Morgunblaðið - 13.11.2009, Síða 9

Morgunblaðið - 13.11.2009, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 2009 DÓMSMÁLARÁÐHERRA hefur sett á fót vinnuhóp til að kanna hvaða möguleikar séu fyrir hendi innan gildandi laga og alþjóðlegs samstarfs til að efla eftirlit með út- lendingum og tryggja að verið sé að nýta þær heimildir sem eru til staðar til að uppræta glæpastarf- semi hér á landi. M.a. verður skoð- að hvort unnt sé að taka upp tíma- bundið vegabréfaeftirlit. Í vinnuhópnum eiga sæti Sigríð- ur Björk Guðjónsdóttir, lög- reglustjóri á Suðurnesjum, Guð- brandur Guðbrandsson, lögreglu- fulltrúi hjá ríkislögreglustjóra, Þorsteinn Gunnarsson, forstöðu- maður hjá Útlendingastofnun, Jó- hann Karl Þórisson, aðalvarðstjóri hjá lögreglustjóranum á höfuð- borgarsvæðinu og Jón Pétur Jóns- son, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglustjóranum á Suðurnesjum. Vinnuhópur um vegabréfaeftirlit Eddufelli 2, sími 557 1730 Bæjarlind 6, sími 554 7030 Buxnaleggings – Verð 13.900 kr. Ný sending Kjólar við buxur-Verð 9.900 kr. Sunnudagsmogginn kemur nú með laugardagsblaðinu. Nýjar áherslur. Minna brot, spennandi vikurit. Aðventustjaki kr. 3.680 Bonito ehf. Friendtex, Faxafen 10, 108 Reykjavík, sími 568 2870 – www.friendtex.is LAGERHREINSUN Aðeins þessi verð: 1.000.- 2.000.- 3.000.- 4.000.- 5.000.- Ullarjakki, jakkar peysur,kjólar, túnikur,buxur, bolir og skór. Nú er hægt að gera dúndur góð kaup. Opið í dag föstudag frá kl. 12.00 -18.00 laugardag frá kl.11.00 -16.00 Við minnum einnig á Friendtex bangsarnir til styrktar leiðtarstöð Krabbameinsfélagsins eru seldir hér Mörkinni 6, sími 588 5518 Opið virka daga kl. 10-18, laugardaga frá kl. 10-16 Nýjar vörur Glæsilegar yfirhafnir, húfur og hattar Laugavegi 53, s. 552 1555 TÍSKUVAL Opið virka daga kl. 10-18, lau. kl. 11-16 Ný sending af buxum frá ROBELL Svartar, bláar, brúnar, gráar. Þrjár síddir. Laugavegi 63 • S: 551 4422 Skoðið sýnishornin á laxdal.is NÝ DÚNÚLPUSENDING ekta dúnn, með eða án skinnhettu (refur) Starfskostnaður er 40 þúsund STARFSKOSTNAÐUR borgarfull- trúa er 40 þúsund krónur á mánuði en ekki 66.400 krónur eins og kom fram í fréttaskýringu í Morgunblaðinu í gær. Starfskostnaður borgarstjóra er hins vegar 66.400 krónur eins og kom fram í blaðinu. Þá er rétt að taka fram að greiðsla vegna símakostn- aðar borgarfulltrúa er að hámarki 25 þúsund krónur á mánuði. Þá voru laun fyrir setu í stjórn Faxaflóahafna skráð á Þorleif Gunn- laugsson, en það er Sóley Tóm- asdóttir sem situr í stjórn fyrirtæk- isins fyrir hönd VG. Þetta þýðir að laun þeirra eru mjög svipuð eða um 660 þúsund krónur á mánuði. LEIÐRÉTT Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is AUGLÝSING Flugstoða eftir flugvallarvörðum á Reykjavíkurflugvelli fer fyrir brjóstið á slökkviliðsmönn- um. Þeir segja að verið sé að brjóta lög en Flugstoðir vísa því á bug og segja um hagræðingu að ræða. Samningur Flugstoða við slökkvilið höfuðborgarsvæð- isins vegna brunavarna á Reykjavíkurflugvelli rennur út 1. mars á næsta ári. Á innanhúsvef SHS er auglýsing frá Flugstoðum þar sem óskað er eftir flugvallarvörðum til að ganga í störf slökkviliðsmanna auk annarra starfa. Sverrir Björn Björnsson, formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningsmanna, segir að verðirnir eigi m.a. að sinna viðhaldi á tækjum og hann telji að það sé brot á lögum og reglum rétt eins og sú ákvörðun að hafa ekki slökkviliðsmenn áfram á svæðinu. 18 starfsmenn í hættu Sverrir Björn segir að samtals starfi 18 slökkviliðs- menn á vöktum á vellinum og þeir sinni einnig sjúkra- flutningum. Hann segir að breytingin þýði að viðbún- aðarstigið í borginni dragist saman og hafa beri í huga að sjúkraflutningar séu hluti af grunnþjónustu við lands- menn og með ákvörðuninni sé öryggi stefnt í hættu. Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Flug- stoða, segir að hugmyndin sé að nýta starfsmennina í fleiri störf og um hagræðingu sé að ræða með fullu sam- þykki samgönguráðuneytisins og Flugmálastjórnar. Hún leggur áherslu á að á 12 af 15 flugvöllum á landinu sé viðbragðsþjónusta veitt af flugvallarvörðum. Fyllsta ör- yggis verði gætt og flugvallarverðir á Reykjavíkurflug- velli fái alla þá menntun og þjálfun sem krafist sé og nauðsynleg sé talin vegna starfsins. Flugstoðir eigi áfram öll tæki og tól á vellinum og öryggiskröfurnar til viðbúnaðarþjónustu flugvallarins verða óbreyttar. Auglýsing eitur í bein- um slökkviliðsmanna Flugstoðir ætla að ráða flugvallarverði á Reykjavíkurflugvelli Morgunblaðið/Júlíus Brunavarnir Flugvallarstarfsmenn Flugstoða koma í stað slökkviliðsmanna Slökkviliðsins á Reykjavík- urflugvelli 1. mars á næsta ári. ALLS hafa 8.650 einstaklingar greinst með inflúensulík einkenni frá 29. júní til 8. nóvember skv. upplýsingum Landlæknisembætt- isins. Þar af eru 3.942 karlar og 4.618 konur. Í síðustu viku greind- ust 797 einstaklingar skv. skrán- ingu heilbrigðisþjónustunnar. Það eru töluvert færri en í vikunni á undan. Tilfellum hefur bæði fækk- að á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Enn greinast hlut- fallslega fleiri börn í aldurshópnum 0-9 ára með inflúensulík einkenni, færri greinast í öðrum aldurs- hópum. Færri greinast með inflúensulík einkenni

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.