Organistablaðið - 01.05.1969, Blaðsíða 20
SAGT U M BACH
JOH. NIC. FERKEL: Vertu stolt af honum, föðurland mitt, en vertu líka
verðugt þess að eiga hann.
GOETHE: Hjá Bach finnst mér eins og hinn eilífi grunnhljómur tali viS
sjálfan sig, líkt og þaS getur hafa veriS í hjarta GuSs áSur en hann skapaSi.
BEETHOVEN: Hann hefSi ekki átt aS heita Bach (bach = lækur) heldur
Meer (meer = haf) vegna sinna óendanlegu, ótæmandi auSæfa af laglínum
og hljómum.
SCHUMANN: ArfleiSin færist smátt og smátt saman. Beethoven þurfti t.d. ekki
að kynna sér alh sem Mozart hafði gefið okkur, ekki heldur Mozart það sem
Handel, og Handel ekki það sem Palestrina hafði gefið okkur. ÞaS er aðeins
einn, sem allir verða að læra af, Johann Sebastian Bach.
BRAIIMS: Ef öll tónverk Beethovens, Schuberts og Schumanns hyrfu skyndi-
lega myndi ég sannarlega finna mjög til, en — óhuggandi yrði ég ef verk
Johanns Sebastians Bachs töpuðust.
A. B. MARX: Aldrei hefur nokkur þjóð önnur átt samtímis aðra eins tón-
snillinga og Bach og Handel, og aldrei jafnoka Bachs.
GOUNOD: Bach er herra kirkjutónlistarinnar.
SPITTA: Bach er sá eini tónskáldaskörungur okkar, sem sendi frá sér fjölda
framúrskarandi nemenda.
ROBERT FRANZ: Lát þú sálmalög Bachs vera þínar morgun- og kvöldbænir,
því í þeim er allur fagnaðarboðskapur tónlistarinnar.
Tónsmíðar Bachs á maður alltaf að nálgast með auðmýkt.
MAX REGER: Bach er fyrir mig upphafið og endirinn á allri tónlist. Á hon-
um grundvallast og hvílir öll sönn framför.
NIETZSCHE: Þessa vikuna hef ég tvisvar sinnum heyrt Mattheusar-passionina
eftir hinn guðdómlega Bach, í bæði skipti mállaus af undrun. Sá sem hefur
gleymt kristindómnum gjörsamlega heyrir hann hér sannarlega eins og gleði-
boð.kap.
NATAN SÖNDF.RBLOM: Bach er fimmti guðspjallamaðurinn. Farið og vinn-
ið fyrir hann.
H. W. VAN LOON: Eitt orð að skilnaði. Johann Sebastian Bach er það tón-
skáld, sem greiðir hæstan arð af öllu því, sem lagt er í verk hans. Framlagið
þarf ekki að vera ýkjamikið. Ofurlítil viðleitni af yðar hálfu er allt, sem
hann fer fram á. Eftir það mun meistarinn sjálfur sýna yður, hvernig þér
eigið að fara með fjársjóðinn, auka hann og ávaxta, þangað til að því kemur
— skyndilega og óvænt — að þér vitið yður eiga verðmæti, sem enginn í
heiminum getur frá yður tekið: skilning og ást á tónverkum hans.
JULIUS RABE: Tónlistin er hans tilbeiðsluform.
20 OKGANISTABLAÐIÐ