Morgunblaðið - 13.11.2009, Síða 22

Morgunblaðið - 13.11.2009, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 2009 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Dómur hinserlendaefnahags- ráðgjafa rík- isstjórnarinnar, sem sagt var frá í gær, er afgerandi og alvar- legur. Þar talar sérstakur ráðgjafi og trúnaðarmaður ríkisstjórnar Íslands. Því er ekki hægt að grípa til hefð- bundinna aðferða til að forð- ast málefnalega gagnrýni og veitast að viðkomandi per- sónulega. Það getur ekki al- varlegra verið en að það sé eindregin skoðun hins virta ráðgjafa að ríkisstjórnin sé í raun helsta vandamál ís- lenskra efnahagsmála. En aðra ályktun er naumast hægt að draga af orðum hans. Þess má nærri geta að þess háttar yfirlýsingar eru ekki gefnar opinberlega fyrr en menn eru orðnir úrkula vonar um að aðfinnslur inn á við og í trúnaðarsamtölum nái að lok- um að þoka málum áleiðis. Ráðgjafinn segir: „Svo virðist sem endurreisn efnahagslífs- ins sé ekki í forgrunni hjá stjórnvöldum þessa dagana. Skortur á pólitískri ákvarð- anatöku er það sem helst stendur fyrir endurreisn ís- lensks efnahags!“ Þetta er einhver þyngsti áfellisdómur sem hægt er að fella um rík- isstjórn í landi þar sem þetta er meginverkefni landstjórn- arinnar. Og það eykur þungann enn að hvert mannsbarn veit að því fer fjarri að nokkuð sé hér of- sagt eða ýkt. Þvert á móti. Enda ummælin viðhöfð af þrautreyndum en jafnframt varfærnum alþjóðlegum emb- ættismanni sem engra erinda gengur. Í raun hefur dýr- mætum tíma verið kastað á glæ. Þar var þó ekki aðeins dýrmætum tíma sóað og mikl- um verðmætum. Hitt er enn verra. Því stór hópur fólks, heilu fjölskyldurnar, sem síð- astliðið vor og fram til þessa trúðu á lýðskrumið um skjaldborgina sem strax yrði slegin um heimilin, og reyndu að þrauka í því trausti sem stuðningstalið vakti, eru að missa móðinn og gefast upp. Það fólk er illa svikið. Það er svikið af stjórnvöldum sem ekki eru að vinna verkin sín. „Því svo virðist sem end- urreisn efnahagslífsins sé ekki í forgrunni hjá stjórn- völdum þessa dagana.“ Hvað annað en endurreisn ís- lenskra efnahagsmála getur verið í forgrunni eins og nú er ástatt? Hvað er það sem gengur framar ríkasta hags- munamáli íslenskrar þjóðar um þessar mundir? Hver ætl- ar að gefa þjóðinni svör við því? Endurreisn efnahagslífsins ekki í forgrunni} Afgerandi áfellisdómur Um nokkurtárabil hafði Samfylkingin á stefnu sinni að taka bæri ákvörð- un um að láta vinna samnings- markmið Íslands vegna hugsanlegrar aðildar að Evr- ópusambandinu. En hún lét hins vegar ætíð hjá líða að skýra þjóðinni frá hver þau markmið ættu að vera að hennar mati. Ástæðan er orðin öllum ljós. Þessi flokk- ur telur að samningsmark- miðið sé aðeins eitt. Fara í Evrópusambandið hvað sem það kostar. Samninganefnd þar sem utanríkisráðherra hefur skipað eingöngu sér- staka trúnaðarmenn sína undirstrikar þessa stöðu. Sú samninganefnd hefur því mjög takmarkaðan bakstuðn- ing enda þetta brölt þjóðinni þvert um geð. Páll Vilhjálms- son blaðamaður orðar þetta réttilega svo: „Umsókn Sam- fylkingarinnar um aðild Íslands að Evrópusam- bandinu eitrar pólitíska umræðu. Samfylkingin hafði einn flokka í kosningunum í vor það á stefnuskrá sinni að sækja um aðild. Samfylk- ingin fékk 29 prósent at- kvæðanna. Vinstri grænir létu Sam- fylkinguna kúga sig. Vg hafði lofað kjósendum andstöðu við inngöngu Íslands í Evr- ópusambandið. Í atkvæða- greiðslu 16. júlí kom fram að þingmenn Vg greiddu at- kvæði þvert gegn samvisku sinni þegar þeir féllust á að senda umsóknina. Umsóknin gerir vinnu við endurreisnina erfiðari vegna þess að ríkisstjórnin er reist á svikum. Þjóðin lætur ekki bjóða sér þessi vinnubrögð.“ Umsókn um Evrópu- sambandsaðild gerir endurreisnina erfiðari} Samninganefnd í einkaerindum Í myndum okkur einkafyrirtæki. Hagn- aður fyrirtækisins, fyrir skatta og fjármagnsliði og afskriftir (svokölluð EBITDA) á síðasta ári nam 11,7 milljörðum króna, en heildartap fyrir árið var hins vegar heilir 73 milljarðar. Ímyndum okkur jafnframt að skuldir fyr- irtækisins séu rúmir 200 milljarðar króna. Skuldirnar eru að mestu í erlendri mynt þrátt fyrir að tekjur þess séu að stærstum hluta í krónum. Til að varpa ljósi á stöðuna má nefna að hlutfall skulda fyrirtækisins og EBITDA var um 10 í ársbyrjun 2008 og um 20 í árs- byrjun 2009, einkum vegna gengishruns. Til samanburðar má nefna að þetta hlutfall var einnig um 10 í ársbyrjun 2008 hjá Eimskipi, sem síðar þurfti að óska eftir greiðslustöðvun. Ímyndum okkur að staða þess sé svo alvar- leg nú að matsfyrirtæki hafi ákveðið að færa lánshæfi þess niður í svokallaðan ruslflokk og að opinberir aðilar beri ábyrgð á skuldbindingum fyrirtækisins. Ímyndum okkur (engar áhyggjur, þetta er síðasta ímyndunin) að í stað þess að draga saman seglin hafi fyr- irtækið við núverandi aðstæður ákveðið að taka enn meiri lán og að leggjast í enn frekari framkvæmdir. Ég hef lúmskan grun um að væri þetta ímyndaða einkafyrirtæki til, væru nú uppi, og hefðu verið um nokk- urn tíma, háværar raddir um brottvikningu þeirra sem bæru ábyrgð á því hvernig komið væri fyrir fyrirtækinu. Fyrirtæki í nákvæmlega sömu stöðu og áðurnefnt ímyndarfyrirtæki er reyndar til og heitir Orkuveita Reykjavíkur. Eini munurinn er sá að OR er opinbert fyrirtæki sem er að stærst- um hluta í eigu Reykjavíkurborgar. Hefur stjórn fyrirtækisins lengst af verið skipuð á pólitískum forsendum og bera stjórnmálamenn því bróðurpartinn af ábyrgðinni á því hvernig komið er fyrir Orku- veitunni. Það er líklega ástæðan fyrir því að almenningur, álitsgjafar og við fjölmiðla- menn fara öðrum og mildari höndum um fyr- irtækið en um einkafyrirtæki. Ég get engan veginn séð að rekstur Orku- veitunnar hafi á nokkurn hátt verið skyn- samlegri en margra þeirra einkafyrirtækja sem farið hafa á kúpuna með miklum látum undanfarin misseri. Eigendur þeirra og stjórnendur hafa réttilega verið gagnrýndir mjög harkalega fyrir sinnu- og ábyrgðarleysi í sínum rekstri, en þegar kemur að opinbera fyrirtækinu Orku- veitu Reykjavíkur eru viðbrögðin öllu stilltari. Hægt er að leggjast kylliflatur í skotgrafir flokka- pólitíkur og rífast um hvaða stjórnmálaflokkur eða stjórnmálamaður beri mesta ábyrgð. Mér þykir það hins vegar leiðinlegur leikur. Aðalatriðið er mismunandi viðbrögð við arfaslökum fyrirtækjarekstri í einkageiranum annars vegar og hin- um opinbera hins vegar. Bjarta hliðin er þó að þetta ætti að sýna að stjórnmálamenn eru síst betur til þess fallnir að reka fyrirtæki en einkaaðilar. bjarni@mbl.is Bjarni Ólafsson Pistill Saga af ímynduðu fyrirtæki STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon Frumvarpið setur sáttafarveg í óvissu FRÉTTASKÝRING Eftir Ágúst Inga Jónsson aij@mbl.is Í stöðugleikasáttmálanum frá 25. júní segir í fyrirvara SA vegna sjávarútvegsins: „Samtök atvinnulífsins við- halda þeim fyrirvara gagn- vart framlengingu kjarasamninga að vinna á vegum ríkisstjórnarinnar um endurskoðun fiskveiðistjórn- unar verði í þeim sáttafarvegi sem lagt var upp með við skipan nefnd- ar til þess að vinna að því máli.“ Í yfirlýsingu um sama sáttmála frá 28. október segir: „Ríkisstjórnin lýsir því yfir að engin breyting hef- ur orðið varðandi þann sáttafarveg sem endurskoðun fiskveiðistjórn- unarinnar var sett í með skipun nefndar sjávarútvegs- og landbún- aðarráðherra í sumar, þar sem for- senda nefndarstarfsins er að skapa sjávarútveginum góð rekstrarskil- yrði til langs tíma.“ Jón Bjarnason sjávarútvegs- ráðherra segir í skriflegu svari við spurningum blaðamanns, að frum- varpið sé alls ekki brot á sátt sem búið hafi verið að gera við útgerð- ina. Þau atriði sem tekin séu fyrir í þessu frumvarpi byggist að stórum hluta á stefnuyfirlýsingu ríkis- stjórnarinnar, nánar tiltekið því sem flokkað er sem brýnar aðgerðir í stjórn fiskveiða. Endurskoðunarnefndin hafi hins vegar sitt vel skilgreinda hlutverk. Þegar hún hafi lokið störfum og skilað af sér verði tillögur hennar metnar á eigin forsendum og um það sé full sátt. Ef þær tillögur hennar sem samþykktar verði gangi þvert á það sem lagt er til í frumvarpi ráðherra frá því í viku- byrjun verði tekið tillit til þess þeg- ar þar að kemur. Óframkvæmanlegt Adolf Guðmundsson, formaður Landssambands íslenskra útvegs- manna, telur að um sáttarof sé að ræða af hálfu stjórnvalda. „Það er engin launung á því að við fórum inn í þessa nefnd um fisk- veiðistjórnina til að vinna að frekari sátt um hana. Við sögðum strax að við tækjum ekki þátt í því starfi ef það væri nefndarinnar að finna út- færslu á fyrningarleið. Við teljum að við höfum sýnt fram á það með margvíslegum, rökstuddum gögn- um að fyrningarleiðin er ófram- kvæmanleg fyrir útgerðina og þetta hefur verið kynnt í nefndinni,“ seg- ir Adolf. Fyrir þetta fiskveiðiár var út- hlutað 2500 tonnum af skötusel og var það í samræmi við ráðgjöf Haf- rannsóknastofnunar, en 500 tonnum minna en árið á undan. Samkvæmt frumvarpsdrögunum fær ráðherra heimild á þessu fiskveiðiári og því næsta til sérstakrar ráðstöfunar á allt að tvö þúsund lestum af skötu- sel gegn greiðslu 120 króna gjalds á hvert úthlutað kíló án þess að þeim verði úthlutað á grundvelli afla- hlutdeildar í tegundinni. Ráðherra var spurður hvort það væri verjandi að fara svona langt umfram ráðgjöf fiskifræðinga og bæta tvö þúsund tonna skötusels- afla við. „Ekkert liggur fyrir um það hvað ráðherra muni bæta miklu við, komi til þessa. Það getur orðið 2000 tonn að hámarki, það er rétt, en það getur líka orðið minna,“ seg- ir í svari ráðherra. Ráðherra sagði að um tímabundna leigu á skötusel væri að að ræða en ekki sölu. Skötuselur Heimilt verður að veiða allt að tvö þúsund tonn gegn gjaldi. Stjórnarfrumvarp um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða, sem sjávarútvegsráðherra kynnti í byrjun vikunnar hefur hleypt illu blóði í samskipti LÍÚ og stjórn- valda. Ráðherra segir að engin sátt hafi verið rofin eins og út- vegsmenn halda fram. AÐSPURÐUR hvort ákvæði um skötusel í frumvarpinu sé upphafið að fyrningarleið og hvort ekki verði tvö kerfi í fiskveiðistjórnun ef ákvæðið verður samþykkt vísaði ráðherra í fréttatilkynningu frá síð- asta mánudegi, en þar segir m.a.: „Aðgerðin er tímabundin og ein- stök að því leyti að hún tekur á nær fordæmislausum breytingum á út- breiðslu stofns sem eru tilkomnar að líkindum vegna hlýnunar lofts- lags og hækkandi hita sjávar. Af þessu leiðir að ráðuneytið telur að málefni skötusels séu svo sérstök að ekki sé um að ræða fordæmi og að auki er ákvæðið sett til bráðabirgða til að taka af allan vafa í því sam- bandi.“ Adolf Guðmundsson segir hins vegar að hann telji ekki nokkurn vafa á að með þessu sé verið að opna á fyrningarleiðina og þessi opnun sé þvert á sátt aðila. „Meg- inreglan hefur verið sú í afla- hlutdeildarkerfi að útvegsmenn eiga hlutdeild í úthlutuðum afla. Við tökum á okkur skerðingu þegar þannig árar, en viljum fá aukningu þegar það á við. Skerðingin nam 500 tonnum frá síðasta ári í sam- ræmi við veiðiráðgjöf Hafrann- sóknastofnunar en svo ákveður ráð- herra að auka afla á skötusel um 80%. Við viljum fá að sjá vísindaleg rök fyrir aukningunni. Ef í ljós kemur að ráðherra hefur gengið of langt, hver á þá að bera skaðann af því?“ spyr Adolf Guðmundsson. Hvorki fordæmi né fyrning

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.