Morgunblaðið - 13.11.2009, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 13.11.2009, Blaðsíða 36
36 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 2009 Bergi fyrir góða og langa vináttu og fjölmargar ferðir bæði innlands sem utan, einnig fyrir allt uppeldið í handboltanum, var hann að hætta þegar ég var að stíga þar fyrstu skrefin, alltaf boðinn og búinn að hjálpa og leiðbeina, hvers manns hugljúfi, hans verður sárt saknað. Golfklúbbur Reykjavíkur sendir fjölskyldunni innilegar samúðar- kveðjur og þakkar fyrir góða og langa samveru. Sendi ég Hjördísi, börnum og barnabörnum samúðar- kveðjur, minning um góðan mann lif- ir, Jón Pétur Jónsson, formaður Golfklúbbs Reykjavíkur. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Það dró sannarlega stórt ský fyrir sólu í mínu lífi og svo margra ann- arra þegar stórvinur minn Bergur Guðnason féll frá í blóma lífsins. Daginn áður en Beggi féll fyrir ill- vígum sjúkdómi eftir hetjulega bar- áttu þá horfðumst við í augu og þar endurspeglaðist fimm áratuga hrein, tær og sönn vinátta sem aldrei bar skugga á. Hann var traustur vinur. Hann var ráðhollur, glaðlyndur, skarp- greindur, félagi, frændi og fóstri. Vináttu okkar má rekja til þess tíma, þegar ég var nýorðinn sextán ára og að stíga mín fyrstu skref í meistaraflokkum Vals í hand- og fót- bolta, en þar var Beggi áberandi í báðum liðum. Strax fundum við sterkan samhljóm þrátt fyrir nokk- urn aldursmun og bundumst miklum og ævarandi tryggðarböndum. Hann tók mig strax undir sinn verndar- væng, veitti mér holl ráð, hvatningu og mikla gleði, eins og svo oft á lífs- leiðinni. Hann ráðlagði mér og leiðbeindi alltaf varðandi atvinnumál, íþróttir og ekki síst persónuleg mál, enda voru aldrei leyndarmál hjá okkur, heldur gagnkvæmt traust og virð- ing. Heimili hans og Hjördísar var mitt annað heimili til margra ára og þar ríkti hlýhugur og glaðværð, enda nutu margir gestrisni þeirra. Ég fylgdist með frábærum börn- um þeirra vaxa úr grasi og varð svo lánsamur að eignast vináttu þeirra. Ég hef ekki umgengist nokkra persónu eins og mikið og Begga um ævina, svo sterk og einlæg var vin- átta okkar. Það hrannast upp marg- ar stórkostlegar minningar og svo sannarlega gerði Beggi líf mitt miklu auðugra, skemmtilegra og betra. Minningar sem tjá kærleika og ást, væntumþykju og þakklæti fyrir liðna tíma sem við áttum saman og oftast með brosi á vör. Þegar við hittumst á ný þá munum við setjast við lind minninganna, rifja upp skemmtilegar samveru- stundir og slá auðvitað á létta strengi en það var Begga svo sann- arlega eðlislægt. Fjölskylda hans stóð alltaf þétt við bakið á mér, eins og klettar í hafi, jafnt í meðbyr sem mótlæti og það kunni ég svo sannarlega að meta, því slíkt gera aðeins sannir vinir. Það eru forréttindi að hafa fengið að eiga Begga sem hornstein lífs míns og fyrir það verð ég ævinlega þakklátur. Beggi var bæði ljúflingur og mikill öðlingur. Hann var ótrúlega hjálp- samur og vildi allt fyrir alla gera. Hans verður sárt saknað og sorg margra er mikil. Elsku Hjördís mín, Guðni, Sigga, Böðvar, Beggi og Þor- steinn, tengdabörn og barnabörn, hugur minn er hjá ykkur. Mínar innilegustu samúðarkveðjur, minn- ingin um góðan dreng, eiginmann, föður og afa mun aldrei gleymast. Guð veri með ykkur öllum. Hermann Gunnarsson. Æskuvinur minn Bergur Guðna- son er dáinn. Þetta kom mér alger- lega í opna skjöldu enda þótt ég vissi að hann ætti við slæman heilsubrest að stríða. Hins vegar var Beggi þekktur fyrir mikið atgervi, styrk og seiglu og því þótti mér ólíklegt að hann lyti svo fljótt í lægra haldi gegn hinu óumflýjanlega. Það var unun að vera félagi Bergs á unglingsárum og áfram gegnum lífið. Hann var ungur að árum orðinn afreksmaður í knatt- spyrnu og handbolta og aðrar grein- ar lágu létt fyrir honum svo sem golfið og briddsinn. Það varð hlut- skipti okkar hinna félaganna að fylgja Begga milli kappleikja og hvetja hann áfram. Það var okkur ljúft enda hrifumst við af keppnis- skapi hans og elju. Að loknu stúdentsprófi fórum við Beggi í síldina á Siglufirði og þar hitti hann lífsförunaut sinn, Hjördísi Böðvarsdóttur. Leiðir okkar Bergs skildi um hríð þegar ég fór til Dan- merkur til náms en við héldum vin- áttunni með bréfaskiptum upp á gamla mátann. Svo kom hann einnig stöku sinnum við hjá okkur Önnu Björk í Kaupmannahöfn þegar hann var í keppnisferðum. Þegar við vorum orðnir ráðsettir fjölskyldumenn áttum við öll góðar stundir saman. Börnin okkar uxu úr grasi og fóru sínar leiðir en við Beggi sátum reglulega við briddsborðið með félögum okkar og nutum góðrar keppni og samveru. Það er mér ógleymanlegt þegar spilaklúbburinn fór til London til að horfa á Totten- ham og Liverpool leika en þá var sonur hans Guðni nýgenginn til liðs við Tottenham. Bergur bar ekki tilfinningar sínar á torg en við sem kynntumst honum best, fundum dýptina og fagurker- ann í honum. Ég er fullur þakklætis fyrir að hafa notið einlægrar og djúprar vináttu Bergs Guðnasonar og fjölskylda mín sendir Hjördísi og börnum þeirra Bergs innilegar sam- úðarkveðjur. Almar Grímsson. Við fráfall Bergs Guðnasonar þyrlast upp ótal ljúfar minningar en ekki síður afar stór skammtur af þakklæti fyrir það að hafa notið sam- vista með góðmenni sem með hár- beittum húmor gat lagt menn bók- staflega á hliðina af hlátri. Húmornum var gjarnan fylgt eftir með leikrænum tilburðum sem Bergur fór létt með. Á bak við töff- arann var mjúkur maður sem öllum vildi vel og svo sannarlega leið mönnum vel í návist hans. Já, Berg- ur kunni betur en flestir að láta öðr- um líða vel, og samgleðjast þegar öðrum tókst vel upp. Bergur afrek- aði margt á ferlinum sem keppnis- maður, lögmaður, félagsmálamaður en ekki sízt sem góður eiginmaður og faðir sem var börnum sínum sannur félagi og vinur. Bergur var leiðtoginn í hádegisklúbbnum okkar F.Í.G.P. sem haldist hefur upp á hvern virkan dag í vel yfir fjörutíu ár. Í hverfulleika lífsins og ölduróti hefur verið gott fyrir okkur alla að geta tekið létt á daglegum viðfangs- efnum og oftast séð jákvæðu og spaugilegu hliðar hlutanna. Beggi og Hemmi hafa leitt umræðuna og séð til þess að stressaðir hafa afstressast eftir hressilegar hlátursrokur og all- ir hafa sinn sess. Málfrelsinu hefur verið misskipt og tappinn ýmist í eða úr. En í lok hádegis standa allir upp betri menn og glaðari. Ótal skemmtilegar minningar renna framhjá hérlendis og erlendis, ómet- anlegar. „It́s only money, honey,“ sagði Bergur gjarnan þegar við átti en minnir jafnframt á að sönn vin- átta verður ekki keypt fyrir peninga. Bergur hefur verið einn af leiðtogum okkar kæra félags, Vals, og leiddi sem formaður frá árinu 1977-1981. Það er ótrúlega erfitt að sætta sig við að Bergur situr ekki lengur í sínu frátekna sæti í hádeginu, en það veit hamingjan að Guð almáttugur hefur útdeilt Bergi góðu sæti, og í trúnni á næsta líf verður engu að kvíða. Reisn Bergs og styrkleiki í barátt- unni við vágestinn lét engan ósnort- inn og ekkert nema jákvæðnin og elskan skein í gegn á kveðjustundu. Fjöllin og dalirnir, eins og Bergur nefndi gjarnan þegar hann síteraði í eigin líkama, er ekki lengur með okkur en andi hans er með okkur og hans verður minnst með miklum trega svo lengi sem lifir. Okkar bænir og hlýjar hugsanir til þín Hjördís og fölskyldunnar. Vertu sæll, kæri vinur. Esther og Halldór. Fallinn er frá góður drengur og félagi í hart nær sex áratugi. Kallið kom snögglega þótt það hefði að vísu átt sér nokkurn aðdrag- anda, en þetta kall er nánast það eina sem er öruggt á lífsleiðinni. Hans verður sárt saknað í gamla spilaklúbbnum sem er rúmlega hálfrar aldar gamall. Alltaf var Bergur keppnismaður bæði innan og utan vallar, og við fé- lagarnir urðum oft skemmtilega var- ir við keppnisskapið sem á stundum gat verið skondið. Við munum sakna hans á komandi árum eins og þau verða okkur skömmtuð. Vottum við Hjördísi og börnum þeirra einlæga samúð á erfiðum tímamótum. F.h. spilafélaga, Jón Hermannsson. Leiðir okkar Bergs lágu saman um langa tíð, allt frá því hann kom ungur að árum með foreldrum sínum heim til okkar á Laufásveg fjögur. En mjög góður vinskapur var með foreldrum okkar Bergs og þá eink- um föður mínum Þorsteini Ö. Steph- ensen og Guðna Jónssyni, föður Bergs. Það var lýsandi fyrir Berg að hann viðhélt góðri tryggð við for- eldra mína löngu eftir dag foreldra sinna. Eftir að hann hafði lokið við lögfræðina kom hann árlega og sá um framtalið fyrir gömlu hjónin, spjallaði um liðna tíð og reyndist þeim ákaflega vel í hvívetna. Alltaf var sérstaklega gaman að heyra hann tala um foreldra sína af hlýju og mikilli virðingu. Fyrir tryggð Bergs við foreldra mína er ég þakklát, en þá ekki síður fyrir hversu vel hann reyndist mér ávallt þegar ég kom með mitt árlega skókassabókhald. Þá glotti Bergur á sinn hrjúfa og glettna hátt og tók að sér ár eftir ár að koma skikk á hlut- ina. Ávallt lagði hann sig líka fram um að ráða manni heilt og ekki brást að maður færi upplitsdjarfari frá kontórnum hans Begga en þegar maður kom. Bergur bjó nefnilega yf- ir þeim fágætu mannkostum að geta veitt manni góða hvatningu og ráðið manni heilt, án þess að því fylgdi nokkur vorkunnsemi eða vol. Hann var hreinn og beinn, sannkallaður vinur vina sinna og drengur góður. Ég hef þá trú að tryggð hans, hjálp- semi og mörgu góðu kostir hafi líka gagnast mörgum. Bergur átti langa og farsæla tíð á Hlíðarenda, þar sem hann vann mik- ið og óeigingjarnt starf innan knatt- spyrnufélagsins Vals. Fyrst sem ungur og hæfileikaríkur íþróttamað- ur og síðar sem óþreytandi leiðtogi í starfi félagsins. Á meðal þeirra heil- ræða sem hann gaf mér um dagana, var að strákarnir mínir tækju þátt í starfinu þar og hefur fjölskylda mín átt gott samband við félagið um langa tíð síðan. Ég er því þakklát fyrir öll heilræði Bergs, hans góða starf og umfram allt skemmtilega viðmót alla tíð. Hjördísi, sonum og fjölskyldu Bergs allri sendi ég mínar einlæg- ustu samúðarkveðjur. Helga Þ. Stephensen og fjölskylda. Vinur okkar Bergur Guðnason er látinn. Ég hafði þekkt Begga svona á hliðarlínunni í gegnum árin, hann í Val og ég í Fram. Leiðir okkar lágu síðar saman þegar ákveðið var að golfarar úr okkar félögum hittumst einu sinni á ári, 16 úr hvoru félagi. Fyrsti leikur fór fram í Grafarholti fyrir nokkrum árum. Síðan hefur verið spilað á hinum ýmsu völlum hvert sumar og mikil keppi farið fram. Góður matur á eftir og sagðar grobb-sögur af sínu golfi. Allir unnu. Síðar hófu 6 leikmenn úr hvoru liði að keppa einn leik á ári. Kepptum við annað hvert ár erlendis og hitt árið heima. Þetta voru frábærar ferðir þar sem golf og gleði fór sam- an. Þegar farið var í fyrstu ferð til Skotlands og keppnin hafði ekki nafn, pantaði ég drykk í vélinni á leiðinni út. Enginn hafði heyrt né smakkað hann fyrr. Keppnin heitir Rusty Nail. Það var alltaf erfitt að eiga við Begga á golfvellinum, í því lenti ég mörgum sinnum. Við sögðum að ef Beggi sæi flöt þá púttaði hann og gerði það vel. Beggi var mikill heimsmaður og sagði skemmtilega frá og var ekki í vandræðum að fá okkur til að hlusta. Þegar ég kveð Begga og þakka fyrir allar góðar golfstundir veit ég að ég tala fyrir hönd allra golf- Framara. Fjölskyldu hans er vottuð samúð. Sveinn Sveinsson. Þig sem í fjarlægð fjöllin bak við dvelur, og fagrar vonir tengir líf mitt við. Minn hugur þráir, hjartað ákaft saknar, er horfnum stundum, ljúfum, dvel ég hjá. Heyrirðu ei, þig hjartað kallar á? Heyrirðu ei storm, er kveðju mína ber? Þú fagra minning eftir skildir eina, sem aldrei gleymist, meðan lífs ég er. (Valdimar Hólm Hallstað.) Þetta ljóð kom upp í hugann þegar mér bárust þær fréttir að Bergur, einn af mínum allra bestu vinum, æskuvinur, væri látinn. Við Bergur kynntumst í gegnum Knattspyrnu- félagið Val, félagið okkar, um það leyti sem við hófum búskap og elsti sonur þeirra Hjöddu og sonur okkar fæddust. Síðan eru liðin mörg ár. Við áttum saman fallega stund vinirnir Bergur, Dóri, Hemmi og ég á spítalanum nokkrum dögum fyrir andlátið. Sú stund var huggun harmi gegn, sem ég mun aldrei gleyma. Þar fann maður hversu mikils virði það er að eiga vini, nána vini sem maður deilir með lífi sínu í blíðu og stríðu. Allir höfum við verið nánir frá unglingsárum og vináttan verið fölskvalaus og hrein. Bergur var kjölfesta og fastur punktur í lífi okkar félaganna í Val, sem köllum okkur FÍGP. Strákar sem hittast í hádegi á hverjum virk- um degi og höfum gert í bráðum hálfa öld.. Þar deila menn vináttunni, áhugamálunum, vinnunni og segja skemmtisögur með misjafnlega kaldhæðinslegum húmor en næstum alltaf skemmtisögur. Þar naut skop- skyn vinar míns sín vel og oftast var það hann sem fór á kostum með fullri virðingu fyrir hinum. Bergur var okkar mentor með einum eða öðrum hætti. Hann var sá sem kynnti golfíþróttina fyrir flestum okkar og sumir hafa ánetjast henni og verið valdir til forystu golfhreyf- ingarinnar sem vaxið hefur hratt á undanförnum árum. Bergur var einstakur ferðafélagi og fórum við saman í margar skemmtilegar og sannarlega eftir- minnilegar ferðir. Þessar ferðir tengdu okkur og fjölskyldur okkar sterkum böndum sem nú er minnst með söknuði. Bergur hafði líka þann eiginleika að vera stoltur af vinum sínum, vegna þess hversu vænt hon- um þótti um okkur. Hann fagnaði ávallt og naut þess að segja frá þeg- ar vinum hans gekk vel á lífsleiðinni. Þannig sýndi Bergur einn af sínum mestu kostum. Hann var stoltur af sínum og þegar Guðni sonur hans náði þeim stórkostlega árangri að verða atvinnumaður í knattspyrnu hjá stórliðinu Tottenham þá var það stoltur faðir sem fylgdi syni sínum að samningaborðinu í London og hefði varla þurft á flugvél að halda til að komast aftur heim, enda í skýj- unum. Bergur var heppin með börnin sín og var mikill fjölskyldumaður. Hjör- dís og Bergur voru fjölskyldufólk af gamla skólanum og lögðu sig fram um að veita börnum sínum skjól á uppvaxtarárunum. Hann var kannski ekki beint laginn við heim- ilisstörfin en lagði sig því enn meira fram við menntunina enda greindur maður og vel lesinn sem bjó yfir ótrúlegu minni. Það er ekki hægt að kveðja vin sinn án þess að þakka honum fyrir allt sem hann hefur veitt okkur, mér og minni fjölskyldu. Fyrir vináttu sem aldrei bar skugga á, vináttu sem hefur verið meira virði en allt annað sem unnt er að eignast. Elsku Hjödda og stóra, góða fjölskylda, við samhryggjumst ykkur innilega og söknum ykkar mikið á þessari stundu en vonum að þið heyrið storminn sem kveðju okkar ber. En hvað er fegurra en að eiga einungis fagra minningu, um dásamlegan dreng, sem aldrei gleymist á meðan við lifum? Baldvin, Margrét og fjölskylda. Er fékk ég þína andlátsfregn fór um hug minn hvinur. Þú varst gæðasál í gegn, góður, sannur, vinur. Upp nú rifjast ýmislegt, áður fyrr var gaman. Lífið löngum yndislegt, lékum okkur saman. Flestum varst góð fyrirmynd – fjarri þó í öllum hlutum. Að segja annað væri synd. Við snilli þinnar nutum. Á velli varstu frár til fóta, Valshjartað þar ætíð sló. Þín leiks ei lengur fáum njóta. Þú leggur á hillu þína skó. Sofðu nú vinur, sofðu í ró, sofðu í Drottins ranni. Svefninn færi þér líkn og fró. Frið gefi hverjum manni. Jón H. Karlsson. Í dag kveðjum við Valsmenn góð- an dreng hinstu kveðju. Fyrir okkur sem eigum Knatt- spyrnufélagið Val sem sameiningar- tákn er missirinn mikill og sár. Berg- ur Guðnason var sannur Valsmaður eins og þeir gerast bestir. Saga Vals og Bergs síðustu áratugina er sam- ofin og óaðskiljanleg enda vart til sá þáttur starfseminnar, allt frá ungum iðkanda til formanns félagsins þar sem hann hefur ekki staðið fremstur í flokki. Ein af mínum fyrstu æsku- minningum er frá því að ég sat í efstu riminni í gamla íþróttahúsinu á Hlíð- arenda og fylgdist með hinni frægu „Mulningsvél“ æfa. Húsið var ekki stórt en leikmennirnir þeim mun stærri og fyrirferðarmeiri. Einn úti- leikmanna var þó sýnu lægstur þó þrekinn væri og allur léttari og snarpari en hinir. Það fór heldur ekkert á milli mála að þarna var fyr- irliðinn og foringinn á ferð. Þrátt fyr- ir að kappið væri ávallt æði mikið og oft tekist á eins og um úrslitaleik væri að ræða var léttleikinn og gam- ansemin aldrei langt undan. Sjálf- sagt hefur mig, þá 8 – 9 ára gamlan, ekki grunað hversu mikil og náin samskipti við ættum eftir að hafa næstu áratugina, bæði í leik og starfi. Bergur Guðnason var þeirrar gerðar að hann hafði áhrif á sam- ferðamenn sína. Persónuleiki hans og ára var þannig að annað var úti- lokað. Hann var skarpgreindur, for- ingi að eðlisfari, skemmtilegur og orðheppinn með afbrigðum. Það var alltaf stutt í húmorinn sem á stund- um gat hann verið hárbeittur og kaldhæðinn. Hann var maður sátta og samlyndis og það lá honum miklu nær að treysta mönnum en draga þá í efa. Hann var ætíð snöggur til svars og tók ákvarðanir hratt og örugg- lega, jafnvel svo hratt að stundum fannst mér sem hann gætti ekki nægilega að eigin hagsmunum. 17 ára gamall hóf ég störf á fast- eignasölunni Húsafelli sem Bergur var forsvarsmaður fyrir. Ekki var liðin nema vika af starfstímanum þegar framkvæmdastjórinn fór í veikindafrí og ég því einn á vaktinni með Bergi. Nokkrum dögum seinna var fyrsti kaupsamningurinn gerður og þegar Bergur hafði lesið hann yfir sagði hann stutt og laggott: Binni minn þetta er í fínu lagi, þú klárar þig létt af þessu. Enginn hafði kallað mig annað en mínu eigin nafni hing- að til og ég man hvað mér fannst Bergur Guðnason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.