Morgunblaðið - 13.11.2009, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 13.11.2009, Blaðsíða 32
32 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 2009 Ungdómurinn festir gjarnan auga á þeim sem eru nokkrum ár- um eldri, eða þannig fór mér á mennta- skólaárum á Akureyri um miðja síð- ustu öld. Einn í þeim hópi var Flosi Ólafsson tveimur bekkjum ofar í skólanum, hnellinn og glaðvær og til alls líklegur þegar slegist var á göngum í frímínútum. Þann 31. jan- úar 1952 kviknaði í stóru timburhúsi við Hafnarstræti 66 nær beint niður af MA. Þar bjuggu þá þrjár fjöl- skyldur, á aðalhæð Pétur Lárusson kaupmaður. Austanstormur var á og magnaði eldinn svo að Sjónarhæð og fleiri hús voru í hættu. Þetta var um hádegisbil og þustu nemendur niður brekkuna til að fylgjast með eldsvoð- anum. Stóðu sumir álengdar en aðrir gengu vasklega fram við að bjarga innanstokksmunum. Flosa héldu engin bönd. Hann hentist að brenn- andi húsinu, sparkaði upp glugga á neðstu hæð, en skarst þá illa á fæti og varð frá að hverfa alblóðugur. Svo skjótráður var hann og sást ekki allt- af fyrir. Þessi sena hefði sómt sér í hvaða bardaga sem var í Íslendinga- sögum. Slot þetta hafði verið byggt 1896 sem fundarhús, m.a. fyrir Gleðileikafélagið, og líklega hefur Flosi fengið í þessari eldraun neista fyrir lífshlaupið. Þetta voru eldfimir tímar, einnig í heimsmálum, þar sem fylkingar sigu saman úr austri og vestri og ný- frjálst Ísland var lagt undir herstöð þvert ofan í gefin fyrirheit. Í MA skiptust menn í hópa í viðhorfi til kjarnorkublikunnar og umræður í málfundafélaginu Hugin snerust oft- ar en ekki um heimsmálin og var jafnan tekist á um formennsku í fé- laginu. Einnig þar kom Flosi við Flosi Ólafsson ✝ Flosi GunnlaugurÓlafsson fæddist í Reykjavík 27. október 1929. Hann lést á Landspítalanum 24. október sl., í kjölfar umferðarslyss, og var jarðsunginn frá Reyk- holtskirkju 31. októ- ber. sögu á eftirminnilegan hátt þegar hann var kosinn formaður 12. október 1951 með 84 atkvæðum en sá mót- frambjóðandi sem næstur kom fékk 81 atkvæði. Þá var hálft ár liðið frá endurkomu bandaríska hersins. Skólastjórn og hægri- mönnum í skólanum leist ekki á þennan nýja formann á við- sjárverðum tímum. Settur skólameistari var þá Brynleifur Tobíasson í fjar- veru Þórarins Björnssonar sem var í boðsferð vestanhafs. Umdeild tveggja vetra landsprófsdeild var þá við skólann og hafði starfræksla 1. bekkjar ekki hlotið blessun mennta- málayfirvalda en nemendur „náms- flokksins“ tekið þátt í kosningunni. Notaði skólameistari það þegar næsta dag, að höfðu samráði við Björn Ólafsson þá menntamálaráð- herra, sem tylliástæðu til að lýsa kjör Flosa ógilt. Var kosningin þá endurtekin en leikar fóru svo að Flosi var aftur kjörinn formaður, nú með 127 atkvæðum gegn 112. Í kjöl- farið komu eftirminnilegir átaka- fundir. Skólavist Flosa nyrðra varð nokk- uð skrykkjótt og 6. bekk las hann ut- anskóla á Staðastað með vini sínum Stefáni Scheving undir handleiðslu Þorgríms prests. Báðir luku þeir stúdentsprófi nyrðra vorið 1953 og flaug Flosi hæst í leikfimi. Þessi óvenjulegi Vesturbæingur reyndist líka fimur þegar út í lífið kom, hvort sem var á sviði eða með penna í hendi. Bekkjarbróðir hans að norð- an, Kjartan Ólafsson ritstjóri Þjóð- viljans um skeið, vissi gjörla hvað í æringjanum bjó og réð hann til rit- starfa sem glöddu okkur lesendur blaðsins meira en flest annað í heilan áratug. Hjörleifur Guttormsson. Arfleifðin eftir Flosa er kannski meiri en liggur í augum uppi. Hann lét okkur fá það óþvegið og bætti þjóðarsálina. Hann gerði grín að sjálfum sér og leyfðist því að gera grín að okkur. Þjóðin hló og sá sig í réttu ljósi. Grínið segir oft sannleik- ann betur en alvaran. Ég man fyrst eftir Flosa í kátum hópi ungmenna í Skíðaskálanum um miðja síðustu öld. Lilja var einnig í hópnum. Flosi fór mikinn í gríninu. Ég var barn en sá að Flosi var fyrst og fremst að fanga athygli hennar. Það skildi ég mætavel. Hópurinn naut þess að Flosi vildi heilla Lilju. Þjóðin hefur notið þess einnig. Síðan kemur annað þeirra varla í hug mér nema hitt fylgi með. En Flosi var ekki bara skemmti- legur og margfróður heldur hlýr eins og hann á kyn til. Ég þekki það hjá náfrændum hans og stjúpbræðrum mínum, Dóra og Erni, sonum Bjarna, móðurbróður Flosa. Þeir enda í miklu vinfengi við frænda sinn. Hver heimsókn að Bergi til Flosa og Lilju var hátíð. Ekki síst ef þar var endapunkturinn í hestaferð með þeim frændunum öllum og Lilju, Óla og Betu. Þvílíkt ævintýri og gleði. Atvik úr hestamennsku fyrri ára kemur í hugann. Við konan mín þá- verandi hittum Flosa og Lilju á miðri dagleiðinni til Þingvalla á eyði- býlinu Selkoti og slógum upp veislu, sem stóð langt fram á nótt. Þá lögð- um við á hrossin og við konan mín riðum niður í Hestagjá með hestana en við áttum pantaða gistingu í Val- höll. „Við finnum okkur pláss þar sem við höllum okkur,“ sögðu þau Lilja og Flosi þegar leiðir skildi í hálsinum ofan Kárastaða og hurfu út í sumarnóttina, léttlynd, kát og vel- ríðandi að vanda. Veisluföngin voru sumpart fljót- andi í Selkoti. Seinna þegar mér fannst nóg hafa flotið í mínu lífi voru Lilja og Flosi búin að gera það upp- gjör auðvelt fyrir marga með glensi sínu og gríni. Það var allt í lagi að vera þorstaheftur eins og Flosi. Þau eiga sinn þátt í góðum árangri SÁÁ og AA. Hver vildi ekki vera eins og þau? Valdimar H. Jóhannesson. Hann var brautryðjandi í dag- skrárgerð í sjónvarpi, faðir Ára- mótaskaupanna eins og þau hafa verið sett upp eftir að hann fann upp formúluna og þar með guðfaðir Spaugstofuþáttanna. Hann skapaði ungur hinn ógleymanlega Danna, unglinginn og svalan rokktöffarann í útvarpsleikriti Agnars Þórðarsonar og fylgdi því eftir í sjónvarpsþáttum sínum. Hann var einn fremsti og skemmtilegasti hagyrðingur lands- ins sem fór á kostum heilan vetur í spurningaþáttum í sjónvarpi og hag- yrðingaþáttum um allt land. Hann var snjall þýðandi, rithöfundur og pistlahöfundur. Hann var Sigurjón digri og ótal aðrir kostulegir og magnaðir karakterar. En fyrst og fremst var hann dásamlegasti kar- akterinn sjálfur, með ískrandi lífs- gleði, lífsnautn og lífskúnst sem smitaði alla í kringum hann – alla ís- lensku þjóðina. Hann var ljúfur vin- ur, hreinn og beinn. Hann var Flosi, svo dýrmætur gleðigjafi fyrir okkur öll. Hann var maður sem ég sakna óendanlega mikið, maður sem ég er þakklátur fyrir að hafa fengið að eiga að vini. Ómar Ragnarsson. Sveit er samfélag, gott samfélag því að þar þekkjast menn. Sveitin virðir að menn eru ólíkir hver öðr- um. Þar standa menn saman. W. Hoffmann skilgreinir samfélag svo: Ekki sömu svör heldur sömu spurningar. Ekki sama leið heldur sama markmið. Ekki sömu siðir heldur sami Drottinn. Ekki allir eins heldur allir eitt sem ætíð vita sig jafn elskaða og elskandi. Þetta kom mér í hug þegar tíðindi bárust af láti þínu, Flosi. Þegar þið Lilja fluttuð í Reykholtsdal var ykk- ur vel tekið. Sveitina vantaði fólk sem var reiðubúið að leggja sam- félaginu í Reykholtsdal gott til. Það gladdi okkur hjónin að þið leituðuð til mín með að fá afdrep í skólanum til að styðja þá sem höfðu ákveðið að snúa baki við Bakkusi. Það hafði nefnilega jaðrað við að þykja fínt að vera fyrir vín. Þessu viðhorfi breytt- uð þið svo um munaði og verður ykk- ur seint nógsamlega þakkað það. „Ekki sömu svör heldur sömu spurn- ingar“ er það sem gerir sveit að sam- félagi. Sveit metur ólíka persónu- leika. Þarf á þeim að halda til að samfélagið blómstri. Flosi var einn þeirra sem skapa sér sinn karakter. Vildi láta ófrið- lega, æra sem flesta á sem skemmst- um tíma, eins og hann sagði sjálfur. Samt sáu allir sem honum kynntust að hann var blíðlyndur, einlægur og friðsamur að innra eðli. Gat orðið barnslega glaður og þótti vænt um sitt fólk. Og hafði manndóm til að láta það heyrast. Í starfi skólastjóra skiptast á skin og skúrir eins og í lífi annarra. Ég fullyrði að ekki hafi mér þó tekist betur til í annan tíma með að leita út fyrir skólann til að auka við litróf uppeldis og menntunar en er ég fór til Flosa á Bergi með í handraðanum danskan söngleik er nefndist De Nordiske Guder. Flosi kominn yfir sjötugt og sagðist hættur með öllu að koma að leikstjórn. Þannig fór þó að handritið varð eftir á borðinu hans. Hann þýddi söngleikinn Æsi og þursa og skólinn varð að ævin- týralegu leikhúsi þar sem allir lögð- ust á eitt og lutu syrkri stjórn Flosa, en milli 50 og 60 nemendur stigu á svið. Aðrir sáu um hljóð og skreyt- ingar. Meistari Flosi hafði aldrei áð- ur stýrt svo stórum hópi barna og unglinga í leikhúsi og þegar tjaldið féll eftir frumsýningu fann ég hvílíkt kraftaverkið var. Eftir það var hald- in veisla og það var yndislegt að fylgjast með þreyttum en afar glöð- um leikurum horfa til síns mikla meistara í aðdáun. Bjart yfir þeim og sýningunni. Þannig ertu enda, bjartur og hlýr. Ég veit að þér verður þetta aldrei fullþakkað, Flosi minn, en þú veist að eftir það þótti mér enn vænna um þig en áður. Þórarinn Eldjárn segir í kvæðinu Hugskot: Hugsun sem skýst eins og silungur undan holbakka. Uggi bærist blikar kviður úr hyl og í móti straumi og með óttast ekki menn urriði og bleikja í senn. Þú varst alltaf frjáls í hugsun þinni. Áttir til að vera með ólíkinda- læti og vildir halda þeirri karl- mennskuímynd á lofti. En við hjónin kveðjum nú með söknuði þann blíða og góða Flosa sem auðgaði líf okkar með því að gerast sveitungi okkar og vinur. Lilju og afkomendur þína biðjum við góðan Guð að blessa. Guðlaugur Óskarsson, Kleppjárnsreykjum. Þá er Flosi fallinn, þessi ótrúlegi förunautur nánast alla ævi. Fyrst sem Danni í útvarpinu 1958 þegar ég var tíu ára og síðan í endalausum áramótaskaupum, leiksýningum og veislum. Nú síðast sem félagi og vin- ur í Reykholtsdalnum. En eftir því sem dró úr leik hjá Þjóðleikhúsinu færðist hann í aukana á hinu stóra leiksviði þjóð- arinnar, í blöðum, kvikmyndum og fjölmiðlum og síðan á mannamótum og sem veislustjóri. Á slíkum sam- komum hló maður til að byrja með, en grenjað af hlátri um síðir. Í efnis- vali og umfjöllun Flosa var yfirleitt sársaukafullur broddur sem sveið undan. Hann var ekki bara trúður, hann lék trúð til þess að koma höggi á hrokagikkina og drulluhalana. Engan veit ég hafa náð lengra í þess- ari tegund gagnrýni, þar sem grínið er notað sem gríma til þess að hægt sé að fjalla um erfið mál. Og nú grenjar maður ekki lengur af hlátri, maður grætur af söknuði yfir því að fá ekki lengur að heyra þennan mikilhæfa listamann flytja efni sitt. Maður grætur með Lilju og öllum venslamönnum í djúpri samúð. Guðmundur Ólafsson. Flosi Ólafsson, rithöfundur og leikari, er dáinn. Um hann segir í fé- lagatali Rithöfundasambands Ís- lands: Fæddur 1929, gekk í félagið 1978, og er skráður sem skáldsagna- höfundur, leikritaskáld og þýðandi. Líkt og aðrir Íslendingar á miðjum aldri man ég eftir honum úr sjón- varpi, en einnig af blaðaskrifum. Ég kynntist honum persónulega eftir 1991, þegar hann leit við í aðalkaffi- húsaspjallhópi borgarinnar, sem hafði þá aðsetur á Kaffi Hressó, og síðan á Kaffi París. Mér þykir við hæfi að minnast hans með ljóði úr elleftu ljóðabók minni, Kvæðaljóðum og sögum (2008), sem fjallar um forn-grískt leikskáld. Heitir það: Háðfuglinn Menander. Kvæðið er frekar langt og breitt, en mér virðist að það sé í anda Flosa að láta reyna á hvort ritstjórn minningargreinanna geti ekki klappað það inn í rýmið sem við Flosi höfum nú hér til um- ráða. Far heill, Flosi vinur. Háðfuglinn Menander sem skyldi eiga sér meðhlæjendur um aldur og ævi drukknaði í höfninni í Píreus þegar hann fékk sér helgarsundsprett: Gamanleikjaskáldið góðkunna barðist við krampakast í eilífu sólarljósinu svo svartar krullur hárs og skeggs léku tvísöng við heiðbláar gárurnar. Við þekkjum hann nú einkum af ófrumlegum stælingum Terentíusar er skrifaði á latínu fyrir Rómverja, sem og af því að skólaspekingarnir í Alexandríu flokkuðu hann með Sjöstjörnu- leikskáldunum. En hvað erum við lifendurnir að miklast svosem? Menn þekktu lengi leikrit Menanders. Og þótt ljósmyndirnar okkar varðveiti hárin á höfuði okkar meðan jörðin byggist munum við þó týnast í upplýsingahyljunum. Tryggvi V. Líndal. Kveðja frá Spaugstofunni Kveðjustundin kemur alltof fljótt. Við hefðum viljað hitta hann einu sinni enn. Sitja með honum yfir kaffibolla að Stóra Aðalbergi, heyra hann hlæja ennþá einu sinni þessum lífsmagnaða hlátri sínum, hlæja með honum einu sinni enn svo undir tæki. Hlusta á hann rifja upp strákapör sín forn og ný, njóta hlýjunnar og þessarar ósviknu skemmtunar af nærveru hans. Og við áttum ennþá sitthvað ósagt við hann – við vildum þakka honum allt það ómetanlega sem hann gaf okkur, þakka honum stuðninginn við unga og óreynda menn, þakka honum hvatninguna sem hann var óspar á – já, þakka honum fyrir að vera okkur fyrir- mynd og innblástur. Við hefðum vilj- að sitja á móti honum og segja hafðu þökk, góði vinur, kollegi, herbergis- félagi, fóstri og bandamaður í blíðu og stríðu – skelltu nú á skeið til móts við almættið, þar verður þér tekið með kostum og kynjum. Og svo hefð- um við skellihlegið allir í kór. Karl Ágúst Úlfsson. Fallinn er frá einn ástsælasti leik- húsmaður landsins, Flosi Ólafsson, leikari, þýðandi og lífskúnstner. Skarð hans er stórt enda var Flosi stórbrotinn persónuleiki og mikill listamaður. Þjóðina þekkti Flosa af ótal hlut- verkum á leiksviði, í sjónvarpi, út- varpi og kvikmyndum og ekki síður fyrir ritstörf. Hlutverk Flosa voru fjölbreytt þó að hann hafi vakið hvað mesta athygli fyrir gamanhlutverk sín enda einstakur gamanleikari. Fá- ir stóðu Flosa á sporði í ritstörfum þar sem óborganlegur húmor og hnyttin tilsvör voru hans aðalsmerki. Hann hafði einstakt lag á að sjá broslegu hliðar tilverunnar og er það augljóst af ritverkum hans, pistlum og vísum. Bróðurpart starfsævi sinnar starf- aði Flosi við Þjóðleikhúsið en Leik- félag Reykjavíkur naut nokkrum sinnum krafta Flosa, t.d. þegar hann fór á kostum í hlutverki Pozzo í Beð- ið eftir Godot eftir Samuel Beckett árið 1960. Þegar sú hugmynd kvikn- Hugrún B. Þórarinsdóttir ✝ Hugrún BylgjaÞórarinsdóttir fæddist á Akranesi 13. nóvember 1945. Hún lést á Sjúkrahúsi Akraness að morgni 4. október 2009. For- eldrar hennar voru hjónin Þórarinn Guðjónsson frá Bol- ungarvík og Elísabet Hallgrímsdóttir frá Akranesi. Hugrún var yngst 5 systk- ina og er fyrst til að falla úr hópnum. Hálfsystir hennar, Jensína, þær eru samfeðra, er elst – en síðan koma al- systkinin, Guðrún, Jón og Hansína. Hugrún giftist Jónatan Eiríkssyni – en leiðir þeirra skildi. Þau eignuðust saman dótturina, Elísabetu, f. 1965. Seinni maður Hugrúnar er Birgir Snæfells Elínbergsson. Þau fóru að vera saman 1981 og áttu eftir það sameiginlegt heimili á Skarðsbraut 4, þar sem hún bjó fyrir. Síðustu 5 árin áttu þau sitt annað heimili á Mar- íubaugi 133 í Grafarholti í Reykjavík. Hugrún lauk gagnfræðaprófi. Hún starfaði á sínum yngri árum um tíma í Einarsbúð. Eftir það réð hún sig til Pósts og síma, sem síðar fékk heitið Íslandspóstur – og var þá ævistarfið ráðið. Þar vann hún í tæp 43 ár. Hún var lengi talsímavörður en síðan gjald- keri. Á upphafsárum sínum hjá Pósti og síma fór Hugrún í sjúkraliðanám og lauk því, en starfaði aldrei við það, ef starfsnám hennar er undanskilið. Hugrún greindist með sjúkdóm þann sem varð henni að aldurtila í ársbyrjun 2008. Hugrún var jarðsungin frá Akra- neskirkju 26. október, í kyrrþey. Minningar á mbl.is ✝ Ástkær eiginkona mín, GUÐRÚN STEINUNN HALLDÓRSDÓTTIR, Sólvallagötu 14, Reykjavík, andaðist á Grund, dvalar- og hjúkrunarheimili, sunnudaginn 1. nóvember. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni mánudaginn 16. nóvember kl. 15.00. Blóm eru vinsamlegast afþökkuð, en þeim sem vilja minnast hennar er bent á minningarsjóð Grundar, dvalar- og hjúkrunarheimilis. Brian Dodsworth.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.