Organistablaðið - 01.05.1969, Blaðsíða 35
Hvítadal, Vor og Ætti ég hörpu viS
ljóð eftir FriSrik Hansen. Flest lögin
eru samin 4 árunum 1924—’30. Ut-
gefandi er dóttir tónskáldsins, Sigrún
Pétursdóttir. Nótnagerð, prentun og
pappír er óvenju vandað. Fæst í nótna-
og bókaverzlunum.
HeiSursmerki.
Hinn 17. marz sl. veitti forseti ís-
lands dr. Páli lsólfssyni stórriddara-
kross Fálkaorðunnar.
Kirkjuvika í Lágajellskirkju.
Fyrsta kirkjuvikan í Lágafellskirkju
var 1960. Síðan hafa þær verið árlega.
Ætíð er byrjað með messu, sem sókn-
arpresturinn, organleikari og kór kirkj-
unnar annast. Siðan eru samkomur tvö
kvöld í röð, en kirkjuvikunni lýkur
með föstuguðsþjónustu og er venja
að fá prest, organleikara og kór frá
öðrum kirkjum til að sjá um þá guðs-
þjónustu.
1 vetur byrjaði kirkjuvikan 16. marz
með messu eins og venjulega. Á mánu-
dag og þriðjudag voru samkomur með
fjölbreyttri dagskrá, en á miövikudag
lauk kirkjuvikunni með guðsþjónustu.
Hjalti Þórðarson organleikari við Lága-
feliskirkju, Árni Arinbjarnarson og
Guðmundur Gilsson léku á orgelið.
Margar ræður og erindi voru flutt og
einsöngvarar, kórar og hljóðfæraleik-
arar fluttu mörg kirkjuleg tónverk.
Kirkjuvika á Akureyri’.
Kirkjuvika var haldin í Akureyrar-
kirkju 3.-9. marz í vetur. Birgir Helga-
son organleikari hafði samið lag, sem
tileinkað var kirkjuvikunni og var sung-
ið þar. Á hverju kvöldi voru samkomur
eða messur og komu þar fram margir
ræðumenn og listamenn. — Jakob
Tryggvason organleikari við Akureyr-
arkirkju og Konráð Konráðsson léku
á orgelið. Þetta var 6. kirkjuvikan í
Akureyrarkirkju. Hin fyrsta var 1959.
Bartímeus blindi, helgileikur eftir
dr. Jakoh Jónsson, var fluttur í Há-
teigskirkju sunnud. 11. maí. — I leik-
byrjun flutti séra Jón Þorvarðarson
stutt ávarp og gat þess m. a., að
helgileikur þessi hefði fyrst verið
fluttur í Bessastaðakirkju 1958, einnig
í Akureyrarkirkju og á nokkrum
stöðum erlendis. Síðan söng söngfólk
úr Kirkjukór Háteigskirkju sálm. —
Lcikstjcri var Ævar R. Kvaran en
nemendur úr leikskóla hans fluttu
leikinn. Prestsþjónustu fyrir altari ann-
aðist dr. Jakob Jónsson. Organleikari
var Gunnar Sigurgeirsson.
FÉLAG ÍSL. ORGANLEIKARA
STOFNAÐ 17. JÚNÍ 1951
Stjórn:
Formaður: Páll Kr. Pálsson, Álfo-
skeiði 111, Hafnarfirði. sími 50914.
Ritari: Jón G. Þárarinsson, IJáaleitis-
braut 52, Rvík, sími 34230.
Gjaldkeri: Haukur Gu8laugsson. Há-
teig 16, Akranesi, sími 93-1908.
ORGANISTABLAÐIÐ. Útgefandi: Félag íslenzkra organleikara.
Ritnefnd: Gunnar Sigurgeirsson, Drápuhlí'S 34, R., Simi 12626, Páll Halldórssnn,
DrápuhlíS 10, R., Sími 17007, Ragnar Björnsson, Ljósheimum 12, R., Sími
31357. Afgreiðslumaður: Gunnar Sigurgeirsson.
ORGANISTABLAÐIÐ 35