Morgunblaðið - 13.11.2009, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 13.11.2009, Blaðsíða 21
Daglegt líf 21 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 2009 M b l1 15 18 00 Frábært úrval af undirfatnaði Hæðasmára 4 · 201 Kópavogur - Í sama húsi og Bílaapótek fyrir ofan Smáralind Símar 555 7355 og 553 7355 - www.selena.is Lepel, Lejaby, Charnos, Elixir, Panache, Masqurade, DM, Pastunette. A-FF skálar Glæsilegur kvenfatnaður á góðu verði Fyrir jólin kemur út spilið Heila-spuni, spil fyrir skapandi Íslend-inga, sem minnir um margt á hiðgoðsagnakennda Fimbulfamb sem löngu er orðið ófáanlegt. Í Heilaspuna er tak- mark leikmannanna er að fá aðra til að trúa uppskálduðum skýringum á orðum, slangri eða orðtökum, skálda hvað raunverulegar bækur fjalla um (eins og þeim yrði lýst aftan á kápunni), hvað gerðist á ákveðnum dag- setningum og botna á misfrægum ummæl- um. Að spilinu standa vinkonurnar Sesselja G. Vilhjálmsdóttir og Valgerður Halldórs- dóttir, en Valgerður var stödd erlendis þegar viðtalið var tekið. „Mig hafði langað að búa til spil heillengi en var alltaf í skóla eða að vinna. Svo kom ég heima núna í vor eftir að hafa verið í námi erlendis og var ekki komin með vinnu svo þetta var einmitt tíminn til að fara að vinna í spilinu. Ég og Vala erum saman í spilaklúbbi og við fórum að tala saman um að Íslendinga vantaði eitt- hvert skemmtilegt spil um jólin. Hvorug okk- ar var með vinnu svo við ákváðum að drífa í þessu. Við fórum í hugmyndavinnuna, töl- uðum um hvað okkur fyndist skemmtilegt og síðan þróaðist hugmyndin áfram. Við athug- uðum stöðuna og áhugann á markaðnum og það kom allt mjög jákvætt út þannig að við drifum bara í þessu.“ Aðeins rúmur tveir og hálfur mánuður leið frá því þær ákváðu að láta slag standa og þar til spilið fór fullbúið í framleiðslu í Kína. „Það var gífurleg vinna að útbúa skýringarnar sem eru 2.500 talsins, töluvert fleiri en í mörgum spilum. Vinnan spannaði ekki langt tímabil en það var unnið frá 8 til miðnættis á hverjum aði svo mikið í orðtökum sem ég skildi ekki,“ segir Sesselja. Hún segir að það hafi hjálpað heilmikið að spila prufuspil með vinum og ættingjum því þannig sáu þær hvað heppnaðist vel og var skemmtilegt og hvað mátti betur fara. Þær höfðu samband við Bobby Breiðholt sem gerði allar teikningarnar í spilinu og svo sá Anna Rakel Róbertsdóttir um grafíkina. „Við höfum fengið mikinn meðbyr. Fólk sendir okkur tölvupóst og þakkar framtakið. Við er- um t.a.m. komnar með u.þ.b. 1.300 aðdá- endur á Facebook. Forsala á spilinu er hafin á heilaspuni.is og hún hefur farið mjög vel í gang,“ segir Sesselja. Verð í forsölu er 5.990 kr. en henni lýkur í byrjun desember þegar spilin fara í sölu í verslunum en þar mun það kosta 6.990 kr. degi og var dálítið eins og að læra undir próf,“ segir Sesselja en hún og Valgerður lokuðu sig inni á Þjóðarbókhlöð- unni tímunum saman. „Við vorum líka mikið á kaffihúsi með stafla af bókum og það var dálítið fyndið að Þorgrímur Þráins- son var alltaf á næsta borði við okkur að skrifa nýjustu bókina sína og vorum við alltaf farnar að heilsa honum.“ Sesselja viðurkennir að undir lokin hafi hún og Valgerður verið komnar með nóg af skýringunum. „Hinsvegar hefur maður kom- ið sér upp ótrúlegri þekkingu. Það er ómet- anlegt t.d. að vita allt um íslenskar vættir. Við Vala skiptum skýringunum á milli okkar, vor- um með mismunandi sérsvið og undir lokin var ég nánast hætt að skilja hana því hún tal- Keppni í ímyndunarafli Borðspil þar sem hugarflugið fær að njóta sín og lygalaupar fá uppreisn æru. Hvern langar ekki að spreyta sig í þannig spili? Heilaspuni Sesselja er að vonum ánægð með spilið. Morgunblaðið/Ómar ÆTLAR þú að láta eins og hver annar dagur sé í dag, eða ætlar þú að fara einstaklega varlega; ganga um með hjálm og í hnéhlífum, eða jafnvel ekki fara fram úr rúmi? Fjöldi fólks óttast að föstudeginum 13. fylgi mikil ógæfa og fer sér því afar gætilega. Sumir fyllast jafnvel lam- andi ótta en paraskevide- katriaphobia, ótti við föstu- daginn 13., er þekkt fælni. Árið 2009 hefur því ekki reynst þessu fólki sérstak- lega vel þar sem þrettánda dag mánaðarins hefur þrisvar borið upp á föstu- degi en það mun aðeins ger- ast einu sinni á næsta ári. Margar kenningar eru til um uppruna þessarar hjátrúar, t.a.m. að hún komi úr norrænni goðafræði, frá musterisriddurum eða að um sé að ræða samsteypu tvenns konar hjátrúar; að þrettán sé óhappatala og föstudagur óhappadagur. Í talnaspeki er oft talað um að 12 sé hin fullkomna tala, t.d. séu mánuðirnir, stjörnumerkin, tölurnar á klukkunni og lærisveinarnir tólf, og því sé 13 óregluleg tala sem fari út fyrir fullkomnunina. Þá hefur föstudagur verið álitinn óhappadagur allt frá 14. öld; ekki sé gott að hefja verk- efni eða fara í ferðalög á þeim degi, fjölmargar hörm- ungar í heiminum hafi þá dunið yfir auk þess sem Jesús var krossfestur á föstudegi. Í öðrum löndum, t.d. Grikk- landi, er þriðjudagur hins vegar álitinn óhappadagur. Samkvæmt bandarískri rannsókn er 17-21 milljón Bandaríkjamanna haldin ótta við föstudaginn 13. og verða verslunar- og þjónustufyrirtæki af mörgum millj- örðum króna vegna þess að margir kjósa að hafa sig hæga og halda sig heima við. Það ætti kannski einhver að segja þeim að flest slys gerast inni á heimilum fólks. Hollensk rannsókn sem gerð var í fyrra leiddi í ljós að færri slys, eldsvoðar og þjófnaðir áttu sér stað á föstu- deginum 13. en aðra föstudaga, að öllum líkindum vegna þess að fólk gætti sín betur eða héldi sig frekar heima. Samkvæmt niðurstöðum eldri breskrar rannsóknar verða hins vegar fleiri bílslys föstudaginn 13., og í raun alla föstudaga ársins burtséð frá mánaðardeginum, og má eflaust rekja það til áfengisneyslu. Ferð þú í felur föstudaginn 13.? Friday the 13th Hvernig væri í tilefni dagsins að leigja einhverja af hinum rúmlega 10 myndum sem hafa komið út um hinn morðóða Jason?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.