Saga - 2000, Blaðsíða 147
RANNSÓKNIR A FÉLAGSSÖGU 19. OG 20. ALDAR 145
Rannsóknir á almennri sögu verkalýðshreyfingar og samtaka
atvinnurekenda gera óneitanlega strangari kröfur til höfunda en
htun á sögu einstakra félaga. Af rannsóknarritum um mótun og
þróun verkalýðsstéttar og -hreyfingar ber að nefna sérstaklega
doktorsritgerðir Magnúsar S. Magnússonar, Iceland in transition,
°g Stefáns Hjartarsonar, Kampen om fackfóreningsrörelsen, sem og rit
Ólafs R. Einarssonar, Upphaf íslenzkrar verkalýðshreyfingar
1887-1901.31 Rit Magnúsar er metnaðarfullt verk sem rekur á
heildstæðan hátt og í marxískum anda efnahagslegar og félagsleg-
ar umbreytingar þjóðfélagsins í átt til kapítalisma, með höfuð-
áherslu á mótun nýs stéttakerfis og baráttumál í árdaga verkalýðs-
hreyfingar. Á svipaðan hátt rekur Ingólfur V. Gíslason í doktors-
nti sínu, Enter the bourgeoisie, samtakamyndun meðal atvinnurek-
enda á þessu umbreytingarskeiði, þ.e. fyrstu áratugum 20. aldar.
^élagsfræðingurinn Ingólfur skilgreinir rannsókn sína sem „til-
raun til sögulegrar félagsfræði ... innan ramma sögulegrar efnis-
hyggju."32 Bæði ritin innihalda greiningu á kapítalískri samfélags-
myndun á íslandi, byggða á marxískum kenningargrunni. Viðlíka
nálgun beitir Jón Guðnason með góðum árangri í byggðarsögu-
fannsókn sinni, Umbylting við Patreksfjörð 1870-1970. Þótt stétt-
arhugtakið sé einnig lykilatriði í greiningu Stefáns Ólafssonar á
nývæðingu á íslandi, er því beitt fremur í anda virknihyggju
' Utlctionalism) til að varpa ljósi á breytingar á verkaskiptingu og
starfsstöðuskipan þjóðfélagsins.33
athygli hve lítt hefur verið fjallað um félagslegan
sem þátt í nývæðingarferlinu á íslandi. Ingólfur V.
^íslason gerir sér vissulega grein fyrir mikilvægi þessa þáttar
fyrir stéttarmyndun en tekur hann að öðru leyti ekki til sérstakrar
rannsókar.34 Efninu eru helst gerð skil í félagssálfræðilegri rann-
sókn Sigurjóns Björnssonar og Wolfgangs Edelsteins.35
Þessi efnisflokkur, „félagsmál, félagshreyfingar og stéttir", er í
^ Sjá jafnframt ritgerð Svans Kristjánssonar, íslettsk verkalýðshreyfing 1920-1930.
2 Ingólfur V. Gíslason, Enter the bourgeoisie, bls. 18.
2 Stefán Ólafsson, Modernization in Iceland, bls. 108-41. Sjá nánar doktorsrit-
gerð hans, Modemization and Social Stratification in lceland.
4 Ingólfur V. Gíslason, Enter the bourgeoisie, bls. 212.
Sigurjón Bjömsson og Wolfgang Edelstein, Explorations in Social Inequality,
bls. 42-74.
uað vekur
hreyfanleika
10~saga