Organistablaðið - 01.05.1969, Blaðsíða 24

Organistablaðið - 01.05.1969, Blaðsíða 24
nafntogaða skagfirska Bændakór. — Haustið eftir var söngmönnum fjölg- að um helming og var svo nokkur ár og aldrei urðu þeir fleiri en níu. Allt góðir söngmenn og sumir í hópnum afburSa raddmenn. Bændakórinn starf- aSi í 10 ár viS hin örðugustu skilyrði. Þá voru lélegir vegir, þá voru engir bílar, þá var sími ekki nema á ein- staka stað. Og vegalengd milli heim- ila kórmanna 40 til 50 kílómetrar. En sóngur Bændakórsins varð fiesturn ógleymanlegur er á hlýddu. Fór þar saman frabær raddstyrkur og tóngæSi og markviss og sköruleg stjórn hins unga, f-kaphcita söngstjóra. Síðla vetrar 1926 lagðist þessi merkilega starfsemi niður. Sumir félaganna dóu, sumir fluttu úr héraSinu. Ögleymanlegum þætti í söngsögu Skagafjarðar var lokið. Organleikari við Reynistaðarkirkju varð Pétur fljótlega eftir að hann flutti að Mel. Hélt hann því starfi áfram, eftir að hann flutti til Sauðárkróks, allt til érsins 1924. Við Sauðárkróks- kirkju var Pétur organleikari frá árs- byrjun 1924 þar til í janúarbyrjun 1929, er við starfinu tók frændi hans, Eyþór Stefánsson. Þennan vetur, 1929, frá janúarlokum til vors stjórnaSi Pétur nýlega stofnuSum kór frammi í firSinum, og gaf honum nafniS „Heim- ir", sem hann hefur siSan boriS, eða í 40 ár. Söngkennari við barnaskóla Sauðárkróks var Pétur frá þvi stuttu eftir komu sína þangað og til æviloka. Péturs Sigurðssonar mun lengi verða minnst í SkagafirSi og víSar, sem frá- bærs söngstjóra og tónskálds. Sjálfur hélt hann tónsmíSum sínum Htt a lofti, vissi sem var: AS þær voru ígripaverk á stolnum stundum frá harSri lífsbar- áttu fátæks manns, sem var framúr- skarandi skyldura'kinn og kröfuharSur við sjálfan sig. Mann sem skilaði a]- veg ótrúlega miklu dagsverki á (iðrum sviSum, og verSur þaS ei rakiS hér. Hann átti „söguna stutta en göfuga." Hulldór Benediktsson. Úr söngarfi kirkjunnctr TUTTUGU OCr TVEIR HELGISÖNGVAR FYRIR KÓRA OG SÖFNUDI Róbert A. Ottósson hljómsetti og bjó til prentunar. Otgáfan tileinkuð KIRKJUKÓRASAMBANDI ISLANDS Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar 24 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.