Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2011, Síða 35

Skinfaxi - 01.02.2011, Síða 35
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 35 Úr hreyfingunni Héraðsþing HSK var haldið á Hellu 12. mars sl. og gengu þingstörf mjög vel enda móttökur heima- manna frábærar. Á þing- inu var gefin út vegleg 80 blaðsíðna ársskýrsla um starfsemi héraðssambandsins á liðnu ári. Björg Jakobsdóttir, varaformaður UMFÍ, og Örn Guðnason, ritari UMFÍ, sátu þingið. Jóhannes Sigmundsson var kosinn heiðursformaður HSK. Þetta er í annað sinn í 100 ára sögu sambandsins sem kosinn er heiðursformaður HSK. Fyrst var það árið 1966, þegar Sigurður Greipsson hlaut þann heiður, en það ár lét hann af formennsku. Þegar Guðríður Aadnegard hafði lesið upp tillögu og greinargerð um kjörið risu fulltrúar og gestir úr sætum og hylltu Jóhannes með dynjandi lófataki. Guðmundur Kr. Jónsson var sæmdur gullmerki HSK og Olga Bjarnadóttir silfur- merki. Þá fengu hjónin Ásta Laufey Sig- urðardóttir og Ólafur Elí Magnússon úr Dímon starfsmerki UMFÍ. Björg Jakobs- Héraðsþing Héraðssambandsins Skarphéðins, HSK: Jóhannes kosinn heiðursformaður HSK dóttir, varaformaður UMFÍ, og Örn Guðna- son, ritari UMFÍ, afhentu þau. Umf. Selfoss sigraði í heildarstigakeppni HSK. Selfoss hafði nokkra yfirburði með 245 stig, Hamar varð í 2. sæti með 177,5 stig og skákaði þar með Dímon sem varð í 3. sæti með 174 stig. Fimleikadeild Umf. Selfoss hlaut unglingabikar HSK fyrir fjöl- breytt unglingastarf og Íþróttafélagið Dímon fékk foreldrastarfsbikarinn fyrir öflugt foreldrastarf. Handboltamaðurinn Ragnar Jóhannsson á Selfossi var valinn Íþróttamaður HSK árið 2010 úr hópi tutt- ugu tilnefndra íþróttamanna. Árni Einarsson, Umf. Selfoss, var valinn öðlingur ársins 2010. Árni verður áttræð- ur í ár og keppti á árum áður í frjálsum íþróttum. Á efri árum hefur hann hafið iðkun aftur og m.a. keppt á Norðurlanda- meistaramóti og Evrópumeistaramóti öld- unga í frjálsum. Miklar og góðar umræður fóru fram í fjórum starfsnefndum þingsins og nokkr- ar tillögur urðu til í nefndum. Guðríður Aadnegard var endurkjörin formaður HSK og aðrir stjórnarmenn voru endurkjörnir, utan Helga Kjartans- sonar sem gaf ekki kost á sér til endur- kjörs í varastjórn. Anný Ingimarsdóttir kemur ný inn í varastjórn, í stað Helga. Guðríður Aadnegard, formaður HSK, og Jóhannes Sigmunds- son, heiðursformað- ur HSK. Björg Jakobsdóttir, varaformaður UMFÍ, (t.v.) og Örn Guðnason, ritari UMFÍ (t.h.), ásamt Ólafi Elí Magnússyni og Ástu Laufey Sigurðardóttur, sem fengu starfsmerki UMFÍ. Íþróttafólk ársins innan HSK ásamt formanni HSK, Guðríði Aadnegard (lengst til vinstri). Bæjarráð Ísafjarðarbæjar og Jón Páll Hreinsson, formaður Héraðssambands Vestfirðinga, hafa skrifað undir sam- starfssamning og verkefnasamning. Samningar sem þessir hafa verið í gildi undanfarin ár og hafa vakið athygli og eftirtekt á landsvísu. Samstarfssamningurinn hljóðar alls upp á 10,2 m.kr. og felur í sér framlag bæjarins vegna skrifstofuhúsnæðis, þjálfarastyrkja, húsaleigu- og æfinga- styrkja og framlög í afreksmannasjóð. Verkefnasamningurinn felur í sér rekstr- arstyrk frá Ísafjarðarbæ að fjárhæð 6,7 m.kr. sem verður ráðstafað sem rekstrar- HSV og Ísafjarðarbær skrifa undir samstarfs- og verkefnasamning framlagi til aðildarfélaga HSV. Stjórn HSV sér um að ráðstafa rekstrarframlaginu milli félaga með tilliti til umfangs barna- og unglingastarfs þeirra. Aðildarfélög HSV taka á móti að sér einstaka verk- efni, svo sem þrif á fjörum, umsjón með golfvöllum, vinnu við Skíðaviku og 17. júní, þrif eftir áramót og fleira. Frá undirritun sam- starfssamnings HSV og Ísafjarðarbæjar.

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.