Morgunblaðið - 13.11.2009, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 13.11.2009, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 2009 DÓMSMÁLARÁÐHERRA hefur sett á fót vinnuhóp til að kanna hvaða möguleikar séu fyrir hendi innan gildandi laga og alþjóðlegs samstarfs til að efla eftirlit með út- lendingum og tryggja að verið sé að nýta þær heimildir sem eru til staðar til að uppræta glæpastarf- semi hér á landi. M.a. verður skoð- að hvort unnt sé að taka upp tíma- bundið vegabréfaeftirlit. Í vinnuhópnum eiga sæti Sigríð- ur Björk Guðjónsdóttir, lög- reglustjóri á Suðurnesjum, Guð- brandur Guðbrandsson, lögreglu- fulltrúi hjá ríkislögreglustjóra, Þorsteinn Gunnarsson, forstöðu- maður hjá Útlendingastofnun, Jó- hann Karl Þórisson, aðalvarðstjóri hjá lögreglustjóranum á höfuð- borgarsvæðinu og Jón Pétur Jóns- son, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglustjóranum á Suðurnesjum. Vinnuhópur um vegabréfaeftirlit Eddufelli 2, sími 557 1730 Bæjarlind 6, sími 554 7030 Buxnaleggings – Verð 13.900 kr. Ný sending Kjólar við buxur-Verð 9.900 kr. Sunnudagsmogginn kemur nú með laugardagsblaðinu. Nýjar áherslur. Minna brot, spennandi vikurit. Aðventustjaki kr. 3.680 Bonito ehf. Friendtex, Faxafen 10, 108 Reykjavík, sími 568 2870 – www.friendtex.is LAGERHREINSUN Aðeins þessi verð: 1.000.- 2.000.- 3.000.- 4.000.- 5.000.- Ullarjakki, jakkar peysur,kjólar, túnikur,buxur, bolir og skór. Nú er hægt að gera dúndur góð kaup. Opið í dag föstudag frá kl. 12.00 -18.00 laugardag frá kl.11.00 -16.00 Við minnum einnig á Friendtex bangsarnir til styrktar leiðtarstöð Krabbameinsfélagsins eru seldir hér Mörkinni 6, sími 588 5518 Opið virka daga kl. 10-18, laugardaga frá kl. 10-16 Nýjar vörur Glæsilegar yfirhafnir, húfur og hattar Laugavegi 53, s. 552 1555 TÍSKUVAL Opið virka daga kl. 10-18, lau. kl. 11-16 Ný sending af buxum frá ROBELL Svartar, bláar, brúnar, gráar. Þrjár síddir. Laugavegi 63 • S: 551 4422 Skoðið sýnishornin á laxdal.is NÝ DÚNÚLPUSENDING ekta dúnn, með eða án skinnhettu (refur) Starfskostnaður er 40 þúsund STARFSKOSTNAÐUR borgarfull- trúa er 40 þúsund krónur á mánuði en ekki 66.400 krónur eins og kom fram í fréttaskýringu í Morgunblaðinu í gær. Starfskostnaður borgarstjóra er hins vegar 66.400 krónur eins og kom fram í blaðinu. Þá er rétt að taka fram að greiðsla vegna símakostn- aðar borgarfulltrúa er að hámarki 25 þúsund krónur á mánuði. Þá voru laun fyrir setu í stjórn Faxaflóahafna skráð á Þorleif Gunn- laugsson, en það er Sóley Tóm- asdóttir sem situr í stjórn fyrirtæk- isins fyrir hönd VG. Þetta þýðir að laun þeirra eru mjög svipuð eða um 660 þúsund krónur á mánuði. LEIÐRÉTT Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is AUGLÝSING Flugstoða eftir flugvallarvörðum á Reykjavíkurflugvelli fer fyrir brjóstið á slökkviliðsmönn- um. Þeir segja að verið sé að brjóta lög en Flugstoðir vísa því á bug og segja um hagræðingu að ræða. Samningur Flugstoða við slökkvilið höfuðborgarsvæð- isins vegna brunavarna á Reykjavíkurflugvelli rennur út 1. mars á næsta ári. Á innanhúsvef SHS er auglýsing frá Flugstoðum þar sem óskað er eftir flugvallarvörðum til að ganga í störf slökkviliðsmanna auk annarra starfa. Sverrir Björn Björnsson, formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningsmanna, segir að verðirnir eigi m.a. að sinna viðhaldi á tækjum og hann telji að það sé brot á lögum og reglum rétt eins og sú ákvörðun að hafa ekki slökkviliðsmenn áfram á svæðinu. 18 starfsmenn í hættu Sverrir Björn segir að samtals starfi 18 slökkviliðs- menn á vöktum á vellinum og þeir sinni einnig sjúkra- flutningum. Hann segir að breytingin þýði að viðbún- aðarstigið í borginni dragist saman og hafa beri í huga að sjúkraflutningar séu hluti af grunnþjónustu við lands- menn og með ákvörðuninni sé öryggi stefnt í hættu. Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Flug- stoða, segir að hugmyndin sé að nýta starfsmennina í fleiri störf og um hagræðingu sé að ræða með fullu sam- þykki samgönguráðuneytisins og Flugmálastjórnar. Hún leggur áherslu á að á 12 af 15 flugvöllum á landinu sé viðbragðsþjónusta veitt af flugvallarvörðum. Fyllsta ör- yggis verði gætt og flugvallarverðir á Reykjavíkurflug- velli fái alla þá menntun og þjálfun sem krafist sé og nauðsynleg sé talin vegna starfsins. Flugstoðir eigi áfram öll tæki og tól á vellinum og öryggiskröfurnar til viðbúnaðarþjónustu flugvallarins verða óbreyttar. Auglýsing eitur í bein- um slökkviliðsmanna Flugstoðir ætla að ráða flugvallarverði á Reykjavíkurflugvelli Morgunblaðið/Júlíus Brunavarnir Flugvallarstarfsmenn Flugstoða koma í stað slökkviliðsmanna Slökkviliðsins á Reykjavík- urflugvelli 1. mars á næsta ári. ALLS hafa 8.650 einstaklingar greinst með inflúensulík einkenni frá 29. júní til 8. nóvember skv. upplýsingum Landlæknisembætt- isins. Þar af eru 3.942 karlar og 4.618 konur. Í síðustu viku greind- ust 797 einstaklingar skv. skrán- ingu heilbrigðisþjónustunnar. Það eru töluvert færri en í vikunni á undan. Tilfellum hefur bæði fækk- að á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Enn greinast hlut- fallslega fleiri börn í aldurshópnum 0-9 ára með inflúensulík einkenni, færri greinast í öðrum aldurs- hópum. Færri greinast með inflúensulík einkenni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.