Organistablaðið - 01.05.1969, Blaðsíða 13

Organistablaðið - 01.05.1969, Blaðsíða 13
Thomasarkirkjuna, vekur það undrun hversu tröllaukin Straube er í list sinni. Iö97 yfirgaf Straube Berlin íyrir fullt og allt, gerðist fyrst org- anisti við dómkirkjuna í Wesel við Rín. Það, sent olli því að hann tók þessa stöðu, var fyrst og fremst það, að honum gafst sjaldgæft tækifæri til að leika á mjög stórt og vandað orgel, sem í kirkjunni var. Organleikarar eiga oft erfitt með að fá óiakmarkaðan aðgang að góðum orgelum. Þess vegna var það afarmikils virði fyrir hinn upprennandi orgel-„virtuos“, að hafa nú umráð yfir fullkomnu orgeli. Frá Wesel tókst hann á hendur ferðalög sín sem konsertorgan- isti um allt Þýzkaland og víðar. En hann stjórnaði einnig hljóm- sveit í Wesel og flutti meðal annars symphoníur Beethovens og verk eftir Richard Sirauss. En sem hljómsveiiarstjóri festi hann aldrei rætur, en aftur á móti er hann talinn í fremstu röð kórstjórnenda. Þau ár, sem Straube var í Wesel, notaði hann til að fullkomna sig enn meir í list sinni, og kom hið ágæta hljóðfæri honum nú í góðar þarfir. Frægð hans óx hröðum skrefum og var talað um hann sem „organistann", þ. a. s. fremstan allra organleikara Þýzkalands. — Margar borgir Þýzkalands höfðu augastað á honum, en Leipzig varð 'hlutskörpust. Þangað flutti hann 1893, og var þá Straube skipaður organisti við Tliomasarkirkjuna, og skömmu síðar kennari í orgel- leik við konunglega konservatoríið, sem þá var. Áður en Straube varð onganisli Tliomasarkirkjunnar, var almennt litið svo á, að mið- depill allrar þýzkrar kirkjutónlistar væri í Berlín, og að Reimann væri fyrsti maður á því sviði. En nú tók þessi skoðun að breytast, þegar Straube fékk tækifæri til að njóta sín í mikilli stöðu í stór- borg, þá varð ekki hjá því komizt að líta á hann sem fyrstan og fremstan. Miðstöð nútíma kirkjutónlistar evangelisku kirkjunnar 'hefur í raun og veru verið í Leipzig síðan 1903, en var það áður raunar frá Bachs dögum. 1 Leipzig hóf Straube kennslustarfsemi sína, sem síðan hefur borið svo ríkulegan árangur, eins og áður er sagt. Skilyrðin voru hin beztu. Tónlistarskólinn naut mikillar frægðar síðan á dögum Mendel- sohns og Schumanns, nemendur streymdu ávallt að þessum skóla, og nú hófst nýtt tímabil í orgelkennslunni. Hvaðanæfa að komu lærisveinarnir til Straubes. Frá Italíu, Rússlandi, Englandi, Ameríku og skandínavisku löndunum. ORGANISTABLAÐIÐ 13

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.