Organistablaðið - 01.05.1969, Blaðsíða 15
inn. Maður varð sannfærður um óskeikulleik þessarar sterku per-
sónu, og hann lék sér með orgelið, eins og sá einn getur gert, sem
fullt vald og myndugleik hefur. En það var erfitt að spila í tímunum,
eftir að hann hafði lokið sinum stórfengilega orgelleik.
Þá hafði hann það lengi vel fyrir sið, að safna saman nemendum
sínum eina kvöldstund í viku Stieglilzerns Hof í Leipzig, eða í Cafe-
Baum, þar sem Schumann var vanur að sitja með vinum sínum í
gamla daga. Voru þær samverustundir mjög skemmtilegar, og mátti
margt læra og um marga hluti fræðast á slíkum kvöldum. Stundum
var Max Reger viðstaddur á þessum samkomum, og þótti það ekki
spilla ánægjunni. Oftast þögðu þá nemendurnir, en hlustuðu á þessi
tvö mikilmenni tónlistarinnar tala um listina, eða það, sem oftar
skeði, segja nýjustu kýmnissögur, en Reger var frægur fyrir fyndni
sína og gamansögur. Um leið og Straube varð organisti við Thomas-
kirkjuna, var honum falin kórstjórn Bachfélagsins í Leipzig. Þess-
um kór stjórnaði hann lengi og hóf hann til vegs og virðingar. Með
honum flutti hann árlega Mattheusar-passíu Bach og fjölda annarra
merkra og voldugra kórverka með hljómsveit. Straube var óviðjafn-
anlegur sem stjórnandi kórs og hljómsveitar, og að vera á kóræf-
ingum hjá honum og fá að kynnast vinnubrögðum hans var lær-
dómsríkt. Enginn getur gleymt því, sem á það hefur hlustað, þegar
hann t. d. í miðri æfingu lagði frá sér taktstokkinn og byrjaði að
útskýra verkið, sem verið var að æfa, t. d. Mattheusar-passíu Bach,
það voru hátíðleg augnablik. Hann hafði þannig lag á kórnum, að
kórinn laut algerlega vilja lians, en strangur var hann á æfingun-
um, listaverkinu þurfti fyrst og fremst að gjöra góð skil, allt per-
sónulegt varð að víkja. Hann heimtaði af öllum, að þeir gæfu sitt
bezta, en sjálfur gaf hann æfinlega mest allra. Verkin flutti Bach-
félagið annað hvort í konserthöllinni eða í Thomaskirkjunni, og
lék hið fræga „Gewandhausorkester“ alltaf með. Eru þessir tónleikar
einhverjir þeir dásamlegustu, sem ég hef heyrt um dagana og
ógleymanlegir.
1918 var Straube skipaður í eina æðstu tónlistarstöðu Leipzig-
borgar, þ. e. staðan sem Thomaskantor, söngstjóri Thomaskirkj-
unnar. Þeirri stöðu gegndi Bach á sínum tíma og er hún síðan víð-
frægasta kirkjumúsikstaða í heiminum. Er því, sem skiljanlegt er,
vandað mjög til þeirrar vegsemdar, en valið gat ekki orðið á annan
ORGANISTABLAÐIÐ 15