Saga - 2000, Blaðsíða 196
194
GUÐMUNDUR HÁLFDANARSSON
þ.e. hvernig menntuð yfirstétt hafði áhrif á líf, þankagang og
hegðun alþýðu - eða þá hvemig yfirstéttinni mistókst að „siðbæta"
almúgann. Taka má undir hans eigið mat á aðferðafræði sinni, en
hann segist á einum stað fylgja aðferðafræðilegri fjölhyggju.15 í að-
ferðafræði Lofts má þó annars vegar sjá svipaða afstöðu og birtist
í hugmyndum franska sagnfræðingsins Rogers Chartiers um
menningarsöguna, þ.e. að hafna beri aðskilnaði framleiðslu og
neyslu menningarfyrirbæra vegna þess að þau öðlast einungis
merkingu í samhengi við túlkun neytenda þeirra,16 og hins vegar
óbein áhrif franska félagsfræðingsins Pierres Bourdieus, en hann
hefur m.a. kannað hvemig rfkisvald notar menntun og einokun á
útgáfu námsvottorða til að móta táknrænt vald í samfélaginu.17
Þótt greina megi ákveðin spor franskrar hugarfarssögu í skrif'
um Lofts Guttormssonar hlýtur að vekja nokkra athygli hversu lít-
il áhrif þessi tískubylgja virðist hafa haft á íslenska menningar- og
hugmyndasögu 19. og 20. aldar. Gísli Ágúst Gunnlaugsson gerði
þó athyglisverðar rannsóknir sem falla nálægt mörkum félags- og
menningarsögu, en hugarfarssagan spratt einmitt upp úr tilraun-
um sagnfræðinga til að beita aðferðum félagssögunnar á menn-
ingarsöguleg efni. í þessu sambandi má benda á bók Gísla um
sögu afbrota og refsinga á 19. öld18 og ekki síst snjalla grein hans
um stjóm húsbænda á lestri heimilisfólks á síðari hluta 19. aldar.
Hin áhrifamikla bók franska sagnfræðingsins Philippes AriéS/
L'homme devant la mort (Maðurinn andspænis dauðanum) varð
einnig að einhverju leyti kveikjan að greinum Gunnars Þ. Bjarna-
sonar ,„En þegar dauðinn kemur svo sem ein voldug hetja...'// °§
Sigurðar Gylfa Magnússonar, ,„Dauðinn er lækur, en lífið er strá /
Líf og dauði á nítjándu öld", en í -þeim báðum er fjallað um við'
brögð íslendinga við dauðanum á fyrri tíð.
15 Loftur Guttormsson, „Uppeldi og samfélag á íslandi á upplýsingaröld,
bls. 20.
16 R. Chartier, Cultural History. Between Practices and Represmtations, bls. 19-52'
17 P. Bourdieu, „Espace social et pouvoir symbolique", og La noblesse d éta ■
Grandes écoles et ésprit de corps, bls. 533-59.
18 Gísli Ágúst Gunnlaugsson, Því dæmist rétt að vera.
19 Gísli Ágúst Gunnlaugsson, „Ljós, lestur og félagslegt taumhald". Svipaá®
eðlis eru greinar Guðmundar Hálfdanarsonar um uppeldi á 19. öld, „Böm
- höfuðstóll fátæklingsins?" og Sigurðar Gylfa Magnússonar um alþý®u
menningu, „Aiþýðumenning á fslandi 1850-1940".