Organistablaðið - 01.05.1969, Blaðsíða 10

Organistablaðið - 01.05.1969, Blaðsíða 10
PÁLL ÍSÓLFSSON: U M KARL STRAUBE NiSurl. Tækniyfirburðir lians urðu brátt undrunarefni, menn furðaði á ]>ví, hvað hægt væri að fá út úr orgel- inu, hljóðfærið var sem nýtt í höndum hans. 1 stuttu máii sagt: hann tók að umskapa orgelleik- inn, hefja hann á það stig, sem samboðið var þessu stórkostlega hljóðfæri og verkum Bachs og annarra meistara Iiðna tímans. Hann vildi gera orgelleikinn sam- bærilegan pianóleik nútímans, sem náð hefur svo mikilli full- komnun. Á Bachs tímum var org- elið öndvegis liljóðfæri og var t.d. kallað „drottning hljóðfæranna“, nú var það orðið ambátt, og enginn eða a.m.k. fáir hugsuðu sér það nema til uppfvllingar kirkjusöngnum. Síðan Mendelsohn spilaði org- elsónötur sínar á orgel Thomasarkirkjunnar til ágóða fyrir mvnda- styttu af Bach í Leipzig, hafði orgelið að mestu þagað sem konserthljóð- færi. Straube fann nú köllun hjá sér til að vekja á ný hina glæsi- legu orgellist 17. og 18. aldarinnar. Orgelin eru fyrst og fremst kirkjunnar iiljóðfæri, ekkert annað iiljóðfæri megnar að túlka há- leitar og trúarlegar tilfinningar, eins og orgelið. En orgelið er eigi að síður eitt hið fullkomnasta konserthljóðfæri. Það er í raun og veru samsafn fjölda hljóðfæra og kemst næst því að líkjast hljóm- sveit að því leyti. Enda þótt Bacli byggði tónlist sína á trúarlegum grundvelli og væri kirkjunnar tónskáld, þá samdi hann þó fjölda orgelverka, sem fyrst og fremst má telja til konserttónlistar. Það kom að vísu fyrir, að Bachs verk væru leikin ennþá, t.d. lék Reimann nokkur þeirra. En algengast var þá að heyra leikna á orgelið róm- antiska músik, t. d. eftir Mendelsohn og Rheinberger. Þá var með- 10 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.