Organistablaðið - 01.05.1969, Blaðsíða 17

Organistablaðið - 01.05.1969, Blaðsíða 17
NORRÆNA KIRKJUTÓNLISTARMÓTIÐ I janúar sl. tilkynntum við aðilum norræna kirkjutónlistarráðsins, að vio gæ^um ekki haidið í'yrirhugað mót á vori komanda sökum fjárskorLS, en hyggðumst efna til þess á vori ársins 1970. Viiað er, að margháttaður undirbúningur að þessu móti var í gerð meðal frændþjóoanna. I ráði var, að hingað kæmu 2—3 kórar auk einsöngvara og einleikara frá Norðurlöndum, háskólakór frá Texas í Bandaríkjunum og einnig stóð til, að haldin yrði ráðstefna á vegum alþjóðasamtaka lútherskra organleikara, Ecclesia cantans. Það voru okkur mikil vonbrigði, að ekki skyldi fást nægilegir styrkir til þess að halda mótið eins og til stóð. í fjárlögum þessa árs eru okkur ætlaðar 50 þús. krónur til mótsins, en borgarsjóður Reykjavíkur synjaði algerlega um styrk. Þegar organistamótið var haldið hér í Reykjavík árið 1952, veittu bæó\ ríki og borg félaginu nægan styrk til þess, og þótti mótið vel takast, og markaði það timamót í kirkjutónlistarmálum landsins. Áð- ur, og þó sérslaklega síðan, hafa íslenzkir organleikarar tekið þátt í þessum mó:um (en þau eru haldin 3.—4. hvert ár í höfuðborgum Norðurlanda á víxl), komið á framfæri íslenzkum tónverkum og sótt nýjar hugmyndir. Móttökur hafa allar verið mjög rausnarlegar og sýnt var að við myndum ekki geta endurgoldið gestrisnina, þar eð félag okkar er svo fámennt og ungt, að ekki hefur því tekizt að koma sér upp neinum sjóðum til þess að standa straum af slíku fyrirtæki sem þessu. Annað hvort verður aðstoð hins opinbera að koma til, eða að félagið verður að segja sig úr samtökunum. — Þess má geta, að organleikarafélögin á hinum Norðurlöndunum hafa fengið opin- bera styrki til sinna móta, ýmist að miklu eða öllu leyti. Við væntum þess, að úr rætist, svo að hægt verði að halda hið 10. norræna kirkjutónlistarmót hér vorið 1970, a. m. k. munum við leggja okkur fram til þess að það megi takast. P. K. P. ORGANISTABLAÐIÐ 17

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.