Morgunblaðið - 13.11.2009, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 13.11.2009, Blaðsíða 20
Heimasíða breska blaðsins Telegraph hefur sett saman lista yfir 20 bestu tískubloggarana. Bloggararnir koma úr öllum áttum og ein- beita sér ýmist að fötum stjarnanna, tískusýningum, því sem þeir sjálfir klæðast, skóm, fylgihlutum eða heimilum. Þeir eiga þó allir sameiginlegt að vera orðnir heimsþekktir fyrir hugleið- ingar sínar um tísku og tískustrauma. Sagt hefur verið frá bloggurunum síðustu föstudaga og birtist hér lokaumfjöllunin. Það er óhætt að kalla blogg ScottsSchumans eitt allra vinsælasta tísku-bloggið í heiminum. Schuman ferðast víða um heiminn með myndavélina að vopni og myndar fólk sem honum þykir fallega klætt, hvort sem það er „venjulegt“ fólk eða fólk á kafi í tískubransanum, t.a.m. Carine Roitfeld, ritstjóri franska Vogue. Hugmyndin er ekki ný af nálinni en blogg Schumans þykir skera sig úr að því leyti að hann hefur næmt auga fyrir smáatriðum. Svo frægur er hann orðinn að hann hefur verið fenginn til að ljós- mynda auglýsingaherferðir fyrir gallabuxna- línu DKNY og þar sem maðurinn þykir nokk- uð myndarlegur hefur hann setið fyrir í auglýsingum fyrir GAP. thesartorialist.com Átískuvef New York Magazine er ekki bara bloggaðum tísku, fatahönnuði, módel, skrautlegar neglureða fallegar íbúðir heldur er fylgst sérstaklega ná- ið með bandarísku forsetafrúnni, Michelle Obama. Undir sérstökum lið sem kallast MObama Watch birtast daglega nákvæmar lýsingar á hverju forsetafrúin klæddist við ákveðið tilefni, hvernig flíkurnar litu út, hver hannaði þær o.s.frv. Í framhjáhlaupi er þess stundum getið hverju Jill Biden, varaforsetafrú, klæddist hafi hún verið viðstödd. Svo fylgir yfirleitt myndasafn hverri færslu. nymag.com/daily/fashion Katie Grand var blaðamaður á tíma-ritinu Pop en ákvað að hætta þarog stofna tímaritið Love, með hjálp fjölmiðlarisans Condé Nast sem gefur m.a. út Vogue, Allure, Vanity Fair og GQ. Þessi ákvörðun Grand vakti mikla athygli og beið tískuheimurinn spenntur eftir að berja nýja tímaritið augun. Blaðið þykir hafa staðið undir væntingum og gott betur og eru lesendur ekki síður sáttir við bloggsíðu blaðsins sem veitir góða innsýn í blaða- og tískuheiminn. Bloggað er um lífið á tímaritinu og tísku og iðulega birtar myndir af blaðamönn- unum í félagsskap Justin Timberlake, Beth Ditto og annarra stjarna. thelovemagazineblog.wordpress.com Það eru ekki mörg tískubloggsem eru orðin það þekkt ogvirt að Donatella Versace hefur gerst þar gestaritstjóri eina dagstund og Frida Giannini, hönn- uður hjá Gucci, sent inn myndir úr sumarfríinu sínu. Það er hins- vegar The Moment, bloggsíða T tímarits New York Times. Þar er fjallað um tísku, förðun, hönnun og ferðalög og vakti athygli fyrir skemmstu þegar síðan fékk, fyrst allra, að birta teikningar af Giv- enchy-búningum sem Madonna klæðist á Sticky&Sweet tónleika- ferðalagi sínu. themoment.blogs.nytimes.com Linda Grant er rit-höfundur ogblaðamaður og heldur úti bloggi um tísku, bækur og allt þar á milli. Hún er þykir hnytt- in en líka hvöss, hvort sem hún svarar spurn- ingum lesenda um hversu mörg skópör konur þurfi að eiga, hvernig viðeig- andi sé að konur yfir fimmtugu klæði sig eða fjallar um reglur um klæðaburð kvenna í Íran. thethoughtfuldresser.- blogspot.com InnanhússhönnuðurinnJames Andrew er mikillspjátrungur. Á hverjum degi birtir þessi New York-búi myndir af sér í nýjustu tísku- flíkunum og er útkoman oft stórundarleg en Andrew fer sjaldan úr húsi án þess að vera með snyrtilega samanbrotinn vasaklút í brjóstvasanum. Klæðnaður hans hefur vakið mikla athygli og á Andrew sér marga aðdáendur. M.a.s. hefur tímaritið Elle Decoration lýst því yfir að Andrew sé uppá- haldsbloggari þess. whatisjameswearing.com 20bestu tískubloggararnir 20 Daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 2009 Hvað viltu lesa? Sendu okkur tölvupóst á daglegtlif@mbl.is Það er búist við löngum biðröðum fyrir utan H&M- verslanir víðs- vegar um heiminn á morgun. Þá hefst sala á flík- um, skóm og fylgihlutum sem Jimmy Choo hannaði fyrir H&M. Á heima- síðu verslunar- keðjunnar, www.hm.com, má sjá flíkurnar sem barist verður um og eru svartir og gráir litir áberandi en inn á milli glittir í skærbláar flíkur og aukahluti. Það er alveg ljóst að fáir munu láta sér það tækifæri úr greipum ganga að eignast flíkur sem merktar eru Jimmy Choo, sérstaklega skó. Og þó að gefið hafi verið út að verðið á flík- unum verði í hærri kantinum, þ.e.a.s. miðað við H&M en ekki verðið sem Jimmy Choo leggur alla jafna á vörur sínar, þá er búist við örtröð og að jafnt konur sem karlar fari að bíða í röðum strax eftir lokun í dag. H&M hefur áður unnið með m.a. Karl Lagerfeld og Stellu McCartney. Tíska Jimmy Choo í H&M Emami-kjóllinn sló í gegn fyrir nokkr- um árum en hon- um er hægt að klæðast á ótal mis- munandi vegu, eft- ir tilefni og löngun hverju sinni, svo alltaf lítur út fyrir að um nýja flík sé að ræða. Emami hefur ráðist í gerð nýrrar fatalínu og verður einnig hægt að nota fötin í nýju línunni á marga vegu. Hægt verður að kaupa þau, og kjól- inn fræga, í Emami-búð sem verður opnuð á morgun á Laugavegi 66. Vegna efnahagslegra aðstæðna hér á landi ákvað Emami að niðurgreiða vörur um allt að 25% en að auki verður 15% afsláttur í versluninni alla helgina. Nánari upplýsingar má finna á www.emami.is Ný búð á Laugavegi Ein flík – marg- ir möguleikar Ég hef deitað á djamminu, ég hef deit- að á netinu, ég hef deit- að í gegnum vinnuna, ég hef deitað í gegn- um vini. Ég hef deit- að svo mikið að nú held ég að ég sé næstum búin að deita yfir mig. En fyrir þessu er góð og gild ástæða. Ég nefnilega trúi á ástina og ætla mér að halda því áfram. Mæja er ekki svoleiðis, hún trúir á ástina, sagði vinkona mín við mann sem virtist hafa áhyggjur af öllum þessum deit- um og kossaflensi. Svo sagði hún mér þetta og bætti við: Mæja, þú ert mín Charlotte, þú trúir ennþá á ástina. Þetta var það fallegasta sem sagt var við mig þennan daginn og ef ég get verið einhvers konar fyrirmynd í formi Char- lotte þá er ég sátt. Ef öðrum finnst ég vera ör- vingluð einhleyp kona þá þeir um það. Á meðan ég hef gaman af þessu öllu saman ætla ég mér að halda uppi merkjum og vera sterk og sjálf- vera despó. Það er alveg hræðilegt að vera despó og ekki skal játa slíkar syndugar hugs- anir fyrr en í fulla hnefana. Enda er óhæfa að viðurkenna það að mann langi að finna mann og verða ástfangin. Þið sjáið nú bara allt fólk- ið þarna úti í pörum, það er augljóst að þau hafa látið eftir syndinni og eru ekki með öll- um mjalla. Einhleypa konan stígur því fæti sínum út í deitfrumskóginn og með hug- rekki sínu og sjálfstrausti tekur hún á hverjum þeim apa sem kann að koma nið- ur úr trénu og dæsir í hvert sinn sem hann er ekki Tarzan. En despó skal hún ekki verða, ó nei, nei, örvæntinguna vondu skal hún brenna á báli og setja bara plástur yfir þegar hún stígur á grein eða er bitin af grimmu frumskógardýri. Svo stendur hún upp, reyrir gullband um sig miðja og hífir sig ákveðið upp í næsta tré. Hún er nefni- lega löngu hætt að nenna að bíða eftir apanum og hefur ákveðið að taka leit- ina að Tarzan í sínar eigin hendur. María Ólafsdóttir maria@mbl.is stæð kona sem leitar að ástinni. Ég er enginn björgunarbátur, skrifaði maður einn á deitsíðu og kveikti ljós í huga mér. Ég er einmitt ekki að leita að björgunarbáti, ég er á siglingu á mínu eigin glæsilega skemmtiferðaskipi og hver myndi vilja stökkva af því og láta allt sigla í strand fyrir einhvern líf- vörð sem kæmi um borð í einni höfninni? Ekki ég, en ef hann vill hjálpa til við að sigla skipinu og halda uppi skemmtun um borð þá er honum það meira en velkomið. Dauðasynd hverrar einhleyprar konu virðist vera örvænting eða það sem stelpur kalla sín á milli í daglegu máli að Heimur Maríu Þjóðin bíður spennt ár hvert eftir nýrri bók frá Arnaldi Ind- riðasyni. Skemmst er frá því að segja að Svörtuloft er prýðileg glæpa- saga, vel samin, spennandi og kemur á óvart. Kona sem sökuð er um fjárkúgun er myrt og rannsóknin fer í óvæntar áttir. Ógæfumaður kemur einnig nokkuð við sögu. Erlendur er fjarri sögusvið- inu og er vitaskuld sárt saknað. Sig- urður Óli er nú í forgrunni og glímir við erfiðleika í einkalífi. Engum ætti að leiðast lesturinn og Arnaldur sannar enn eitt árið í röð að hann er langbesti glæpasagnahöf- undur landsins og á fyllilega skilið allar þær viðurkenningar og vinsæld- ir sem honum hafa hlotnast. Arnaldur klikkar ekki. kolbrun@mbl.is Bókin Arnaldur klikkar ekki ’Dauðasyndhverrar ein- hleyprar konu virðist vera örvænting
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.