Skinfaxi - 01.02.2011, Qupperneq 20
20 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands
Ungmennasamband Vestur–Húnvetninga,
USVH, var stofnað 28. júní 1931 og fagn-
ar því 80 ára afmæli á þessu ári. Svæði
ungmennasambandsins nær yfir alla
Vestur–Húnavatnssýslu eða sveitarfélag-
ið Húnaþing vestra. Félögin innan sam-
bandsins eru sex talsins og félagar rúm-
lega eitt þúsund. Guðmundur Haukur
Sigurðsson, formaður USVH, segir starf-
semina ganga vel. Starfið fer að mestu
fram úti í einstökum félögum og skipta
þau íþróttagreinunum á milli sín.
„Kormákur hefur að mestu séð um
körfubolta og fótbolta, sund og frjálsar
íþróttir hafa verið hjá Sundfélaginu Hún-
um og Hestamannafélagið Þytur hefur
haldið úti miklu og öflugu barna- og
unglingastarfi. Hestamannafélagið var
sérstaklega verðlaunað fyrir tveimur ár-
um af Landssambandi hestamanna fyrir
gott starf með unglingum,“ sagði Guð-
mundur Haukur.
„Héraðssambandið hefur staðið að út-
gáfu Húna allar götur síðan 1976. Í blað-
inu eru fréttir úr sýslunni, frásagnir af ýmsu
tagi, ljóð og annar fróðleikur. Þá er sagt
frá því hverjir eru að fermast og látinna
minnst. Ritnefnd innan héraðssambands-
ins sér um efni blaðsins sem hefur alla tíð
notið mikilla vinsælda.“
– Þegar þú lítur yfir farinn veg,
finnst þér starfið hjá ykkur hafa
tekið breytingum?
„Mér finnst inntakið vera að mörgu
leyti það sama. Íþróttastarfið er alltaf
mikið en samt sem áður hefur líka verið
unnið gott starf á öðrum sviðum. Félögin
standa fyrir ýmsum atburðum og má í
því sambandi nefna þorrablót, atburði í
kringum sumardaginn fyrsta, leiklist og
svo eru félagsvistir og ýmsar aðrar uppá-
komur. Síðan eru félögin eignaraðilar að
öllum þremur félagsheimilunum í sveitar-
félaginu. Ég sé svona í fljótu bragði ekki
mikla breytingu á starfinu í gegnum tíð-
ina,“ sagði Guðmundur Haukur.
Aðspurður segist Guðmundur Haukur
hafa verið tengdur ungmennafélags-
hreyfingunni í nálægt 45 ár. Hann hefur
verið formaður USVH í þrjú ár en starfaði
með USAH þegar hann bjó á Skagaströnd
á sínum yngri árum. Hann var ennfremur
í stjórn UMFÍ um átta ára skeið á níunda
áratug síðustu aldar. Hann segist hafa orð-
ið faðir á seinni árum og á 16 ára stúlku
sem hann hefur fylgt eftir og það er
ástæða þess að hann fór að koma aftur
að starfinu innan hreyfingarinnar.
– Hvernig hefur gengið að fá fólk til
starfa hjá USVH?
„Það gengur yfirleitt nokkuð vel. Maður
heyrir samt úti í félögunum að stundum
sé erfitt að fá fólk í stjórnir og ráð. Fólk vill
fá þjónustuna en er ekki endilega tilbúið
til starfa. Það er ekki hægt að kvarta undan
ungmennasambandinu því að þar höfum
við verið með öfluga stjórn. Maður heyrir
frá sumum félögum að það gangi svolítið
illa að endurnýja í stjórnum.“
EINBEITUM OKKUR AÐ
STARFINU MEÐ BÖRNUM
OG UNGLINGUM
Guðmundur Haukur Sigurðsson, formaður Ungmennasambands Vestur–Húnvetninga:
Guðmundur Haukur
Sigurðsson, for-
maður USVH, og
Anna María Elías-
dóttir, framkvæmda-
stjóri USVH.