Organistablaðið - 01.05.1969, Blaðsíða 30

Organistablaðið - 01.05.1969, Blaðsíða 30
der Höh", eftir Bach, sonata nr. 1 eftir Hindemith og Regers fantasían yfir Sjá morgunstjarnan blikar blíð. Rodrigues hefur góöa manul- og pedal- tækni en á nokkuð oftir að mótast, eða finna sinn eigin stíl. Siðastir af þessum þrem orgeltón- leikum voru á vegum Fél. ísl. organ leikara. Organleikarinn að þessu sinni var Jean-Luc Jaquenod, franskur organ- leikari af yngri kynslóðinni, sem viða hefur fengið góða dóma fyrir orgel- leik sinn. Jean-Luc lék í Dómkirkj- unni þann 14. febr. og i Laugarnes- kirkju daginn eftir. Tónleikana í Dóm- kirkjunni hóf hann með tveim frönsk- um verkum eftir Guilain og Couperin, sem hann skilaði meistaralega, miðað við þær aðstæður, sem fyrir hendi voru. Nýnæmi var að heyra meðferð hans á þeim Bach-verkum, sem seinni hluti efnisskrárinnar samanstóð af (G-dúr Fantasiunnni, Es-dúr sónötunni og Partitunni „Sei gegriisset, Jesu giitig"). Tæplega munu allir sammála honum um túlkun þessara Bach-verka, en eigi að síður forvitnislegt að kynn- ast hans viðhorfum til Bachs. Jean- Luc leggur t. d. ekki mikið upp úr nákvæmum „fraseringum", né sam- ræmingu í þeim. (Einn gagnrýnand- inn sagði að vísu að „fraseringar" hans hefðu verið mjög nákvæmar). — Óvenjulegt er að heyra Bach leikinn án þessarar nákvæmni. Augnablikið virðist ráða hvernig „fraserað" er hverju sinni, en það þarf meira en meðal organleikara til þess að geta leyft sér slíka hluti og Jean-Luc gat það. Ástæða væri til að geta fleiri tón- leika, sem haldnir hafa verið hér í vet- ur, en það verður að bíða. R. B. Úr bæ og byggð. Úr fréttabréfi úr Húnavatnssýslu. Guðmundur Kr. Guðnason, Skagaströnd skrifar Obl. m.a.: Kirkjukór Hólaneskirkju á Skaga- strönd var stofnaður 20. apríl 1953 af Kjartani Jóhannessyni sbngkennara á Stóra-Núpi í Árnessýslu. Stofnfélagar voru 11. Organleikari var Páll Jónsson skólastjóri. ....31. marz 1963 var vígð ný kirkja á Höskuldsstöðum og söng kór- inn við vígjluathöfnina ásamt söng- fólki úr kirkjukór Höskuldístaðasókn- ar. Söngstjóri var Kjartan Jóhannesson songkennari, enda hafði hann æft kór- inn fyrir þetta tækifæri. — Þá tók kórinn þátt í söngmóti Kirkjukóra- sambands Húnavatnsprófastdæmis, er haldið var á Blönduósi þann 1. apríl 1962. .... 1965 urðu organleikaraskipti hjá Kirkjukór Hólaneskirkju. Páll Jónsson skólastjóri, sem verið hafði organleik- ari kirkjunnar um fjölda ára skeið og gegnt starfi sínu vel, lét af storfum en við því tók ungur maður Kristján A. Hjartarson og er hann mjög áhuga- samur um starf sitt og væntir kórinn mikils og góðs samstarfs við hann. ....Þann 3. febr. 1968 efndi kór- inn til kvöldvóku í samkomuhúsinu á Skagaströnd með fjölbreyttri skemmti- skrá, kórsöng, tvísöng og fl, Undir- leikari var Björg Bjórnsdóttir söng- kennari frá Lóni í Kelduhverfi og hef- ur kórinn notið aðstoðar hennar 3 undanfarna vetur.... G. S. Eyjóljur Stefánsson organisti á Höfn í Hornafirði átti 40 ára starfsafmæli 1. desember sl. 30 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.