Saga - 2000, Blaðsíða 149
RANNSÓKNIR Á FÉLAGSSÖGU 19. OG 20. ALDAR
147
•ngar í Stjórnartíðindum og frá og með 1899 í Landshagsskýrslum
fyrir ísland uns Hagstofan tók til starfa 1914; hún hefur frá upphafi
gefið út Mannfjöldaskýrslur ýmist fyrir fimm eða tíu ára tímabil.39
Eftir 1874 voru það aðeins manntölin sem unnið var úr í Dan-
mörku; hélst svo fram til manntalsins 1910, en úr því var unnið að
öllu leyti hér innanlands.40
Miðað við þann mikla gagnasjóð sem fyrir liggur á sviði fólks-
fjöldafræði tímabilsins, hefur minna áunnist í rannsóknum en
vænta hefði mátt. Framan af var áhugi manna á efninu nátengdur
þýðingu fólksfjöldans sem hagþáttar, einkum að því er varðar við-
gang þjóðarinnar almennt og sérstakiega framboð á vinnuafli í
landbúnaði. Á fjórða áratugi 19. aldar greindi þannig Bjama Þor-
steinsson amtmann og Tómas Sæmundsson prófast nokkuð á um
hvort veruleg fólksfjölgun væri æskileg frá hagrænu sjónarmiði:
Tómas hallaðist að því að svo væri að því tilskildu að landbúnað-
Urinn tæki framförum.41 Hvort fólksfjölgun horfði til framfara og
heilla var enn sú spuming sem Amljótur Ólafsson gekk út frá í
^erkilegri ritgerð í fyrsta bindi Skýrslna um landshagi.42 Hér vom
gögn um fólksfjölda áranna 1850-55 greind í fyrsta skipti á nú-
h'malega vísu á íslensku, í ljósi helstu breytistærða fólks-
^jöldafræðinnar, fæðinga, kvonfanga og dauðsfalla, og með sam-
anburði við önnur Evrópulönd.
hað hefur staðið íslenskri fólksfjöldasögu nokkuð fyrir þrifum
að lítið hefur orðið ágengt í tölulegri úrvinnslu manntalanna -
Pæntuð útgáfa þeirra í þágu ættfræði- og míkró-lýðfræðirann-
sókna hefur setið í fyrirrúmi - og enn hefur ekki verið ráðist í gerð
íýðfræðilegs gagnagmnns að hætti grannlandanna. Ekki hefur
eir>u sinni verið unnið fyllilega úr manntölunum 1801 og 1901 eft-
ir fyrirmynd manntalsins 1703, svo að unnt yrði að rekja langtíma-
Ereytingar ýmissa þátta í heimilis- og fjölskyldugerð landsins.43
Rannsóknir á þessu sviði hafa aðallega farið fram á þremur síð-
39 Hagskinna, bls. 26-27, 41-42, 931-32. - Loftur Guttormsson, „Fólksfjolda-
saga og söguleg lýðfræði".
ð Indriði Einarsson, „Formáii", bls. xv-xvii.
41 Bjarni Þorsteinsson, Om Islands Folkemængde, bls. 13-24. - Tómas Sæmun s-
s°n, „Um fólksfjölgunina á íslandi", bls. 8-12, 24-29, 67-72.
4^ Arnljótur Ólafsson, „Um mannfjölda á íslandi", bls. 329-404.
43 Sjá til samanburðar Hagskinna, bls. 137-39.