Morgunblaðið - 13.11.2009, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 2009
Mundar hnífinn Hann er ekki árennilegur maðurinn með keðjusögina. Mikill niðurskurður hjá hinu opinbera er staðreynd og spurning hvort niðurskurðarhnífurinn er hér mundaður í
bókstaflegri merkingu. Embætti sérstaks saksóknara er tiltölulega nýtt og vart við því að búast að þar verði mikið skorið. Þá má velta því fyrir sér á hvaða leið maðurinn með hnífinn er!
Golli
ÞAÐ er grátlegt að
horfa upp á tímann sem
eytt hefur verið á und-
anförnum mánuðum í
lítil og fá skref til fram-
fara fyrir heimilin. Það
er deginum ljósara að
þessar smáskammta-
lækningar duga
skammt. Þessu virðist
m.a. Benedikt Sigurð-
arson, samfylking-
armaður að norðan,
sammála:
„Greiðsluaðlögun – og nú síðast
„greiðslujöfnun“ eru algerlega mis-
heppnaðar aðgerðir; – og sl. föstu-
dag komu fulltrúar frá ASÍ og
Íbúðalánasjóði og fleiri fram í fjöl-
miðlum og réðu fólki frá því að nýta
sér greiðslujöfnun verðtryggðra
lána – af því hún væri „ekki lausn“.
Árni Páll Árnason verður að stíga til
baka; biðjast afsökunar – og kalla
aðila til efnislegs samráðs um skjóta
og skilvirka „endurskipulagningu
verðtryggðra skulda heimilanna“ –
ef félagsmálaráðherrann er ekki
reiðubúinn til að bregðast við þess-
ari afhjúpun AGS – þá á hann líklega
ekki annarra kosta völ en segja af
sér ráðherradómi.“
Þetta eru orð samflokksmanns
forsætisráðherra og félagsmálaráð-
herra. Ljóst er að ríkisstjórnin hefur
ekki leyst verkefnið sem fyrir hana
var lagt en það er svo sem ekki ný-
lunda á þeim bænum.
Samkvæmt skýrslu AGS hljóðar
afskriftarþörf fjármálafyrirtækja
vegna skulda heimilanna upp á um
600 milljarða. Málið er gríðarlega
stórt og snúið og verður að leysa án
þess að tortryggni eða reiði verði
ráðandi. Skynsamlegasta leiðin til
þess að takast á við skuldavanda
heimilanna er að ná sem allra fyrst
breiðri sátt, samfélagslegri og
stjórnmálalegri. Sú leið mun fyrst og
fremst styrkja stöðu heimilanna og
fjölskyldnanna í landinu. Við sjálf-
stæðismenn lögðum þetta til í sumar
og gerum það enn.
Við erum reiðubúin í
slíka vinnu. Heimilin
þurfa skýrari svör,
réttlátari nálgun. Eða
er forsætisráðherra
búinn að gleyma sín-
um félagslegu rótum?
En það er ekki bara
óvissan og tafapólitík
ríkisstjórnarinnar
sem veldur áhyggjum
heldur ekki síður þær
klyfjar sem lands-
menn þurfa að taka á
sig skv. stefnu vinstri
stjórnarinnar. Fjármálaráðherra
mætir glaðbeittur í viðtal og boðar
hækkun staðgreiðslu upp í allt að
50%. Það þýðir að frá því að þessi
ríkistjórn tók við völdum mun fólk
með 500 þúsund krónur í mán-
aðarlaun missa ein mánaðarlaun til
viðbótar til ríkisins. Og það á sama
tíma og matarreikningar hafa hækk-
að, húsnæðislánin hafa hækkað og
erfitt ástand ríkir á fasteignamark-
aði. Venjulegt fólk, með venjuleg
heimili, vill fá að njóta tekna sinna til
að standa undir skuldbindingum sín-
um. Fólk gerir sér mætavel grein
fyrir að það þurfa allir að axla
ábyrgð en þær klyfjar sem rík-
isstjórnin leggur á fólk og fyrirtæki
mega ekki verða til þess að fólk kikni
undan þeim, geti ekki meir. Hættan
er að umsvifin í atvinnulífinu dragist
saman og skatttekjur þar af leiðandi
minnki.
En það er líka deginum ljósara að
þótt ekkert hrun hefði verið þá hefði
þessi vinstri stjórn hoggið í sama
knérunn, hún hefði alltaf hækkað
skatta, það er henni einfaldlega í
blóð borið. Hér heima erum við nú
rækilega minnt á roðann í austri, það
er kaldhæðnislegt þegar á sama
tíma er minnst falls Berlínarmúrsins
fyrir 20 árum og þeirrar hug-
myndafræði sem hann var tákn-
mynd fyrir. En fyrir 20 árum voru
Steingrímur og Jóhanna líka í rík-
isstjórn.
Við erum nefnilega í baráttu við
klisjukennda hugmyndafræði og
kreddupólitík, ekki síst á sviði rík-
isfjármála og atvinnumála. Á svona
tímum þegar skuldavandi ein-
staklinga og fyrirtækja er allt að því
yfirþyrmandi þá eru meiri byrðar
með hærri sköttum ekki lausnin – þá
verður að leita allra leiða áður en sú
vegferð er farin. Allra. Við sjálfstæð-
ismenn höfum í þessu skyni lagt
fram lausnir. Við höfum t.a.m. bent á
að afnema núverandi frestun á skatt-
lagningu séreignarsparnaðar en sú
ráðstöfun ein mundi skila um 115
milljarða kr. eingreiðslu til hins op-
inbera á næsta ári; um 75 milljörðum
til ríkisins og 40 til sveitarfélaganna
en þau eiga verulega á brattann að
sækja við að standa undir þeirri
grunnþjónustu sem gerð er krafa
um.
Það er einnig lykilatriði að fjölga
störfum. Best væri nú að byrja á því
að ríkisstjórnin stæði við gerða
samninga. Með því að fjölga störfum
um 5000 aukast tekjur ríkissjóðs um
15 milljarða árlega við það að at-
vinnulaust fólk fer að greiða skatta
og opinber gjöld.
Ríkisstjórnin á að gera sér það
ljóst að Íslendingar vilja vinna, þeir
vilja vera sjálfbjarga og leggja sitt af
mörkum við uppbyggingu sam-
félagsins. Þeir vilja ekki að sér stillt
upp við vegg. Þeir vilja að á þá sé
hlustað.
Umhverfisráðherra segir í út-
varpsviðtali að það þýði ekki að tala
um að annað hvort sé það álver eða
dauði. Hver hefur verið að tala þann-
ig, hver segir það og í hvaða búning
er verið að setja málin? Kreddurnar
í ríkisstjórninni eru að stoppa fram-
farir og fjölbreytt atvinnutækifæri
hvort sem það er á sviði nýsköpunar,
stóriðju eða ferðamannaiðnaðar.
Svo einfalt er það. Fólkið á Suð-
urnesjum fór í kröfugöngu á sunnu-
daginn því það vill atvinnu strax, það
hefur ekki tíma til að bíða eftir
spunameisturum stjórnarflokkanna
til að réttlæta aðgerðarleysi rík-
isstjórnarinnar. Forsætis- og fjár-
málaráðherra þurftu ekki endilega
að mæta í gönguna til að skynja
þessa æpandi þungu kröfu þótt fjar-
vera þeirra hafi verið fyrirsjáanleg.
En það var svo sem eftir öðru.
Það er skylda allra stjórnmála-
manna að veita fólkinu von, rík-
isstjórnin hefur alla möguleika til að
hætta þessum þvergirðingshætti
sem einkennir hennar vinnubrögð,
hún getur farið að hlusta á fólkið í
landinu, forsvarsmenn atvinnulífs-
ins og sitt eigið fólk, vel að merkja.
Það væri að minnsta kosti góð byrj-
un.
Eftir Þorgerði Katr-
ínu Gunnarsdóttur »… þær klyfjar sem
ríkisstjórnin leggur
á fólk og fyrirtæki mega
ekki verða til þess að
fólk kikni undan
þeim …
Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir
Höfundur er alþingismaður.
Breiða sátt fyrir heimilin
ÝMSIR eiga sér þann draum að
Ísland verði „norrænt velferð-
arríki“. Þeir sem ég þekki og búa
„meira að segja í Svíþjóð“ þekkja
ekki þennan draumkennda veru-
leika. Ekki birtist hann heldur á
síðum dönsku blaðanna þegar
maður rekst á þau. En draum-
veruleikinn lifir a.m.k. á ýmsum
fréttastofum hér heima. Maður
sem er sérfræðingur á mörgum
ólíkum sviðum og varð ráðherra
fyrir vill fá norrænar skattapró-
sentur.
Nú er það svo að skattbyrði
verður ekki reiknuð með skat-
taprósentu einni saman þótt hún
sé hluti af dæminu. Menn verða
sem sé líka að huga að því hvaða
undir Norðurlandabúa á þúsundir
ofan hafa flutt heimili sitt til
Lundúna, stærstu skattaparadísar
heims. Það þarf bara flugsæti til
að flytja þjónustufyrirtæki í heilu
lagi milli landa. Hvernig væri að fá
háskólakennara í starfsleyfi, sem
er meira að segja innan seilingar,
til að slá máli á tekjutap næstu
ára, bara af þessum sökum? Í
þetta sinn gætu spádómsorðin
komið fyrirfram, ekki eftirá.
Skattstigar eru nefnilega þeirrar
gerðar að það er auðveldara að
fara upp en aftur ofan. – Það er nú
svo.
frádráttarliðir séu heimilir í
hverju landi og hver sé per-
sónufrádráttur eða afsláttur. Taka
þarf með millifærslur af öllu tagi,
svo sem barna- og fjölskyldubæt-
ur. Að lokum skoðast nið-
urgreiðslur á þjónustu (t.d. á leik-
skólum), endurgreiðslur námslána
og vaxtabyrði heimila til að fá sem
besta mynd af raunverulegri
greiðslubyrði. Ég legg til að þingið
láti setja upp töflu með svona út-
reikningum á eitt blað. Það er ekki
svo langt síðan maður hóf aftur
störf í fjármálaráðuneytinu sem er
allra manna flinkastur í svoleiðis.
Að lokum þetta: Ætlunin er
væntanlega sú að afla ríkissjóði
aukinna tekna til langframa. Þús-
Einar S. Hálfdánarson
Brattir skattstigar
Höfundur er hæstaréttarlögmaður
og löggiltur endurskoðandi.
23