Morgunblaðið - 13.11.2009, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 13.11.2009, Blaðsíða 33
Minningar 33 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 2009 ✝ Ólöf Erla Bjarn-arson, fædd Jónsdóttir, fæddist á Ytri-Þorsteins- stöðum í Haukadal í Dalasýslu 22. októ- ber 1937. Hún lést á líknardeild Land- spítalans í Kópavogi 8. nóvember 2009. Foreldrar hennar voru hjónin Jón Ágúst Einarsson bóndi, f. 2. júní 1888, d. 5. sept- ember 1981 og Kristín Þorsteinsdóttir hús- freyja, f. 20. júní 1902, d. 1. júlí 1987. Systkini hennar eru: Ágústa, f. 26. mars 1926, Ing- veldur, f. 20. maí 1929, d. 14. september 2007 og Svanur, f. 8. september 1935. Ólöf Erla (Lóló) giftist 22. október 1957 Baldri Bjarnarsyni, f. 13. apríl 1935. Synir þeirra eru: Ragnar f. 18. september hún stundaði nám við Hús- mæðraskóla Reykjavíkur. Lóló leit á þau sem sína aðra foreldra og var þessi tími henni afar kær og var í góðu sambandi við þau þar til þau féllu frá. Lóló og Baldur höfðu alla tíð mikið yndi af útivist hverskonar og ferð- uðust með drengina sína inn á hálendið og voru þeirra uppá- haldsstaðir Landmannalaugar og Fjallabak sem þau litu á sem bakgarðinn sinn. Auk þess voru þau vitaverðir á Hornbjargsvita eitt sumar. Auk húsmóðurstarfa vann Lóló m.a. á barnaheimili Landakots- spítala sem hún veitti forstöðu, í Árbæjarapóteki og að lokum í SÍS-búð, fyrst í Holtagörðum og síðan á Kirkjusandi. Fyrst og síðast helgaði hún sig Baldri sín- um, drengjunum og þeirra fjöl- skyldum og til marks um það komu þeir í hádegismat í Hraun- bæinn um árabil og ósjaldan fylgdi einn ef ekki fleiri vinir með. Útför Ólafar Erlu fer fram frá Árbæjarkirkju í dag, 13. nóv- ember, og hefst athöfnin kl. 15. 1958, hans kona Margrét Óskars- dóttir og eiga þau soninn Bjarka, auk þess eru fóstursynir Ragnars Andri, Hjálmar og Trausti Óskarssynir. Þor- steinn, f. 15. desem- ber 1959, hans kona Thelma Guðmunds- dóttir og eiga þau dótturina Viktoríu Erlu. Guðmundur f. 20. febrúar 1961, hans kona Maria Pisani og eiga þau dótturina Chrissie Thelmu. Jón, f. 3. júní 1963, hans kona Hildur Melsted. Lóló ólst upp á Ytri-Þorsteins- stöðum til 12 ára aldurs og flutti þá í Kópavoginn með foreldrum sínum og systkinum. Lóló fór 14 ára gömul í vist til heiðurshjón- anna Bíbíar og Ragnars á Selja- vegi og aðstoðaði við börn og heimilisstörf jafnframt því sem Ólöf Erla, oftast kölluð Lóló, vinkona mín í nærri 40 ár, er látin. Höfðingi er fallinn frá, hetja fallin í valinn. Höfðingi í lund og fasi, höfðingi heim að sækja, hetja í stríði við langvarandi heilsuleysi. Saga hennar verður kannski ekki skráð á spjöld sögunnar en minning hennar mun lifa lengi í hugum þeirra sem þekktu hana. Höfðingi í lund. Þótt hún væri oft á tíðum sárþjáð hélt hún alltaf reisn sinni og var ævinlega aflögu- fær. Átti heilræði og huggunarorð en gat líka brugðið á glens ef því var að skipta. Gat alltaf hafið sig yfir dægurþras og daglegt streð. Höfðingi í fasi, sönn dama í klæðaburði og framkomu og höfð- ingi heim að sækja. Heimilið fágað og smekklegt, hver hlutur átti sinn stað og veitingar fram bornar af rausn og fágun. Hvort heldur var kaffi með konfektmola á dúk- uðum bakka eða hlaðið veisluborð. Heimili þeirra Baldurs var vin hlýju og friðar og vináttu sem aldrei brást. Þar ríkti samhugur og kærleikur. Þau kunnu að rækta sinn garð. Hetja sem tók hverju sem að höndum bar með yfirvegun og ró og tókst á við veikindi sín með dæmafáu æðruleysi allt fram á síðustu stund. Undir lokin sagð- ist hún aðspurð ekkert óttast. Ekki einu sinni sársauka, hann þekkti hún, en bætti við: „Mestar áhyggjur hef ég af Baldri mínum,“ og síðan: „Þó ég vildi gjarnan lifa lengur þýðir ekki að deila við dómarann. Ég vona bara að þetta taki ekki of langan tíma. Það er svo erfitt fyrir fólkið mitt.“ Um- hyggja fyrir öðrum alltaf í fyrsta sæti. Svo sagðist hún bara taka einn dag í einu og í dag liði sér vel. Þannig var sú Lóló sem ég þekkti svo vel og var mér svo kær. Síðan kvaddi hún mig með brosi og þakkarorðum. Þá komu mér í hug þessi erindi úr ljóði Heiðreks Guðmundssonar, Heilræði ömmu þinnar: Gleðstu yfir góðum degi, gleymdu því, sem miður fer. Sýndu þrek og þolinmæði, þegar nokkuð út af ber. Hafi slys að höndum borið hefði getað farið ver. Aldrei skaltu að leiðum lesti leita í fari annars manns, aðeins grafa ennþá dýpra eftir bestu kostum hans. Geymdu ekki gjafir þínar góðum vini – í dánarkrans. Þessum heilræðum kunni Lóló flestum betur að fylgja. Blessuð sé minning hennar. Baldri, sonunum fjórum og fjöl- skyldum þeirra flyt ég mínar hlýj- ustu samúðarkveðjur. Bryndís Halldóra Bjartmarsdóttir. Mig langar að minnast í nokkr- um orðum hennar LóLó sem nú er fallin frá eftir langvarandi veik- indi. Margar ljúfsárar minningar berast upp í hugann um það þegar ég var að alast upp í Hraunbæn- um sem þá var einskonar sveit. Ungir að árum kynntust við Hjalti bróðir sonum þeirra LóLó og Baldurs, þeim Denna, Jóni, Gumma og Ragnari og ég varð einskonar heimagangur á heimili þeirra. Alltaf var tekið vel á móti manni, oft með hlýju faðmlagi frá einstakri konu sem LóLó svo sannarlega var. Heimili þeirra var fyrir mér og fleirum sérstakt á margan hátt, oft glatt á hjalla, op- ið og skemmtilegt andrúmsloft. Þau Baldur og LóLó voru mjög samrýnd og unnu náttúru Íslands mjög, fóru oft í ferðalög og ég var svo heppinn að fá að fara með endrum og sinnum. Eitt ferðalagið var þó eftirminnilegra en annað, það var skíðaferðin í Skálafell hérna um árið. Ég var byrjandi á skíðum og fór að sjálfsögðu alltof hátt í fyrstu ferð og kom niður með bæði skíðin brotin. Þessi frægðarför var stundum rifjuð upp á góðri stund og ég fékk við- urnefnið skíðbrjótur. Að leiðarlokum langar mig að þakka LóLó allar góðu minning- arnar og bið guð að styrkja Bald- ur, syni þeirra og fjölskyldur í þeirra miklu sorg. Þórhallur Árnason. Ólöf Erla Bjarnarson Kæra vinkona. Þó í okkar feðrafold falli allt sem lifir enginn getur mokað mold minningarnar yfir. (B.J.) Kæri Baldur, synir og fjöl- skyldur, mínar innilegustu sam- úðarkveðjur. Lilja Gísladóttir. HINSTA KVEÐJA ✝ Auður Ágústs-dóttir fæddist á Aðalbóli í Sandgerði í Gullbringusýslu 28. apríl 1934. Hún lést á deild 11-E á Land- spítala 6. nóvember 2009. Foreldrar hennar voru Ólafur Ágúst Guðmunds- son, járnsmiður, og lengst af bóndi í Kálfárdal í Göngu- skörðum í Skaga- firði, f. á Torfastöð- um í Miðfirði í V-Hún. 12. ágúst 1900, d. 9. febr- úar 1951, og Guðrún Þuríður Steindórsdóttir, lengst af verka- kona í Reykjavík, f. í Forsæludal í Ásahr. í A-Hún. 25. júlí 1901, d. í Sunnuhlíð Kópavogi 26. febrúar 1999. Auður var einkabarn móð- ur sinnar en systkini hennar samfeðra eru; a) Hulda, f. í Reykjavík 27.1. 1931, d. 16.12. 2002, maki Guðmundur Karlsson, b) Arndís, f. 26.9. 1938 í Skaga- firði, maki Þórður Bjarnason, c) Elsa, f. 21.12. 1939 í Skagafirði, maki Guðmar Pétursson, d) Andrés Viðar, f. 3.1. 1942 í Skagafirði, maki Sigrún Aadneg- ard, e) Gunnar, f. 7.6. 1943 í Skagafirði, maki Steinunn Helga Hallsdóttir, f) Hallfríður Hanna, f. 29.7. 1946 í Skagafirði, g) Þor- björg, f. 2.5. 1947 í Skagafirði, maki Reynir Öxndal Stefánsson. Auður bjó með móður sinni í Reykjavík. Sennilega hefur oft verið þröngt í búi hjá þeim mæðgum þó Guðrún móðir henn- hannes Lange, f. 19.5. 1979, c) Guðrún Ósk Lange, f. 12.1. 1983, m. Brynjar Reynisson barn Na- talía Dögg, f. 13.12. 2007. 3) Sig- rún Helga Lange, f. 3.4. 1958, d. 19.1. 1990, m. Sveinn Jónsson, barn Jóhann Ólafur, f. 16.1. 1980, m. Gígja Sæbjörg Krist- insdóttir, barn Ásgeir Jökull, f. 25.5. 2008. 4) Kolbrún Lange, f. 7.10. 1962 m/sk. Þorsteinn Þor- steinsson, barn Helga Margrét, f. 14.10. 1987. m2. Mark Steven Birschbach. 5) Lilja Guðrún Lange, f. 19.3. 1964 m/sk. Birgir Haraldsson, börn Ómar Freyr, f. 23.5. 1989, Birgir Örn, f. 6.2. 1993, Guðbjörn Smári, f. 11.12. 1999. 6) Hannes Jóhannesson, f. 22.4. 1966, m. Lúcia Sigríður Guðmundsdóttir, börn Sigrún Helga og Guðmundur Bjarni, f. 2.11. 1997. Jóhannes og Auður voru meðal landnema í Kópavogi, fengu lóð við Víðihvamm 1952 og byggðu sér hús þar. Þegar þau fluttu þar inn með fyrsta barn sitt af sex, síðla árs 1956, flutti Guðrún móðir Auðar með þeim og bjó hjá þeim lengst af. Síðar fór Auður að vinna með heimilinu. Hún vann á leikvöllum Kópa- vogsbæjar, en lengst vann hún í mötuneyti Þjóðleikhússins, eða þar til hún hætti vegna veikinda 1998. Þau hjónin ferðuðust víða, mörg síðari árin voru Kan- aríeyjar áfangastaður vetrarins, en frá árinu 2000 hafa þau notið mildrar vetrarveðráttunnar á Spáni, og ferðast svo innanlands á sumrin. Útför Auðar fer fram frá Digraneskirkju í Kópavogsdal í dag, 13. nóvember, og hefst at- höfnin klukkan 11. ar ynni alla tíð utan heimilis. En norður í Skagafirði, gat hún dvalið hjá föður sín- um og konu hans Sigurlaugu Andr- ésdóttur í Kálfárdal á sumrin. Þau reyndust henni bæði mjög vel og leit hún á Sigurlaugu sem sína aðra móður. Föður sinn missti hún á sautjánda ári en hélt áfram góðu sambandi við Sig- urlaugu sem lést 2004 þá 95 ára. Í sveitinni átti hún 6 hálfsystkini og hafa það verið viðbrigði fyrir stúlkuna af mölinni. 16. júní 1957 giftist Auður Jó- hannesi Magnússyni Lange, plötu-og ketilsmiði, f. í Reykjavík 6. ágúst 1930. Foreldrar hans voru hjónin Jørgen Peter Lange, f. í Danmörku 11.8. 1903, d. í Reykjavík 12.8. 1989 og Guðrún Einarsdóttir Lange, f. í Keflavík 2.12. 1905, d. 23.7. 1974. Auður og Jói eignuðust 6 börn, þau eru; 1) Ólafur Ágúst Lange, f. 5.4. 1955 m/sk; Lára Sif Lárusdóttir, börn; a) Auður Ösp, f. 7.2. 1981, sbm. Hrannar Traustason, b) Alma Mjöll, f. 13.6. 1991, c) Helga Dögg, f. 13.6. 1991. sbk. Sigrún Guðgeirsdóttir, f. 2.11. 1997. 2) Kristján Rafn Lange, f. 15.3. 1957, m. Jenný Gerða Jensdóttir, börn; a) Jens, f. 18.1. 1972 m. Kristín Svala Jónsdóttir barn Katrín Lára, f. 15.10. 2003, b) Jó- Elsku amma Auður. Þrátt fyrir að geta ekki trítlað yfir dalinn til þín lengur, setið og spjallað um daginn og veginn með Pepsi og eitt- hvað að maula, þá mun minning þín ávallt lifa í hjörtum okkar. Við vit- um að þarna hinum megin er hlýtt og gott, eins og þar sem þú undir þér best, og að þegar tíminn kemur munið þið afi sitja saman á ný og njóta kvöldkyrrðarinnar á meðan sólin sest í fjarska. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Elsku amma, hvíl í friði Auður Ösp, Alma Mjöll og Helga Dögg Ólafsdætur. Dreymi þig ljósið, sofðu rótt. Við heilsum og við kveðjum. Í dag kveðjum við Auði Ágústsdóttur, hún fæddist í Sandgerði en ólst upp í Reykjavík. Hún var einkabarn móður sinnar Guðrúnar Þuríðar Steindórsdóttur. Þó að hún hafi fæðst í Sandgerði átti hún báðar ættir sínar að rekja í Húnavatns- sýslur. Þær mæðgur bjuggu lengi á Njálsgötunni í Reykjavík. Faðir hennar var bílstjóri að norðan og kom stundum til Reykjavíkur, hann heimsótti þá dóttur sína, tók hana stundum sér við hönd og hafði með sér í útréttingar og jafnvel heim- sóknir. Eftir að hann gifti sig og gerðist bóndi í Kálfárdal í Skaga- firði fékk hann stelpuna sína stund- um til sín að sumri til. Auður talaði oft um þessa tíma og henni þótti mjög vænt um þá. Það var ekkert sjálfgefið í þá daga að feður sinntu börnum sínum og síst um langan veg. Hún bast traustum böndum við Kálfárdalinn. Þó að faðir hennar hafi látist þegar hún var á 17. ári hélt hún ávallt sambandi við fólkið sitt í dalnum. Sigurlaugu leit hún á og talaði um sem sína aðra móður og systkin hennar voru henni mjög kær. Auður átti líka hálfsystur, Huldu, sem bjó í Reykjavík, þær kynntust fyrst sem börn, en svo betur er þær eltust. Hulda fluttist til Ameríku með manni sínum og tveimur sonum, þar dó hún árið 2002. Auður kynntist ung Jóhannesi Lange. Þegar þau giftu sig 1957 áttu þau nokkur ár að baki saman. 1952 fengu þau úthlutað lóð við Víðihvamm í Kópavogsdal, þá voru engin lán handa fólki sem vildi eignast þak yfir höfuðið. Því var bara að vinna nóg, skaffa mat á borðin og eiga svo smáafgang til að kaupa efni í nýja húsið. Eftir vinnu- tíma var svo haldið í Kópavoginn að reisa hús. Að lokum, síðla árs 1956, fluttu þau svo í hluta hússins, þá voru þau búin að eignast elsta son- inn, og annar á leiðinni. Með þeim flutti Guðrún, móðir Auðar, og bjó hún hjá þeim nær alla tíð. Auður og Jói eignuðust 6 börn, Óla 1955, Krissa 1957, Sigrúnu 1958, en hún lést úr krabbameini aðeins 31 árs 1990, Kollu 1962, Lillu 1964 og Hannes 1966. Þau eiga 12 barnabörn og tvö langömmubörn. Ég vil þakka Auði samfylgdina og votta Jóhannesi, börnum þeirra og fjölskyldum mína dýpstu samúð. Og kveð hana með þessu fallega ljóði. Smávinir fagrir, foldarskart, fífill í haga, rauð og blá brekkusóley, við mættum margt muna hvort öðru að segja frá. Prýðið þér lengi landið það, sem lifandi guð hefur fundið stað ástarsælan, því ástin hans alls staðar fyllir þarfir manns. Faðir og vinur alls, sem er, annastu þennan græna reit. Blessaðu, faðir, blómin hér, blessaðu þau í hverri sveit. Vesalings sóley, sérðu mig? Sofðu nú vært og byrgðu þig. Hægur er dúr á daggarnótt. Dreymi þig ljósið, sofðu rótt! (Jónas Hallgrímsson.) Sigrún Guðgeirsdóttir. Auður Ágústsdóttir aði á síðasta ári að setja á svið hinnsígilda söngleik, Söngvaseið, í Borg- arleikhúsinu var efst á óskalista okkar að nota afbragðs þýðingu Flosa sem hann gerði 1990 og enn óma fallegar ljóðlínur Flosa um sali Borgarleikhússins þegar leikararnir syngja af innlifun „ég fjöllin mín kveð, ég kveð þig minn hóll og laut“ og „sigraðu fjöllin, sæktu yfir straum, leitaðu að gæfu, láttu rætast draum“. Það var einstaklega ánægjulegt að taka á móti Flosa á frumsýning- arkvöldinu í Borgarleikhúsinu. Hann mætti ásamt Lilju sinni, bros- andi út að eyrum og iðaði í skinninu eins og barn. Tilhlökkunin leyndi sér ekki. Framkallið í lok sýningar á Söngvaseið var eins og svanasöngur Flosa Ólafssonar á leiksviðinu. Eins og hann ætlaði að njóta hverrar sek- úndu á leiksviðinu. Nú var það stað- ur og stund sem skipti öllu máli, að njóta þess sem er núna. Þá leyndist engum hvað áhorfendum þótti vænt um Flosa. Þegar hann var spurður út í framkallið í Söngvaseið í viðtali við Pétur Blöndal í síðustu viku sagði Flosi: „Það var með naumind- um að maður gæti staulast upp til að hneigja sig. Ég hélt ég dytti fram af sviðinu, því mig svimaði svo.“ Við hin sem sátum í salnum urðum hvorki vör við svima né gamlan mann staulast á svið. Við upplifðum Flosa brosandi út að eyrum njóta orkunnar og væntumþykjunnar frá troðfullum sal sem fagnaði honum svo innilega. Þessi minning um Flosa Ólafsson er okkur í Borgarleikhúsinu afar ljúf. Hér á hann ótal vini og hugur allra í leikhúsinu var hjá Flosa síð- ustu daga hans. Óneitanlega var það tilfinningaþrungin stund að sýna Söngvaseið við textana hans Flosa um síðustu helgi eftir að fregnir bár- ust af andláti vinar okkar. En við eigum minninguna um hann bros- andi og glaðan á Stóra sviðinu sem við geymum í hugskoti okkar. Fyrir hönd Leikfélags Reykjavík- ur og allra í Borgarleikhúsinu færi ég Lilju og fjölskyldu, okkar innileg- ustu samúðaróskir. Minningin um Flosa Ólafsson lifir. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (Valdimar Briem.) Magnús Geir Þórðarson, leik- hússtjóri Borgarleikhússins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.