Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2011, Blaðsíða 3

Skinfaxi - 01.02.2011, Blaðsíða 3
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 3 Á þessu ári á Þrastaskógur, sem stendur á Öndverðarnestorfunni við Sogið í Árnessýslu, eitt hundrað ára afmæli. Það var 18. októ- ber 1911, á 76 ára afmælisdegi sínum, sem athafnamaðurinn Tryggvi Gunnarsson afhenti UMFÍ gjafabréf þar sem fram kom að landsvæðið væri 140 ½ vallardagslátta og álitið hentugt til skógræktar. Ástæða þess að Tryggvi gefur hreyfing- unni landsvæðið er sú að hann hafði frétt af þeim áhuga ungmennafélaga að vilja leggja stund á skógrækt. Það fylgdi gjafabréfinu að landspilduna megi Ungmennafélag Íslands hvorki selja né veðsetja. Þessi gjöf Tryggva var stór og höfðingleg og um leið mikil viðurkenning í garð Ungmennafélags Íslands. Frá upphafi hefur ungmennafélags- hreyfingin lagt mikla rækt við svæðið sem í dag er óneitanlega ein af dýrmætustu gróðurperlum landsins og dýrasta eign í eigu Ungmennafélags Íslands. Nafn sitt, Þrastaskógur, fékk skógurinn árið 1913 en hugmyndina að nafninu átti Guðmundur Davíðsson sem varð formaður UMFÍ 1914 og var mikill aðdáandi og vel- gjörðarmaður skógarins. Rökstuddi Guð- mundur nafngiftina með því að skógarþrest- irnir kynnu einstaklega vel við sig í skógin- um og gæfu honum mikið líf. Keyptu menn þessi rök og nafnið Þrastaskógur var tekið gilt. Þrastaskógur sker sig úr að því leyti að þar er engin byggð fyrir utan veitingastað- inn Þrastalund sem er einnig í eigu Ung- mennafélags Íslands. Mikil ásókn hefur ver- ið í að fá að byggja sumarhús í skóginum en stjórn UMFÍ hefur þvertekið fyrir slíkt hvort sem í hlut hafa átt menn innan hreyfingar- innar eða utan hennar. Ungmennafélagar víða af landinu hafa verið duglegir við að gróðursetja í skógin- um frá upphafi. Í dag er skógurinn orðinn mjög þéttur og er hann grisjaður reglulega. Búið er að leggja merkta göngustíga um skóginn sem nýtast til gönguferða hvort heldur er á sumrin eða veturna, m.a. fyrir skíðagöngu. Stór grasflöt er inni í skóginum. Flötinni var í upphafi ætlað það hlutverk að vera íþróttavöllur en í dag er hún nýtt sem tjaldsvæði og til leikja. Náttúruperla UMFÍ Ungmennafélag Íslands mun halda upp á 100 ára afmæli skógarins með ýmsum hætti sem verður kynnt á réttum tíma- punkti. Afmælisnefnd er að störfum og vitað er að hún hefur t.d. hugmyndir um að í haustblaði Skinfaxa verði umfjöllun um Þrastaskóg og sögu hans gerð skil. Þrastaskógur er mikil náttúruperla sem á sér langa og merkilega sögu sem vert er að minnast og um leið að þakka öllu því frá- bæra fólki sem hefur unnið margar stundir í sjálfboðaliðavinnu við að gera skóginn að slíku djásni sem hann er. Öllu þessu ágæta fólki verður ungmennafélagshreyfingin ævinlega þakklát. Ég óska ungmennafélögum til hamingju með afmæli Þrastaskógar og vil hvetja alla þá sem ekki hafa notið þess að upplifa Þrastaskóg að gera það hið fyrsta. Ganga um skóginn og enda síðan góða útivist með því að fá sér kakó og meðlæti í Þrasta- lundi. Íslandi allt! Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ. Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ: Þriðja úthlutun styrkja úr Umhverfissjóði UMFÍ, Minningarsjóði Pálma Gíslasonar – formanns UMFÍ 1979–1993, fór fram 10. mars sl. í þjónustumiðstöð Ungmenna- félags Íslands við Sigtún í Reykjavík. Við athöfnina flutti formaður UMFÍ, Helga Guðrún Guðjónsdóttir, ávarp og Stella Guðmundsdóttir, ekkja Pálma Gíslasonar, afhenti styrkina. Stjórn sjóðsins komst að þeirri niður- stöðu að veita tvo styrki úr sjóðnum að þessu sinni: Héraðssamband Vestfirðinga fékk kr. 175.000 í verkefni sem unnið er í tilefni af 10 ára afmæli HSV, að koma upp svokölluð- um HSV-skógarlundi. Hugmyndin með Þriðja úthlutun úr Umhverfissjóði UMFÍ Frá vinstri: Sædís Valdemarsdóttir, fulltrúi USÚ, Ari Hólmsteinsson, fulltrúi HSV, Stella Guð- mundsdóttir, ekkja Pálma Gíslasonar, og Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ. lundinum er að gera framtíðarútivistar- svæði fyrir almenning og íþróttafélög í Ísafjarðarbæ þar sem verði gönguleiðir ásamt opnum svæðum til leikja og til að grilla o.s.frv. Einnig á að vera markmið að auka vitund aðildarfélaga HSV hvað varð- ar umhverfissjónarmið og nærumhverfið. Ungmennasambandið Úlfljótur – Umf. Sindri fékk kr. 175.000 í verkefni til að undirbúa gróðurbelti kringum gervigras- völl til að skapa skjól fyrir vetraráttum. Aðalfundur Vest Nordisk Ungdomsforum, VNU: Skrifað undir nýjan sam- starfssamn- ing Aðalfundur VNU, Vest Nordisk Ungdoms- forum, var haldinn á Íslandi um helgina 19.–20. mars. VNU er samstarfsvettvang- ur Íslands, Grænlands og Færeyja á sviði æskulýðsmála. Fundurinn var haldinn í þjónustumiðstöð UMFÍ og sóttu hann, auk fulltrúa frá UMFÍ, fulltrúar frá FUR í Færeyjum og Sorlak í Grænlandi. Skrifað var undir nýjan samstarfssamn- ing þessara aðila á fundinum og sam- starf og verkefni fyrir ungt fólk rædd. Líkur eru á að hópar frá bæði Grænlandi og Færeyjum komi til Íslands í sumar og taki þátt í verkefni með UMFÍ. Fundinn sátu frá UMFÍ Garðar Svans- son, Haukur Valtýsson og Ómar Bragi Stefánsson. Frá FUR í Færeyjum sátu fundinn Hans Anfinnson Norðfoss og Asta Abrahamsen og frá Sorlak á Græn- landi Kaalinnguaq Siegstad og Asiarpak Frederiksen Lund. Frá undirritun samstarfssamnings VNU. Frá vinstri: Kaalinnguaq Siegstad (Sorlak), Helga Guðrún Guðjónsdóttir (formaður UMFÍ), og Hans Anfinnson Norðfoss (FUR).

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.