Organistablaðið - 01.05.1969, Page 27

Organistablaðið - 01.05.1969, Page 27
OrgeliS í Hallgrímskirkju í Saurbœ á Hvalfjarðarströnd BADDSKIPAN: I. Manual (C-g'”) Rörflöyte 8’ Principal 4' Fladflöyte 2’ Mixtur 3 íag 1%’ II. Manual (C-g’”) Tregedakt 8’ Nachthorn 4’ Quintatön 2' Terzlan 2£ag Oboskalmeje 8’ Tr.emolo Pedal (C-l’) Subbass 16’ Flöytebass 8’ Pommer 4’ Kopiar: II/I I/Ped. — II/Ped. OngeliS er mekanist. Orgelhús er úr ljósri eik. 1 framhlið eru hljómandi pipur. Forstjóri og yfirverkstjóri Vestre orgelverksmiðjunnar, Ludvik Vestre og H. Runshaug, settu orgelið upp. Sr. Jón Einarsson í Saurbæ skrifar okkur um orgelið á þessa leið m. a.: Það er tólf radda og þykir hið vandaðasta og fegursta hljóöfæri. Það er keypt frá orgelverksmiðjunni Vestre i Noregi, og er fyrsta orgelið, sem hingað er flutt frá lu'í landi, ef undan er skilið lítið pipuorgel, sem mun hafa komið hingað írá Þrándheimi á dögum Lárentiusar Kálfssonar, eða fyrir 640 árum. Pipuorgelið var vígt við hátiðlega athöfn sunnudaginn 24. nóvember síðastl. Biskup Islands, herra Sigurbjörn Einarsson, flutti ávarp og bæn og vígði orgelið, en undirritaður, sóknarprestur kirkjunnar, prédikaði og þjónaði fyrir altari. Söngmálastjóri pjóðkirkjunnar, doktor Róbert Abraham Ottósson, flutti ávarp. Guðmundur Gilsson lýsti orgelinu og lék á bað, og gerði grein fyrir einkennum bess og hæfni. Athöfnin var í alla staði hin virðulegasta og hátíð- legasta, og var kirkjan fullsetin. Meðal viðstaddra voru, auk biskupshjónanna, allir prestar Borgarfjarðarprófastsdæmis. Að kirkjuathöfninni lokinni, bauð kvenféiag sveitarinnar öllum viöstöddum til kaffisamsætis i félagsheimilinu að Hiöðum. Þar flutti Guðmundur Brynjólfsson, formaður sóknarnefndar, ræðu, rakti sögu orgelmálsins og gerði grein fyrir kostnaði. Einnig tóku fleiri til máls. Hið nýja orgel er mikil lyftistöng fyrir kirkjulíf hér og er byggð okkar mik- 111 menningar- og gleöiauki. Við hyggjumst efna öðru hvoru til kirkjutónleika. Fyrir noltkru hélt Haukur Guðlaugsson hér kirkjutónleika ásamt Kirkjukór Akraness. ORGANISTABLAÐIÐ 27

x

Organistablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.