Morgunblaðið - 13.11.2009, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 13.11.2009, Blaðsíða 50
Tónlistarbransinn er ísmeygi-leg og yfirborðskennd pen-ingahít, langur gangur úr plasti þar sem þjófar og melludólg- ar fara um rænandi og ruplandi á meðan góðum mönnum er slátrað eins og hundum. Neikvæðar hliðar eru þar einnig.“ -Hunter S. Thompson. Yðar einlægur komst loksins í að lesa skáld- söguna Kill Your Friends eftir Bretann John Niven, bók sem vakti tals- vert umtal á síð- asta ári og þessu reyndar líka og hefur verið líkt við hina kröftugu Trainspotting hvað stíl og áferð varðar. Niven þessi starfaði í tíu ár í breska músíkbransanum sem svo- kallaður „A&R“-maður en þeir hafa það hlutverk að snuðra uppi nýtt hæfileikafólk fyrir útgáfufyr- irtæki og virkja það til samnings- gerðar. Í raun nokkurs konar gull- grafarar sem er ætlað að koma auga (og eyrum) á mögulega smelli.    Söguhetjan er 27 ára gömul (áþeim aldri er rokkstjörnur snúa jafnan tám upp í loft) og heit- ir hinu beitta en um leið slepjulega nafni Steven Stelfox. Niven gerir upp tíma sinn í téðum bransa í gegnum þessa ýktu mynd af sjálf- um sér og er bókin algerlega óborganleg – sérstaklega fyrir þá sem hafa einhverja reynslu af þess- um bransa. Því að margt af því sem virðist harla ótrúlegt í sögunni er eiginlega nokkuð rétt mynd af því sem þar viðgengst. Stelfox er keyrður áfram af kókaíni og kyn- lífi og hann – eins og allir hans fé- lagar – hefur ekki minnstu ástríðu fyrir tónlist. Allt snýst um völd, pólitík og peninga. Textinn er harðsoðinn og hvass, drepfyndinn á köflum og kynlífslýsingar eru tíð- ar og nánast óþægilega nákvæmar. Stelfox er illur inn að beini en það er helst að Niven fatist flugið þeg- ar nokkurs konar American Psyco- vinkill er settur í framvinduna. Stelfox tekur upp á því að drepa samstarfsmenn sína og sá þáttur gengur illa upp og er of óraun- verulegur í samanburði við annað.    Hin ágæta sveit Modest Mousekom eitt sinn hingað til lands og hélt tónleika á Gauknum. Allan tímann á meðan sveitin var á sviði var ég baksviðs að drekka frían bjór. Ég skammast mín enn þann dag í dag fyrir þessa forgangs- röðun. Samkvæmt Niven er svona hugsunarháttur regla fremur en undantekning í Bretlandi. Mér varð líka óhjákvæmilega hugsað til bransans hér heima á meðan ég var að lesa en hann er eins og sól- ríkur göngutúr í gegnum Múm- índal í samanburðinum. Samfélag nálægðarinnar hefur sína kosti. Rotnasti bransi í heimi? AF LISTUM Arnar Eggert Thoroddsen » Stelfox er keyrðuráfram af kókaíni og kynlífi og hann – eins og allir hans félagar – hef- ur ekki minnstu ástríðu fyrir tónlist. Sálarsala? Sex Pistols skrifa undir samning við A&M árið 1977. Með þeim er umboðsmaðurinn Malcolm McLaren. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 2009 Sími 462 3500 Þú færð 5 % endurgreitt í Borgarbíó Sími 551 9000 Þú færð 5 % e n d u r g r e i t t í Regnboganum 2012 kl. 8 - 11 (kraftsýning) B.i.10 ára This is It kl. 5:45 - 10 LEYFÐ Jóhannes kl. 5:45 - 8 LEYFÐ 2012 kl. 6 - 9:15 B.i.10 ára Paranormal Activity kl. 6 - 8 -10 B.i.16 ára Zombieland kl. 8 - 10 B.i.16 ára Broken Embraces kl. 5:20 B.i.12 ára Stúlkan sem lék sér að eldinum kl. 6 - 9 B.i.16 ára 2012 kl. 5:45 - 9 B.i.10 ára Desember kl. 6 - 8 - 10 B.i.10 ára Stúlkan sem lék sér að eldinum kl. 5:20 - 8 - 10:40 B.i.16 ára Jóhannes kl. 6 - 8 - 10 LEYFÐ SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI OG REGNBOGANUM YFIR 27.000 MANNS! Sýningum fer fækkandi ÁÐUR ÓSÉÐ MYNDEFNI SEM HEIMURINN HEFUR BEÐIÐ EFTIR SÝND ÚT NÓVEMBER SÖKUM VINSÆLDA! HHH -E.E., DV SÝND Í SMÁRABÍÓI OG BORGARBÍÓISÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI „2012 er Hollywood- rússíbani eins og þeir gerast skemmtilegastir! Orð frá því ekki lýst hvað stórslysasenurnar eru öflugar.” T.V. - Kvikmyndir.is VJV - FBL FRÁ LEIKSTJÓRA INDEPENDENCE DAY OG THE DAY AFTER TOMORROW HEIMSFRUMSÝNING SÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI, REGNBOGANUM OG BORGARBÍÓI SUMIR DAGAR... 31.000 MANNS! EIN VINSÆLASTA MYND ÁRSINS! Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og Háskólabíói ef þú borgar bíómiðann m Þú færð 5% endurgreitt í Háskólabíó
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.