Organistablaðið - 01.05.1969, Blaðsíða 27
Orgelið í Hallgrímskirkju
í Saurbœ á Hvalfjarðarströnd
RADDSKIPAN:
I. Manual (C-g'")
Rörflöyte 8'
Principal 4'
Fladflöyte 2'
Mixtur 3 íag lVíi'
II. Manual (C-g'")
Tregedakt 8'
Nachthorn 4'
Quintatön 2'
Terzlan 2fag
Oboskalmeje 8'
Tremolo
Pcdal (C-f')
Subbass 16'
Flöytebass 8'
Pommer 4'
Koplar:
II/I
I/Ped. — II/Ped.
Ongelið er mekanist. Orgelhús er úr ljósrl eik. 1 framhlið eru hljómandi pipur.
Forstjóri og yfirverkstjóri Vestre orgelverksmiðjunnar, Ludvik Vestre og H.
Runshaug, settu orgelið upp.
Sr. Jón Einarsson í Saurbæ skrifar okkur um orgelið á þessa leið m. a.:
Það er tólf radda og þykir hið vandafiasta og íegursta hljóðfæri. Það er keypt
frá orgelverksmiðjunni Vestre i Noregi, og er fyrsta orgelið, sem hingað er
flutt frá þvi landi, ef undan er skilið litið pípuorgel, sem mun hafa komið
hingað frá Þrándheimi á dögum Larentíusar Kálíssonar, eða fyrlr 640 árum.
Pipuorgelið var vígt við hátiðlega athöín sunnudaginn 24. növember síðastl.
Biskup Islands, herra Sigurbjörn Einarsson, flutti ávarp og bæn og vígði
orgelið, en undirritaður, sAknarprestur kirkjunnar, prédikaði og þjónaði fyrir
aitari. Söngmálastjóri þjóðkirkjunnar, doktor Róbert Abraham Ottósson, flutti
ávarp. Guðmundur Gilsson lýsti orgelinu og lék á það, og gerði grein fyrir
einkennum þess og hæfni. Athöfnin var i alla staði hin virðulegasta og hátíð-
legasta, og var kirkjan fullsetin. Meðal viðstaddra voru, auk biskupshjónanna,
allir prestar Borgaríjarðarprófastsdæmis. Að kirkjuathöfninni lokinni, bauð
kvenfélag sveitarinnar öllum viðstöddum til kaffisamsætis í félagsheimilinu að
Hlöðum. Þar flutti Guðmiundur Brynjóifsson, formaður sóknarnefndar, ræðu,
rakti sögu orgelmálslns og gerði grein íyrir kostnaði. Einnig tóku fleiri til máls.
Hið nýja orgel er mikil lyftistöng íyrir kirkjulif hér og er byggð okkar mik-
111 menningar- og gleðiauki. Við hyggjumst efna öðru hvoru til kirkjutónleika.
Fyrlr nokkru hélt Haukur Guðlaugsson hér kirkjutónleika ásamt Kirkjukór
Akraness.
ORGANISTABLAÐIÐ 27