Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2011, Síða 22

Skinfaxi - 01.02.2011, Síða 22
22 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands UMFÍ: Nú styttist óðfluga í sumar- ið og margir hugsa sér til hreyfings. Ungmennafélag Íslands stendur fyrir nokkr- um áhugaverðum verkefn- um eins og undanfarin ár. Mjög góð þátttaka var í verkefnum sem UMFÍ bauð upp á sl. sumar og má í því sambandi nefna að yfir 15 þúsund manns tóku þátt í verkefninu Fjölskyldan á fjallið. „Ég er mjög bjartsýnn á þátttöku almenn- ings í þeim verkefnum sem við bjóðum upp á í sumar. Þátttakan var einstaklega góð í fyrrasumar. Eins og áður verður hægt að nálgast helstu upplýsingar á gönguvefnum ganga.is. Eins og endranær verður gefin út göngubók og henni dreift um land allt. Ég hvet fólk til þátttöku og við leggjum mikið upp úr því að fjölskyldan taki þátt,“ sagði Sigurður Guðmundsson, landsfulltrúi UMFÍ, í samtali við Skinfaxa. Hér hefur verið tekið saman hvaða verkefni standa almenningi til boða í sumar. Ganga.is Flott heimasíða sem er alltaf verið að bæta. Á vefnum ganga.is gefur að líta ýmsan fróðleik um hvað beri að hafa í huga þegar farið er af stað í gönguferð eða fjallgöngu. Á vefnum má finna fjölda stuttra og langra gönguleiða um allt land sem og upplýsingar um þau fjöll sem sambandsaðilar mæla sérstaklega með að þátttakendur í verkefninu Fjölskyldan á fjall- ið gangi upp á. Lagt er upp með að fjölskyld- an hreyfi sig saman í fallegri náttúru. Inni á vefnum ganga.is er einnig hægt að finna upplýsingar um ýmislegt, m.a. helstu sund- laugar og golfvelli landsins sem gefur góða yfirsýn yfir þá þjónustu sem er fyrir hendi á hverjum stað. Ganga.is-heimasíðan mun áfram halda utan um skráningarkerfið sem tengist verkefninu Hættu að hanga! – Komdu að hjóla synda eða ganga! sem verður sett í annað skiptið nú í sumar. Göngubókin Göngubókin Göngum um Ísland kemur út í vor. Bókin hefur að geyma 278 stuttar göngu- leiðir og 24 fjöll sem í boði eru í verkefninu Fjölskyldan á fjallið. Í bókinni er að finna ýms- ar upplýsingar sem gott er að hafa í huga áður en lagt er af stað í gönguferð, hvort sem um er að ræða stutta eða langa. Bókin er prentuð í 20 þúsund eintökum og verður henni dreift á allar N1-stöðvar á landinu, all- ar sundlaugar og á helstu ferðamannastaði. Fjölskyldan á fjallið Verkefnið Fjölskyldan á fjallið verður áfram í sumar en síðasta sumar var gríðarlega góð þátttaka í því og um 15 þúsund manns skrif- uðu nöfn sín í gestabækur sem voru á 24 fjöllum. Flest þessara fjalla eiga það sam- eiginlegt að vera tiltölulega létt að ganga á. Markmiðið er að fá fjölskyldur í létta fjallgönguferð og stuðla þannig að auk- inni samveru, útivist og um leið líkamsrækt innan fjölskyldunnar. Göngugarpar voru hvattir til að skrifa nöfn sín í gestabæk- urnar á fjöllum. Á hverju hausti er síðan dregið úr hópi þátttakenda og hljóta hinir heppnu sérstök verðlaun. Hægt er að sjá þau fjöll sem eru í verkefninu á ganga.is eða í göngubókinni Göngum um Ísland. Hættu að hanga! – Komdu að hjóla, synda eða ganga! Hættu að hanga! – Komdu að hjóla, synda eða ganga! er verkefni sem fór fram í fyrsta skipti síðastliðið sumar. Megintilgangur verk- efnisins er að hvetja einstaklinga, fyrirtæki, fjölskyldur og hópa til að hreyfa sig og stunda heilbrigða lifnaðarhætti. Þátttakendur skrá þá hreyfingu sem þeir stunda inn á vefinn ganga.is, ef þeir hjóla 5 km, synda 500 m, ganga eða skokka 3 km og fyrir að ganga á fjöll. Fyrir að hreyfa sig í 30 skipti fá þátttak- endur bronsmerki, silfurmerki fyrir 60 skipti og gullmerki fyrir 80 skipti. Einnig eiga þátttakendur kost á öðrum veg- legum verðlaunum fyrir þátttöku sína. Öllum er heimil þátttaka, óháð aldri, en hægt er að velja milli þátttöku í einstaklingskeppni, hópakeppni eða fyrirtækja- keppni. UMFÍ hvetur alla til að taka þátt í verkefninu Hættu að hanga! – Komdu að hjóla, synda eða ganga! í sumar. Frjálsíþróttaskóli UMFÍ Frjálsíþróttaskóli UMFÍ hefur notið mikilla vinsælda undanfarin ár. Skólinn verður hald- inn í sumar á nokkrum stöðum á landinu og þeir staðir hafa verið auglýstir á heima- síðu UMFÍ. Frjálsíþróttaskólinn er ætlaður ungmenn- um á aldrinum 11–18 ára. Komið er saman á hádegi á mánudegi en skólanum lýkur á hádegi á föstudegi í sömu viku. Aðaláhersla er lögð á kennslu í frjálsum íþróttum. Auk frjálsra íþrótta er farið í sund, leiki, óvissu- ferðir og haldnar kvöldvökur. Ungmenna- félag Íslands hefur yfirumsjón með fram- kvæmd skólans og annast sameiginlega kynningu á starfseminni. Sambandsaðilar á því svæði þar sem skólinn er haldinn hverju sinni sjá um að finna kennara og aðstoðarmenn til starfa við skólann. Lagt er upp með að hafa fagmenntaða kennara í kennslu á hverjum stað til að tryggja sem besta kennslu fyrir ungmennin. Þátttaka ungmenna hefur aukist umtals- vert milli ára. Góð þátttaka undirstrikar að skólinn er ákjósanlegur vettvangur til að kynna og breiða út frjálsar íþróttir á Íslandi. Þannig gegnir skólinn mikilvægu hlutverki í að opna augu ungmenna fyrir ágæti íþrótta- iðkunar og styðja fjölmargar rannsóknir þá fullyrðingu að ungmenni, sem stunda íþróttir, leiðast síður út í óreglu síðar á lífs- leiðinni. Síðast en ekki síst öðlast ungmenn- in tækifæri til að kynnast hvert öðru og mynda tengslanet og auka hæfni sína í mannlegum samskiptum. Verkefni sumarsins

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.