Morgunblaðið - 13.11.2009, Side 47
Menning 47FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 2009
Árið 1884 skrifaði breskur stærð-fræðikennari, Edwin A. Abbott aðnafni, ævintýralega skáldsögu semheitir Flatland og gerist í tvívíðri
veröld þar sem allir hlutir hafa bara eina
hlið. Aðal söguhetjan er ferningur sem lifir
einföldu flötu lífi allt þangað til hann fær
óvænta heimsókn frá kúlu úr þrívíðum
heimi. Ferningurinn verður a.s. fyrir upp-
ljómun en gengur hins vegar illa að sann-
færa önnur tvívíð form í Flatlandi um að til
séu þrívíð form sökum þess að hann nær
ekki að tengja hið tvívíða og þrívíða saman í
eina mynd.
Á sýningu Egils Sæbjörnssonar, Starandi
og frásögn, í Listasafni Reykjavíkur –
Hafnarhúsi er heimurinn skoðaður með
augum tvívíðra vera, neanderthal-manna
sem búa innan tvívíðs skjámyndaheims og
spjalla saman um lífið og tilveruna and-
spænis hvor öðrum, vegg í vegg (þeir
skynja semsagt rýmið sín á milli). Í sama
sal eru einnig fundnir hversdagslegir hlutir
sem listamaðurinn setur fram með texta
eins og að hlutirnir séu honum framandi,
rétt eins og þeir væru væntanlega framandi
fyrir neanderthal-skjámönnum. Samtalið á
milli skjámannanna minnir eilítið á upp-
fræðslusjónvarpsefni fyrir börn eins og
þekkist í Stundinni okkar. Hið sama má
segja um gjörninginn The Mind (Hugurinn)
sem listamaðurinn framdi í Fjölnotasalnum
um helgina sem leið þar sem hann og
Marcia Moraes veltu fyrir sér eðli hugans
með samskonar látbragði og Birta og Bárð-
ur eða Skoppa og Skrítla gera þegar þau
„leggja inn“ stórar spurningar og mik-
ilvægar upplýsingar fyrir börn (þetta er
semsagt barnvæn eða fjölskylduvæn sýn-
ing). Ég verð að viðurkenna að mér þykir
eitthvað pirrandi við þessa aðferð, en það er
ekki endilega neikvætt. Þetta er jú þekkt
aðferð í sjónvarpi og þangað sækir lista-
maðurinn myndmál sitt, helst þá í heim
teiknimynda.
Annar hluti sýningarinnar (og gjörnings-
ins) snýst um að tvinna saman tvívíðan og
þrívíðan myndheim með því að varpa tölvu-
breyttum kvikmyndum á raunverulega
hluti. Kassar sem standa upp við vegg taka
skyndilega á flug og banani svífur þeirra á
milli, borðtenniskúlur skoppa á milli dalla
og taka margskonar u-beygjur á leiðinni og
Morandi kyrralífs-uppstilling á hillu breyt-
ist í samræmi við skjámynd.
Egill leggur mikla áherslu á skemmt-
anagildi í listaverkum sínum, án þess að það
taki yfir listina. Hann spilar á jaðrinum með
einhverskonar „artentainment“ innsetn-
ingum og á ekki í neinum erfiðleikum með
að sýna okkur Flatland, Formland eða
Kúluland með hjálp teiknimynda og tölvu-
tækni.
Flatland, formland og kúluland
Morgunblaðið/Heiddi
Listaverk Í verkinu „Grátt kyrralíf“ gæðir
Egill Sæbjörnsson uppstillingu lífi og litum
með hjálp skjávarpa.
Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús
Egill Sæbjörnsson
bbbbm
Opið alla daga frá 10.00-17.00, fimmtudaga til
22.00. Sýningu lýkur 3. janúar, 2010. Aðgangur
ókeypis.
JÓN B.
K. RANSU
MYNDLIST
METSÖLUSKÁLDIÐ af Jökuldal, Ingunn
Snædal, er mætt til leiks með sína þriðju
ljóðabók, en hún ber heitið komin til að vera,
nóttin. Guðlausir menn, hugleiðingar um jök-
ulvatn og ást var tilnefnd til bókmenntaverð-
launanna árið 2006 og á síðasta ári var Í fjar-
veru trjáa, vegaljóð, metsölu-ljóðabók
sumarsins. Bókin fjallar um ástina – eða
skort á henni. Í tilefni af útgáfunni verður
boðið til útgáfufagnaðar í Eymundsson,
Skólavörðustíg, kl.17 í dag þar sem Ingunn les úr bókinni. Allir
velkomnir.
Bókmenntir
Ný bók Ingunnar Snædal
Ingunn Snædal
HLJÓMSVEIT Tónlistarskólans í Reykja-
vík heldur tónleika í Neskirkju, á morgun,
laugardag, kl. 17. Á efnisskránni eru klass-
ísk og rómantísk verk; forleikur að óperunni
La Clemenza di Tito eftir Wolfgang Ama-
deus Mozart; Klarinettukonsert nr. 2 í Es-
dúr eftir Carl Maria von Weber, en þar leik-
ur Matthías I. Sigurðsson klarinettuleikari
einleik, og loks Holberg-svítan fyrir
strengjasveit eftir Edvard Grieg. Stjórnandi
hljómsveitarinnar er Sigurgeir Agnarsson sellóleikari. Allir eru
velkomnir á tónleika Hljómsveitar Tónlistarskólans.
Tónlist
Matthías einleikari
Neskirkja
GUNNAR Gunnarsson opnar mál-
verkasýninguna Til...raunir í Listasal
Garðabæjar á Garðatorgi á morgun. Í
sýningarskrá segir: „Myndmál Gunnars
er bæði sterkmótað og flæðandi org-
anískt. Stundum er eins og búast megi
við að upp úr óreiðunni spretti verur og
fari á stjá en í öðrum verkum hans er
óreiðan hamin og formin furðu ströng. Þar sem strangleikinn
ræður ríkjum má þó yfirleitt greina spennuna á myndfletinum
eins og formin séu að reyna að brjótast hvert frá öðru eða sam-
einast á nýjan hátt.“ Opið er alla daga kl. 15-18 til 22. nóv.
Myndlist
Sterkmótað myndmál
Eitt verka Gunnars.
Eftir Bergþóru Jónsdóttur
begga@mbl.is
EDDA – öndvegissetur er nýr vett-
vangur fyrir samtímarannsóknir með
áherslu á samfélags- og menning-
arrýni, jafnrétti og margbreytileika.
Irma Erlingsdóttir, framkvæmda-
stjóri setursins, hóf undirbúning að
verkefninu haustið 2007 og hefur
unnið að því sleitulaust síðan ásamt
Sigríði Þorgeirsdóttur, dósent í heim-
speki, og Val Ingimundarsyni, pró-
fessor í sagnfræði, að koma hug-
myndinni í framkvæmd.
Háskóli í víðasta samhengi
„Öndvegissetrin eru konsept-
miðuð og ganga út á það að settar séu
markáætlanir þar sem þeim mark-
miðum sem stefnt er að er lýst og
ávinningnum fyrir samfélagið og
fræðin. Þau sýna að þörf er á til-
teknum áherslum í vísindasamfélag-
inu með því að rökstyðja að styrk-
leikar séu fyrir hendi sem bjóða upp á
vaxtarmöguleika í ýmsar áttir,“ segir
Irma.
Við eigum í öflugu samstarfi við að-
ila utan vísindasamfélagsins, en verk-
efnið er vistað hjá Háskóla Íslands.
Við lítum á það sem háskóla í víðasta
samhengi. Ef við t.d. fáum góðar
verkefnahugmyndir frá öðrum há-
skólum innanlands, þá gætu þær ver-
ið teknar inn í setrið og styrktar.“
Leitað verður eftir hugmyndum
hér á landi og erlendis, að sögn Irmu,
með samvinnu og tengslaneti rann-
sakenda, stofnana, fyrirtækja,
frjálsra félagasamtaka og hug-
myndaveitna. Hún segir að frá upp-
hafi hafi markmiðið verið að stofna
öflugan rannsóknavettvang, þar sem
nýtt yrði sú þekking og þeir mögu-
leikar sem til staðar væru á tilteknum
þekkingarsviðum. Ýmislegt hafi þó
gerst frá því að fyrstu áætlanir voru
gerðar; þar vegi efnahagskreppan
þyngst.
„Við vildum auðvitað strax bregð-
ast við efnahagskreppunni. Það sem
við gerðum þegar við auglýstum í
fyrsta skipti eftir verkefnum var að
óska eftir því að rannsóknirnar mið-
uðu að því að skýra áhrif kreppunnar
bæði í innlendu og alþjóðlegu sam-
hengi. Komið er inn á ýmis svið eins
og áhrif kreppunnar á velferðaríkið,
jafnréttismál, þróunarmál, marg-
breytileika, menningu, stjórnmál og
öryggismál. Eitt helsta markmiðið er
því að fjalla um áhrif hinnar al-
þjóðlegu fjármálakreppu og banka-
hrunsins hér á menningu, stjórnmál
og félagskerfi. Við viljum m.a. gera
tilraun til að endurskilgreina hug-
takið „uppbygging“ með því að setja
það í víðara innanlandspólitískt og
þverþjóðlegt samhengi og með skír-
skotun til ójafnra valdatengsla. Það
þarf m.a. að rannsaka hvernig hin
pólitíska stétt missir tökin á valdinu,
verður að sætta sig við aðgerðir sem
ætlað er að þrengja valdsvið hennar
og stuðla að auknu lýðræði. Hvert
leiða slíkar „umbætur“, hverjir leiða
þær og hvaða afleiðingar hafa þær?
Það er kappsmál EDDU – öndveg-
isseturs, að starfsemin þar sé í sam-
ræðu við samfélagið. Við viljum að
þau verkefni sem við styrkjum séu
gagnrýnar samtímarannsóknir. Fjár-
málakreppan, og aðrar kreppur sem
herja á okkur, eins og til dæmis hlýn-
un jarðar, kalla á samfélagsbreyt-
ingar; róttækar aðgerðir og breytta
lífssýn,“ segir Irma.
Styrkurinn sem EDDA – öndveg-
issetur fékk, nemur 35 milljónum á
ári í allt að sjö ár. Eftir þrjú ár verður
verkefnið tekið út og árangurinn met-
inn. Það ríður því mjög á, að sögn
Irmu, að verkefnið skili árangri.
„Þetta er stærsti styrkur sem út-
hlutað hefur verið á sviði hug- og fé-
lagsvísinda á Íslandi. Möguleikar
okkar til uppbyggingar eru því góðir.
Við auglýstum fyrst eftir umsókn-
um í haust, fengum þær inn í október,
og erum núna að meta þær. Umsókn-
irnar fara í gegnum hefðbundið mats-
ferli, en það er einnig metið hversu
vel þær falla að áherslum setursins.“
Samkvæmt Markáætlun vísinda-
og tækniráðs ber EDDU – öndveg-
issetri að sinna rannsóknum sem lúta
að íslensku samfélagi og styrkja þar
með íslenskt samfélag með þekking-
arsköpun. En þótt áherslan sé íslensk
leggur EDDA áherslu á alþjóðleg
fræðatengsl. Tveir erlendir prófess-
orar eiga sæti í stjórn setursins og
fjöldi erlendra sérfræðinga á sæti í
bæði í ráðgjafahópi þess og í mats-
nefnd.
Allt litróf fræðasviðsins
Þrjátíu og fimm umsóknir bárust
EDDU í október og segir Irma að
þær spanni mikla og þverfaglega
breidd og fjölbreytni, en lúti að sam-
tímarannsóknum á áherslusviðum
setursins. Sótt er um verkefni fyrir
um 170 milljónir króna og því ljóst að
aðeins verður hægt að styrkja hluta
þeirra. „Það verður ekki auðvelt að
velja þegar til kastanna kemur, enda
um margar metnaðarfullar umsóknir
að ræða,“ segir Irma.
Irma Erlingsdóttir stýrir EDDU, nýju setri í jafnréttis- og margbreytileikarannsóknum á Íslandi
Í samræðu við samfélagið
Morgunblaðið/Árni Sæberg
EDDA „Þetta er stærsti styrkur sem úthlutað hefur verið á sviði félags- og
hugvísinda á Íslandi,“ segir framkvæmdastjórinn, Irma Erlingsdóttir.
Á morgun stendur EDDA - öndveg-
issetur fyrir málþingi í Öskju frá kl.
14.30-18.
„Valur Ingimundarson, prófessor
í sagnfræði, fjallar um kreppu-
stjórnmál og fortíðarvanda.
Jeff Hearn, prófessor við Linköp-
ing-háskóla, talar um þróun þver-
þjóðlegra kynjarannsókna á
krepputímum.
Á næsta hluta málþingsins verð-
ur rætt um þróunarsamvinnu. Þar
tala Kum-Kum Bhavnani og John
Foran, prófessorar við Kaliforníu-
háskóla. Loks tölum við Annadís
Gréta Rúdolfsdóttir og Sigríður Þor-
geirsdóttir um jafnréttisskólann
sem við höfum verið að setja á lagg-
irnar. Sigríður Dúna Kristmunds-
dóttir stjórnar svo umræðum.“
EDDA og þverþjóðlegar umbreytingar
Irma og Sigríður Þorgeirsdóttir
standa að stofnun alþjóðlegs
jafnréttisseturs í samstarfi við
utanríkisráðuneytið, en skólinn
er fjármagnaður af Þróunar-
samvinnu Íslendinga. „Þetta er
samskonar hugmynd og að Jarð-
hitaskóla Sameinuðu þjóðanna,
Sjávarútvegs- og Landgræslu-
skólanum, sem allir eru nú skólar
Sameinuðu þjóðanna. Við erum í
þriggja ára undirbúningsferli að
því að sameinast háskóla SÞ líkt
og hinir skólarnir hafa gert.
Þetta verður þá Jafnréttisskóli
Sameinuðu þjóðanna á Íslandi.
Það má segja að Jafnréttisskól-
inn sé fyrsta afurð EDDU.“
Nýráðinn skólastjóri Jafnrétt-
isskólans er dr. Annadís G. Rú-
dolfsdóttir og fyrstu nemarnir,
frá Gaza og Afganistan koma til
landsins í næstu viku.
Jafnréttisskólinn