Morgunblaðið - 13.11.2009, Side 50

Morgunblaðið - 13.11.2009, Side 50
Tónlistarbransinn er ísmeygi-leg og yfirborðskennd pen-ingahít, langur gangur úr plasti þar sem þjófar og melludólg- ar fara um rænandi og ruplandi á meðan góðum mönnum er slátrað eins og hundum. Neikvæðar hliðar eru þar einnig.“ -Hunter S. Thompson. Yðar einlægur komst loksins í að lesa skáld- söguna Kill Your Friends eftir Bretann John Niven, bók sem vakti tals- vert umtal á síð- asta ári og þessu reyndar líka og hefur verið líkt við hina kröftugu Trainspotting hvað stíl og áferð varðar. Niven þessi starfaði í tíu ár í breska músíkbransanum sem svo- kallaður „A&R“-maður en þeir hafa það hlutverk að snuðra uppi nýtt hæfileikafólk fyrir útgáfufyr- irtæki og virkja það til samnings- gerðar. Í raun nokkurs konar gull- grafarar sem er ætlað að koma auga (og eyrum) á mögulega smelli.    Söguhetjan er 27 ára gömul (áþeim aldri er rokkstjörnur snúa jafnan tám upp í loft) og heit- ir hinu beitta en um leið slepjulega nafni Steven Stelfox. Niven gerir upp tíma sinn í téðum bransa í gegnum þessa ýktu mynd af sjálf- um sér og er bókin algerlega óborganleg – sérstaklega fyrir þá sem hafa einhverja reynslu af þess- um bransa. Því að margt af því sem virðist harla ótrúlegt í sögunni er eiginlega nokkuð rétt mynd af því sem þar viðgengst. Stelfox er keyrður áfram af kókaíni og kyn- lífi og hann – eins og allir hans fé- lagar – hefur ekki minnstu ástríðu fyrir tónlist. Allt snýst um völd, pólitík og peninga. Textinn er harðsoðinn og hvass, drepfyndinn á köflum og kynlífslýsingar eru tíð- ar og nánast óþægilega nákvæmar. Stelfox er illur inn að beini en það er helst að Niven fatist flugið þeg- ar nokkurs konar American Psyco- vinkill er settur í framvinduna. Stelfox tekur upp á því að drepa samstarfsmenn sína og sá þáttur gengur illa upp og er of óraun- verulegur í samanburði við annað.    Hin ágæta sveit Modest Mousekom eitt sinn hingað til lands og hélt tónleika á Gauknum. Allan tímann á meðan sveitin var á sviði var ég baksviðs að drekka frían bjór. Ég skammast mín enn þann dag í dag fyrir þessa forgangs- röðun. Samkvæmt Niven er svona hugsunarháttur regla fremur en undantekning í Bretlandi. Mér varð líka óhjákvæmilega hugsað til bransans hér heima á meðan ég var að lesa en hann er eins og sól- ríkur göngutúr í gegnum Múm- índal í samanburðinum. Samfélag nálægðarinnar hefur sína kosti. Rotnasti bransi í heimi? AF LISTUM Arnar Eggert Thoroddsen » Stelfox er keyrðuráfram af kókaíni og kynlífi og hann – eins og allir hans félagar – hef- ur ekki minnstu ástríðu fyrir tónlist. Sálarsala? Sex Pistols skrifa undir samning við A&M árið 1977. Með þeim er umboðsmaðurinn Malcolm McLaren. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 2009 Sími 462 3500 Þú færð 5 % endurgreitt í Borgarbíó Sími 551 9000 Þú færð 5 % e n d u r g r e i t t í Regnboganum 2012 kl. 8 - 11 (kraftsýning) B.i.10 ára This is It kl. 5:45 - 10 LEYFÐ Jóhannes kl. 5:45 - 8 LEYFÐ 2012 kl. 6 - 9:15 B.i.10 ára Paranormal Activity kl. 6 - 8 -10 B.i.16 ára Zombieland kl. 8 - 10 B.i.16 ára Broken Embraces kl. 5:20 B.i.12 ára Stúlkan sem lék sér að eldinum kl. 6 - 9 B.i.16 ára 2012 kl. 5:45 - 9 B.i.10 ára Desember kl. 6 - 8 - 10 B.i.10 ára Stúlkan sem lék sér að eldinum kl. 5:20 - 8 - 10:40 B.i.16 ára Jóhannes kl. 6 - 8 - 10 LEYFÐ SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI OG REGNBOGANUM YFIR 27.000 MANNS! Sýningum fer fækkandi ÁÐUR ÓSÉÐ MYNDEFNI SEM HEIMURINN HEFUR BEÐIÐ EFTIR SÝND ÚT NÓVEMBER SÖKUM VINSÆLDA! HHH -E.E., DV SÝND Í SMÁRABÍÓI OG BORGARBÍÓISÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI „2012 er Hollywood- rússíbani eins og þeir gerast skemmtilegastir! Orð frá því ekki lýst hvað stórslysasenurnar eru öflugar.” T.V. - Kvikmyndir.is VJV - FBL FRÁ LEIKSTJÓRA INDEPENDENCE DAY OG THE DAY AFTER TOMORROW HEIMSFRUMSÝNING SÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI, REGNBOGANUM OG BORGARBÍÓI SUMIR DAGAR... 31.000 MANNS! EIN VINSÆLASTA MYND ÁRSINS! Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og Háskólabíói ef þú borgar bíómiðann m Þú færð 5% endurgreitt í Háskólabíó

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.