönnum umhugsun-
ar- og umræðuefni. Það orð hefur leikið á allt tíl þessa dags, að Jón hafi
verið hlynntur valdhöfum í Þriðja ríkinu og jafnvel starfað fyrir þá eða