Morgunblaðið - 13.11.2009, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 13.11.2009, Blaðsíða 16
VIÐSKIPTI | ATVINNULÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 2009 Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is VIÐRÆÐUR Íslendinga og Kín- verja um fríverslunarsamning milli landanna hafa legið niðri síðan í mars á þessu ári. Þá fór fram svo- nefndur tæknilegur fundur sérfræð- inga frá utanríkisráðuneytinu ís- lenska og kínverska viðskiptaráðuneytinu en formlegri samningalotu, þeirri fjórðu í röðinni, lauk í apríl á síðasta ári. Gunnar Snorri Gunnarsson, sendiherra Ís- lands í Kína og aðalsamningamaður Íslands í viðræðunum, segir við Morgunblaðið að nú sé komið að Kínverjum að hefja fimmtu lotuna og svara þeim tilboðum sem Íslend- ingar hafa lagt fram. Gunnar Snorri átti óformlegan fund með aðalsamningamanni Kín- verja í september sl. og þar sagðist sá síðarnefndi sjá ýmis tormerki á því að samninganefnd Kínverja yrði ræst út í nánustu framtíð, að sögn Gunnars Snorra. Hann segir að Kín- verjar hafi nefnt ýmsar ástæður fyr- ir tregðu þeirra til áframhaldandi viðræðna. „Þeir hafa verið með mismunandi afsakanir uppi. Fyrst var það að þeir hefðu svo mikið að gera vegna jarð- skjálftanna, svo kom kreppan og síð- an hafa þeir einnig látið í ljós að fyrst Ísland sé komið á braut með viðræður við Evrópusambandið þá ættu viðræðurnar að vera í biðstöðu. Við höfum hins vegar sagt þeim að ekkert sé því til fyrirstöðu að halda viðræðunum áfram. Við erum til í slaginn hvenær sem er.“ Margt ber í milli Meðal þess sem borið hefur í milli í viðræðunum er að Kínverjar hafa sótt fast kröfu um frjálsa ferð fólks, sem Íslendingar telja ekki þörf á að hafa í samningi um fríverslun. Þá er í svona samningum EFTA-ríkjanna jafnan vísað til mannréttinda- yfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna en kínverska viðskiptaráðuneytið hefur ekki talið sig hafa umboð til að vitna til slíkra samninga. Íslendingar hafa krafist fullrar fríverslunar með sjáv- arafurðir en Kínverjar komið á móti með kröfu um lengri aðlögunartíma en íslenska samninganefndin sættir sig við. Deilt er um fleiri atriði. Gunnar Snorri telur að þrátt fyrir biðstöðu í viðræðunum sé enn mögu- leiki á að ná samningum við Kín- verja. Þetta geti tekið mjög langan tíma, og sem dæmi nefnir hann að í samskonar viðræðum Kínverja og Ástrala standi enn allt fast eftir við- ræður í 15 lotum. Viðræður við Kín- verja komnar á ís Tregða í viðræðum minnkaði ekki með ESB-umsókn Íslands Ljósmynd/Enex Kína Gunnar Snorri Gunnarsson sendiherra, annar frá hægri, meðal fulltrúa orkufyrirtækisins Enex þegar nýrri jarðvarmaveitu var hleypt af stokkunum í Xiong-sýslu á dögunum, í samstarfi við olíufélagið Sinopec. Í HNOTSKURN »Innflutningur frá Kína ermun meiri en útflutningur Íslendinga þangað. Nærri þriðjungur tolltekna íslenska ríkisins kemur af afurðum frá Kína. »Á fyrstu níu mánuðum árs-ins nam útflutningur til Kína 2,4 milljörðum en inn- flutningur til Íslands á sama tíma 14,8 milljörðum króna. »Fjölmörg íslensk fyrirtækieru með starfsemi í Kína. SKRIFAÐ hefur verið undir samn- ing á milli íslenska fjárfestinga- félagsins Northern Light Energy (NLE) og indverska rafbílafram- leiðandans REVA um sölu og mark- aðssetningu rafbíla frá REVA hér á landi. Til skoðunar er að setja upp samsetningarverksmiðju hér á landi, sem myndi þjónusta Evr- ópumarkað fyrir Reva. Einnig er ætlunin að byggja upp raf- hleðslustöðvar sem víðast um land- ið. Félagið hefur átt í viðræðum við iðnaðarráðuneytið og fleiri aðila vegna þessa verkefnis en hér gæti verið um að ræða fjárfestingu upp á 50-70 milljónir dollara, jafnvirði 6-8 milljarða króna. Reiknað er með að um 100 rafbílar verði fluttir inn til Íslands á næsta ári en það er tíföldun á fjölda rafbíla sem eru í umferð hér á landi í dag. Einnig er í undirbúningi hjá NLE að breyta núverandi bílaflota landsmanna yf- ir í rafbíla. Fer sá undirbúningur fram í samstarfi við nokkra aðila í Danmörku og Finnlandi, að sögn Sturlu Sighvatssonar, fram- kvæmdastjóra NLE. Félagið er í eigu nokkurra einstaklinga og var stofnað fyrir einu og hálfu ári, í þeim tilgangi að rafbílavæða Ís- land. Markmið NLE er að stærstur hluti bílaflotans verði knúinn áfram með raforku fyrir lok árs 2012. Samhliða rafbílaverksmiðju vinn- ur félagið að undirbúningi raf- hlöðuverksmiðju hér á landi, í sam- vinnu við kínverska fyrirtækið ThunderSky. Að sögn Sturlu eru góðar líkur á að tilraunaverksmiðja fari í gang strax á næsta ári. bjb@mbl.is Rafbílaverksmiðja á Íslandi í startholunum Rafbílar Skrifað undir í gær, f.v.: Júlíus Hafstein frá utanríkisráðuneytinu, Gísli Gíslason, stjórnarformaður NLE, Keith Johnston frá REVA í Evrópu og Sivaraman Swaminathan, sendiherra Indlands á Íslandi. Fjárfesting með Indverjum upp á 6-8 milljarða – meira fyrir áskrifendur Fáðu þér áskrift á mbl.is/askrift JÓLABLAÐIÐ Morgunblaðið gefur út stór- glæsilegt jólablað föstudaginn 27. nóvember 2009 Í jólablaðinu í ár komum við víða við, heimsækjum fjölda fólks og verðum með fullt af spennandi efni fyrir alla aldurshópa. Jólablaðið er flottasta sérblaðið sem Mogginn gefur út og er eitt af vinsælustu blöðum lesenda. Pöntunartími auglýsinga er fyrir klukkan 12 mánudaginn 23. nóvember. Nánari upplýsingar veitir Katrín Theódórsdóttir í síma 569 1105, kata@mbl.is Meðal efnis verður : Uppáhalds jólauppskriftirnar. Uppskriftir að ýmsu góðgæti til að borða á aðventu og jólum. Villibráð. Hefðbundnir jólaréttir og jólamatur. Smákökur. Eftirréttir. Jólakonfekt. Grænmetisréttir og einnig réttir fyrir þá sem hafa hollustuna í huga þegar jólin ganga í garð. Jólasiðir og jólamatur í útlöndum Jólabjór og vínin. Gjafapakkningar. Tónlistarviðburðir, söfn, kirkjur á aðventu og í kringum jólahátíðina. Kertaskreytingar, þar á meðal jólakerti. Heimagerð jólakort. Jólaföndur. Jólabækur og jólatónlist. Jólaundirbúningur með börnunum. Margar skemmtilegar greinar sem tengjast þessari hátíð ljóss og friðar. Ásamt fullt af öðru spennandi efni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.