Morgunblaðið - 13.11.2009, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 13.11.2009, Blaðsíða 28
28 Umræðan BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 2009 FÉLAG íslenskra félagsliða mót- mælir harðlega þeim áformum stjórnvalda sem fram koma í fjár- lagafrumvarpi að skerða sídegis- og dreifnám í Borgarholtsskóla um helming. Telur félagið að hér sé um vanhugsaða aðgerð að ræða sem jafnvel geti stefnt fé- lagsliðanámi í hættu. Skorar félag- ið því á stjórnvöld að endurskoða þessi áform. Í ljósi þeirra efna- hagslegu og félagslegu hremminga sem nú ganga yfir íslenskt sam- félag hefur krafan orðið háværari og þörfin fyrir fullorðinsfræðslu og starfsmenntun meiri. Með starf- rækslu á fjölbreyttri framkvæmd félagsliðanámsins s.s. dag-, síðdeg- is-, og dreifnáms er Borgarholts- skóli í raun leitast við að koma til móts við þessi sjónarmið. Í þessu sambandi má nefna að námskostir þessir hafa ekki síst verið nýttir af konum víðsvegar af landinu og á öllum aldri, sem af ýmsum ástæðum hafa orðið að hverfa frá námi á árum áður án þess að ljúka námi til starfsrétt- inda. Með eflingu þessa náms væri því verið að koma til móts við þarfir hóps á vinnumarkaði sem hefur átt verulega undir högg að sækja og er í verri stöðu en áður í þeim þrengingum sem nú ganga yfir samfélagið. Efling á dreifnáminu og þeim menntunar- og námsúrræðum sem það býður upp á, væri því í sam- ræmi við stjórnarsáttmála núver- andi ríkisstjórnar varðandi aðgerð- ir til að sporna gegn atvinnuleysi og alvarlegum félagslegum afleið- ingum þess. Tiltekið er í stjórnarsáttmál- anum sérstaklega að tryggja þurfi öfluga fullorðinsfræðslu og gefa fólki tækifæri til að nýta hæfileika sína, þekkingu og metnað og að virkja vinnufúsar hendur með menntun. Í þessu sambandi skuli ekki síst horfa til stöðu kynjanna og mismunandi áhrifa á byggðir landsins. Sérstök áhersla er lögð á að stuðla að endurmenntun at- vinnuleitenda. Kemur þetta og fram í stöðugleikasáttmála rík- isstjórnarinnar og aðila vinnu- markaðarins sl. sumar og fyrri yf- irlýsingum ríkisstjórnar um sama mál. Er jafnvel að finna í yfirlýs- ingum ríkisstjórnarinnar fyrirheit um aukin peningaframlög til full- orðinsfræðslu. Félag íslenskra fé- lagsliða skorar á stjórnvöld að efla og styrkja síðdegis- og dreifnám í BHS. Gera verður skýran greinarmun á hefðbundnu námi og þessum námskostum sem eru í boði í Borg- arholtsskóla. Þeir námskostir sem Borgarholtsskóli býður upp á í dreifnámi og síðdegisnámi eru lítt eða ekki í boði annars staðar, og því ekki hægt að stunda annars staðar eða með öðrum hætti. Í engu er vikið frá framsettum námsmarkmiðum skv. námskrá og í kennslu eru bein samskipti nem- enda og kennara nálægt því þau sömu og í dagskólakennslu. JÓHANNES A. LEVY, formaður félags íslenskra félagsliða. Mótmæla áformum stjórnvalda um skerð- ingu á námi félagsliða Frá Jóhannesi A. Levy EKKI veit ég, lesandi góður, hversu mikla þekkingu og reynslu þú hefur af villtri, íslenskri náttúru, þar sem hinn sterki leitar sér þar fanga sem minnst mótstaða er. Allir þekkja dýrbítinn sem lifir á músum, fuglum og stundum lömbum en af því fær rebbi viðurnefni sitt. Og svo rán- fuglarnir og jafnvel spörfuglar, en hjá hinum stærsta þeirra, hrafn- inum, sýnist grimmdin oft rísa hæst. „Eins og hrafnar í hross- skrokk“ er gamalt máltæki sem lýs- ir því þegar margir ráðast að einum af grimmd. Það gleymist vart neinum sem orðið hefur vitni að slíkum atgangi þegar mergð hrafna hoppar á skrokknum, kannske varla dauðum, með háværum skrækjum og góli, rífandi, tætandi og slítandi, byrja gjarnan á augunum þar sem við- kvæmast er fyrir og fljótlegast að fá kjaftfylli. Merkilegt er það að hrafnar, eins og margar aðrar skepnur, virðast oft hafa foringja, sem stjórnar lið- inu, hann stendur gjarnan lítið eitt afsíðis uppi á þúfu, skrækir þar há- stöfum og sýnist hvetja bræður sína að duga nú. Það er ljótt að segja það, en þessi gamla sýn hvarflaði um hug mér þegar ég las aðför starfssystkina sr. Gunnars Björnssonar á Selfossi að honum í Morgunblaðinu í morgun. Ég ætla ekki að blanda mér í fræðilegar umræður kirkjunnar manna um heiður og siðferði, læt mér þar nægja íslensk landslög, en ætli margur sem um vélar mætti ekki líta í eigið hugskot og skoða þar sína eigin skugga áður en þeir taka upp helgislepjuhætti faríseans í dæmisögunni sem þeir leggja svo gjarnan útaf. SIGURFINNUR SIGURÐSSON, ellilífeyrisþegi, Selfossi. Hrafnar í hrossskrokk Frá Sigurfinni Sigurðssyni HAFI Ólafur Thor- dersen, bæjarfulltrúi A-listans, verið að senda tvöföld skilaboð með greinaskrifum sín- um í síðustu viku tókst bæjarstjóra Reykja- nesbæjar að senda frá sér margföld skilaboð með grein sinni í Morg- unblaðinu sl. laug- ardag. Tilefni skrifa Ólafs voru að Reykjanesbæ hefur borist erindi frá eftirlitsnefnd sveit- arfélaga þar sem óskað er skýringa á hallarekstri og skuldastöðu sveitar- félagsins. Það eina sem Ólafur gerði í greinaskrifum sínum var að vísa til þessa bréfs nefndarinnar sem metur skuldastöðu með því að leggja saman skuldir og skuldbindingar. Sveitarfélögum er heimilt að halda skuldbindingum sem verða til vegna húsaleigu utan efnahagsreiknings. Aðeins þurfi að geta um slíkar skuld- bindingar í skýringum með efna- hagsreikningi. En þessi aðferð hent- ar bæjarstjóranum margfalda í samanburðinum við önnur sveitarfé- lag. Þau sveitarfélög sem byggja fyr- ir eigin reikning þurfa að færa lán- tökur vegna þess í bækur sínar en Reykjanesbær sem byggir í gegnum félag úti í bæ gerir það ekki og því er í raun ekki nægjanlegt að bera bara saman efnahagsreikninga þegar meta á stöðu þeirra. Húsaleigu- skuldbindingar Reykjanesbæjar voru skv. síðasta ársreikningi rúmir 12 milljarðar eða u.þ.b. 860 þúsund á mann. Inn í þá tölu á eftir að reikna afleiðingar hrunsins að stórum hluta, þ.e. gengisfall krónunnar ásamt auk- inni verðbólgu en rúmur helmingur húsleigugreiðslna er gengistryggður eða 55% og hinn hlutinn er verð- tryggður. Ekki er heldur búið að reikna inn í þetta skuldbindingu vegna Hljómahallarinnar en kostn- aður við byggingu hennar nemur nú á þriðja milljarði króna. Það er því ljóst að staðan er miklu verri en Eft- irlitsnefndin tilgreinir í bréfi sínu. Í tveimur undirflokkum í grein sinni gerir bæjarstjórinn margfaldi lítið úr framsetningu Ólafs og segir hann tvöfalda skuldir sveit- arfélagsins. Skoðum þetta aðeins. Greiðslur sem skila auknu virði? Bæjarstjórinn segir Ólaf tvöfalda skuldir þegar hann leggur sam- an greiðslur til fyr- irtækja í eigu sveitarfé- lagsins eins og hann orðar það í grein sinni. Bæjarstjórinn segir „hann á að vita að leigu- greiðslur standa undir að greiða fjár- festingu sem eykur virði okkar í fé- laginu“. Hvaða röksemdafærsla er þetta nú eiginlega? Það sama hlýtur þá að gilda um skuldir sem hvíla á sveitarfélaginu sjálfu. Því meira sem við borgum upp í skuld því hærri verður höfuðstóll okkar. Megum við sem sagt sleppa því að bókfæra skuldir sem við ætlum að greiða nið- ur. Eru þá ekki öll sveitarfélög skuldlaus skv. þessari túlkun bæj- arstjórans? Hvar lærði hann þessa hagfræði? Er nema von að illa gangi. Tölur beint úr Árbók sambands íslenskra sveitarfélaga? Bæjarstjórinn þykist aldeilis hafa náð vopnum sínum þegar hann les það út úr Árbók sveitarfélaga 2008 að Reykjanesbær skuldi aðeins 1,3 milljónir á mann en meðaltal annarra sveitarfélaga er 1,5 milljónir. Árbók- in er þannig unnin að þar eru birtir rekstrar- og efnahagsreikningar sveitarfélaganna. Þar inni eru ekki húsaleiguskuldbindingar en bæj- arstjórinn margfaldi er ekkert að benda á það. Þegar eftirlitsnefndin skoðar rekstur sveitarfélaganna skiptir það engu hvort um sé að ræða skuld eða skuldbindingu. Hvort tveggja þarf að greiða. Ekkert annað sveitarfélag er með jafn mikið af húsaleiguskuldbindingum utan efna- hagsreiknings og Reykjanesbær. Því hentar það bæjarstjóranum ágæt- lega að nota bara tölurnar beint úr Árbókinni en ekki aðferðina sem eft- irlitsnefndin viðhefur. Ef þessar töl- ur sem hann birtir í grein sinni eru réttar á talan úr Reykjanesbæ að viðbættum húsaleiguskuldbind- ingum frá 2008 að vera 2,2 milljónir á móti 1,5 að meðaltali. Íbúar í Reykja- nesbæ skulda því 50% meira en íbúar annarra sveitarfélaga að jafnaði. Það er sú tala sem fæst með aðferðinni sem eftirlitsnefndin viðhefur. Þessi aðferð er ekki eitthvað sem bæj- arfulltrúinn Ólafur Thordersen fann upp, heldur aðferð lögskipaðrar nefndar hverrar hlutverk er að fylgj- ast með því að rekstur sveitarfélaga á Íslandi sé í lagi og bregðast við þegar rekstur þeirra er kominn á ystu brún. Og á þeirri brún er Reykjanesbær nú staddur. Villurök Það var í sjálfu sér fyrirséð að bæjarstjórinn margfaldi myndi bregðast við með þessum hætti. Nú er hann kominn út á berangur með allt í rugli og eina leiðin til þess breiða yfir skelfilegan árangur í rekstri sveitarfélagsins að grípa til villuraka. Ein ástæða hallareksturs segir bæjarstjóri vera þá að sjálf- stæðismenn hafi verið svo fyr- irhyggjusamir að grípa til út- gjaldaauka til þess að forðast atvinnuleysi. Því er til að svara að það sem mest fór úrskeiðis í rekstri sveitarfélagsins á síðasta ári var að tekjur vegna offjárfestinga í bygg- ingarlóðum brugðust. En þarna er bara um að ræða árið 2008. Bæj- arstjórinn ætti hins vegar að skýra það út fyrir íbúum Reykjanesbæjar hvers vegna sveitarfélagið hefur nánast undantekningarlaust verið rekið með halla frá því að hann tók við stjórnartaumunum árið 2002. All- an góðæristímann var Reykjanes- bær rekinn með halla. Ætli ástæðan fyrir bréfaskriftum eftirlitsnefnd- arinnar sé ekki sú að gríman er fallin. Bæjarstjórinn margfaldi Eftir Guðbrand Einarsson »Ekki er heldur búið að reikna inn í þetta skuldbindingu vegna Hljómahallarinnar en kostnaður við byggingu hennar nemur nú á þriðja milljarð króna. Guðbrandur Einarsson Höfundur er oddviti A-listans í bæjarstjórn Reykjanesbæjar. Sú var tíðin að næga atvinnu var að hafa á Akranesi og nágrenni, nægur fiskur, Sem- entsverksmiðjan, sjúkrahúsið og heilsu- gæslan, skólarnir o.fl. Seinna bættist Járn- blendiverksmiðjan við inn á Grundartanga. En svo breyttust tím- arnir, mikið atvinnu- leysi skall á og fólk tók að flýja bæinn. Þá voru góð ráð dýr, eitthvað þurfti að gera því á Akra- nesi hefur alltaf verið duglegt fólk með mikið vinnuþrek. Margar hug- myndir voru ræddar og sú sem varð ofan á hjá þáverandi stjórnvöldum var álver við hliðina á Járn- blendiverksmiðjunni. Amerískur álr- isi vildi reisa verksmiðju og nú byrj- aði ballið. Stofnuð voru samtökin „Sól í Hvalfirði“, landinu til varnar og alls konar hópar settu sig upp á móti þessum áformum. Sagt var hátt og skýrt: „Verið rólegir Skagamenn, ef álverið kemur ekki fáið þið bara eitthvað annað.“ Í fyrstu trúðu þessu sumir því einn stjórnmálaflokkurinn, Vinstri grænir, gerði sérstaklega út á þetta og því hélt fólk að þeir væru með hugann við stórt og mikið fyr- irtæki með kennitölu og fram- kvæmdastjóra. Var í því ljósi tekin frá allstór spilda á Akranesi. Sem betur fer tókst þessum öflum ekki að leiða okkur yfir hvern lækinn á fæt- ur öðrum í leit að sæl- unni því stjórnvöld, með Framsóknarflokk- inn í broddi fylkingar, voru með einn fugl í hendi sem gaf af sér tækifæri fyrir fólkið. En sælan sem Vinstri grænir lofuðu reyndist tálsýn ein, enda hvíla nú bara skuldir á spild- unni góðu hér á Akra- nesi sem enn stendur tilbúin fyrir fyrirtækið góða. Við viljum „eitthvað annað“. Þennan ljóta leik hafa nú- verandi stjórnvöld verið að leika gagnvart Húsvíkingum enda ráða nú ríkjum Vinstri grænir með sína töfralausn um „Eitthvað annað hf.“ Norðurál og Járnblendiverksmiðjan hafa í mörg ár skapað fjölda fjöl- skyldna góða afkomu og ekki má gleyma öllum störfunum sem tengj- ast þessum vinnustöðum og verða til vegna margvíslegrar þjónustu og vörukaupa í kringum þá. Nyti þess- ara fyrirtækja ekki við væri Akranes og nærsveitir illa staddar. Það þarf oft kjark og áræði til að sigla á móti straumnum, ef hann er þá í raun til. Framsóknarfólk eins og aðrir nátt- úru- og umhverfissinnar gerir sér þrátt fyrir þetta grein fyrir því að það getur verið dýrt að vera til og oft þarf að taka ákvarðanir í atvinnu- málum sem geta hugsanlega haft áhrif á umhverfið. Það eru hinsvegar til ýmsar lausnir til að koma í veg fyrir þessi áhrif og fylgja þarf eftir þeim stöðlum og þeim kröfum sem við þurfum að gera. Á því sviði ættu hinir sjálfskipuðu umhverfissinnar að koma að málum og fylgjast með mælingum á umhverfisáhrifum og ef út af bregður þurfa fyrirtækin að sjálfsögðu að bregðast við, ella verði þeim lokað eftir tilskilinn frest. Slíkt á jafnt að gilda um lítil sem stór fyr- irtæki, í hvaða atvinnugrein sem þau eru. Það væri auðvitað mjög gott ef all- ir gætu setið heima og skrifað bækur eða gert kvikmyndir. Lífið er hins- vegar ekki svo einfalt og ég hvet alla til að kynna sér af sanngirni þá miklu uppbyggingu sem átt hefur sér stað í kringum verksmiðjurnar á Grundartanga. Þetta segi ég þótt ég vilji setja þessum verksmiðjum strangari kröfur varðandi meng- unarmál en þar treysti ég auðvitað á stofnanir sem hafa eftirlitshlutverk á því sviði og umhverfisráðuneytið. Ég treysti því líka að umhverfissinnar fari í auknum mæli að vinna með samfélaginu sem þeir búa í í stað þess að vinna á móti því. Við viljum „eitthvað annað hf.?“ Eftir Kristján Heiðar Baldursson »… ég hvet alla til að kynna sér af sann- girni þá miklu uppbygg- ingu sem átt hefur sér stað í kringum verk- smiðjurnar á Grund- artanga. Kristján Heiðar Baldursson Höfundur er smiður. ÉG VIL benda Ingibjörgu og öðr- um þeim sem eru að verja gerðir Baldurs Guðlaugssonar og slíkra manna á eftirfarandi: Maður í hans stöðu ætti að falla með eigin braski og taka fallinu „like a man“ eða eins og sú persóna sem vinir hans og vandamenn hafa verið að lýsa honum undanfarið. Hann stendur einfaldlega ekki und- ir þessum guðalýsingum, þvert á móti var hann með gjörðum sínum að lýsa sjálfum sér sem undirlægju og óhæfum ríksstarfsmanni. Hver tapaði peningum á því að hann fékk sína og hvernig eignaðist hann þá o.s.frv. Þetta vekur líka spurningu um spillingu innan fjármálaeftirlits- ins eins og frægt er orðið. Bullið í ykkur er með eindæmum. Hinn al- menni borgari fær ekkert nema skuldir út úr braski slíkra manna sem þú ert að verja. Aðgát skal höfð í nærveru sálar ætti því frekar við um þá sem núna standa uppi með ekki neitt nema reiði, sundr- aðar fjölskyldur og marga harm- leiki sem nú eru að dynja á fjöl- skyldum um land allt svo ekki sé meira sagt. Ég skora á þá sem verja slík fyr- irmenni að hætta því, það veldur einungis meiri reiði, hatri og fyr- irlitningu í garð slíkra manna. Við þurfum að losa okkur við spillingaröflin til að geta öðlast trúna á landi og þjóð að nýju. Stattu með okkur kæra Ingibjörg. „Guð hjálpi Íslandi.“ ÓLAFUR GUNNARSSON, Hjallavegi 8, Reykjavík. Guð hjálpi Íslandi Frá Ólafi Gunnarssyni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.