Morgunblaðið - 13.11.2009, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 13.11.2009, Blaðsíða 38
38 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 2009 Steinsmiðjan MOSAIK Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík • sími 587 1960 • www.mosaik.is MIKIÐ ÚRVAL AF LEGSTEINUM OG FYLGIHLUTUM Sendum myndalista Fyrir mörgum ár- um, þegar ég var u.þ.b. sex ára gamall nemandi í Barnaskóla Akureyrar, kynntist ég dreng. Hann var kallaður Þoddi og hét Þormóð- ur. Þormóður var ekki bara stærst- ur í öllum bekknum, heldur líka sterkastur. Allir í bekknum kunnu vel við Þormóð því hann var ljúfur, góður, skemmtilegur og réttlátur. Hann átti enga óvini. Ég taldi til- valið að gera Þormóð að vini mínum. Árin liðu, og Þoddi breyttist í Móða, sem þó var ævinlega bannorð á heimili Þormóðs. „Hann heitir Þormóður, ekki Móði“ var æði oft mælt úr munni Kolbrúnar mömmu með mjög ákveðnum tóni. Þormóður fluttist í Grænumýri og þá var að- eins örstuttur göngustígur á milli okkar úr Löngumýri í Grænu. Sam- tímis urðum við enn nánari vinir. Það var eins og Þormóður hefði séð aumur á minnsta og renglulegasta drengnum í bekknum. Einhvers konar bróðurkærleikur kviknaði á milli okkar og við urðum illaðskilj- anlegir. Skólagangan hélt áfram, og úr Barnaskólanum fluttumst við samstiga í Gaggann, MA og HÍ. Á leiðinni stækkaði hópurinn og úr varð fámennur kjarni vandaðra vina. Þormóður var mikill sundkappi og skíðagarpur. Ferðir okkar niðrí laug og uppí fjall urðu fljótt ótelj- andi og við áttum ævinlega auðvelt með að finna okkur eitthvað til að dunda við. Samveran, bernsku- brekin og strákapörin voru fjöl- mörg, og með árunum fylgdu í kjöl- farið bústaðaferðir, veiðiferðir, utanlandsferðir, fjölskylduferðir og nú síðast lítið sameiginlegt þrítugs- afmæli í byrjun október. Þormóður var mörgum svo margt. Hann var faðir, eiginmaður, sonur, bróðir, sannur vinur og svo margt fleira. Fyrir syni mínum, nú sjö ára, var Þormóður nokkurs kon- ar mæliviðmið. „Getur Móði lyft því?“ „Er hann stærri en Móði?“ Hjá syni mínum eru hlutir skil- greindir þungir aðeins ef Þormóður getur ekki lyft þeim og karlar eru ekki hávaxnir nema þeir séu hærri en Þormóður. Fyrir mér var Þor- móður sem bróðir. Ég er ólýsanlega þakklátur fyrir að hafa kynnst Þormóði og álít mig vera einn af heppnustu mönnum veraldar fyrir að hafa fengið að njóta nærveru Þormóðs í ríkara mæli en flestir aðrir fengu. Þormóð geymi ég á góðum stað í minni mínu. Þaðan fer hann aldrei. Þinn elsku vinur, Óli. Elsku Móði minn, ég kynntist þér fyrir rúmum 13 árum þegar ég og Gauti byrjuðum að vera saman og strax sá ég hversu frábær strákur þú varst, blíðari og góðhjartaðri mann hef ég ekki hitt eða eins og hún Erla þín orðaði það svo vel, hjartað þitt var svo stórt að það gæti enginn maður borið það og það er sko satt. Mér fannst strax merkilegt þegar við Gauti vorum að byrja saman þetta vinasamband ykkar strák- anna, ég hef aldrei vitað um svona samband, þið heyrðust yfirleitt á Þormóður Geirsson ✝ Þormóður Geirs-son fæddist í Es- kilstuna í Svíþjóð 11. september 1979. Hann lést á gjör- gæsludeild Landspít- alans í Fossvogi 27. október 2009 og var jarðsunginn frá Hall- grímskirkju 6. nóv- ember. hverjum degi og hitt- ust allar helgar. Ég fann það strax að ég yrði að sætta mig við að vera númer tvö á eftir vinahópnum ef ég ætlaði að vera í þessu sambandi og fannst mér það ekkert mál þegar ég var búin að kynnast ykkur öll- um því þið voruð sko hver öðrum betri, og hafa þessi tengsl milli ykkar alveg haldist, bara breyst, þar sem við höfum verið svolítið dreifð um landið. Þegar við vorum unglingar fannst mér þú samt hafa einn galla og var ég þess fullviss að það myndi leiða til þess að þú næðir þér ekki í konu, en það var munntóbakið. Þú afsann- aðir það og náðir þér í eina bestu stelpu sem ég hef hitt, hana Erlu þína, hún er eins og þú, hjartahlý og góð í gegn, enda voru þið svo frábær saman, ástin og umhyggjan skein af ykkur, það var alltaf svo notalegt að vera í kringum ykkur. Síðustu dagar hafa farið í það að fara yfir myndir og ræða síðustu ár við Gauta og þakka ég fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum saman eins og Danmerkurferðina okkar 2005 með börnin, alla jóla- glöggina okkar, áramótin okkar tvenn saman í Reykjavík voru nátt- úrlega bara frábær og ætluðum við að reyna að gera þetta að hefð, svo allar útilegurnar og sérstaklega úti- leguna sem við fórum allur vinahóp- urinn í Selland og enduðum í Vagla- skógi og einnig þegar þú komst til okkar í sumarbústaðinn í sumar með stelpurnar þínar tvær og gistuð þið hjá okkur og börnin skemmtu sér svo vel úti í potti. Einnig er ég rosalega þakklát fyrir að hafa getað verið hjá þér uppi á gjörgæslu í fjóra daga. Ég var svo bjartsýn þeg- ar við Gauti komum á föstudags- morgun og laugardagurinn lofaði bara betra ef eitthvað var. En svo fóru að koma neikvæðar fréttir á sunnudeginum, en maður hélt fast í þessa von að þú, þessi stóri maður, þú myndir sko standa upp, það var ekki spurning. En á þriðjudag 27. október kom reiðarslagið, ég átti erfitt með að trúa því þá og á það ennþá, ég sætti mig aldrei við þetta en læri vonandi að lifa með þessu. Elsku Móði minn, ég ætla að gera allt sem ég get til að passa hana Erlu þína og litlu skotturnar þínar, Auði Rós og Freydísi Lilju. Það er erfiður tími framundan hjá þeim og munum við vinahópurinn alltaf passa þær allar fyrir þig. Elsku Móði, mér mun alltaf þykja vænt um þig og mun minning þín lifa í þessum fallegu stelpum þínum. Elsku Erla, Auður Rós, Freydís Lilja, Kolla, Geir, Steinunn, Auður, Nanna, Jón, Auður, Sif og Andrea og aðrir aðstandendur, megi Guð styrkja ykkur í þessari miklu sorg. Þín vinkona Íris Rún. Orðið óraunverulegt er það sem kemur upp í hugann þegar ég hugsa um undanfarna daga og sit hérna og skrifa minningargrein um þig. Það er svo stutt síðan ég hitti þig með Freydísi litlu í fanginu, hressan og kátan að vanda. Þú varst svo mikill pabbi enda litlu augasteinarn- ir þínir afskaplega hændir að þér. Erla var vön að segja að hún væri „bara mamma í hjáverkum“, þú sæ- ir um þetta allt saman. Það skein af ykkur ástin til hvors annars í allar áttir og ég minnist þess þegar ég var heima hjá foreldrum þínum í laufabrauðsgerð rétt fyrir jólin 2005. Allir sátu hróðugir við mat- arborðið á Sólvallagötunni og voru foreldrar þínir í óða önn að reiða glæsilegar veitingar fram handa svöngum laufabrauðs- gerðarmönnum eins og þeim er ein- um lagið og þú tilkynntir að Erla væri ófrísk að Freydísi Lilju. Þetta var einstök stund, allir með tár á hvörmum af gleði og þú tókst svo fallega utan um Erlu og kysstir hana þegar þú varst búinn að segja tíðindin. Þið voruð svo samheldin og yndisleg saman enda öndvegisfólk bæði tvö og allir samglöddust ykkur svo mikið að hafa fundið hvort ann- að. Fyrstu kynni mín af þér voru heima hjá Auði systur þinni, minni bestu vinkonu. Ég hafði plantað mér í heimsókn til hennar og var að fár- ast yfir því að eiga engin húsgögn en var þá komin með leiguíbúð í sigtið. Rétt um það bil rakst þú inn nefið. Fékk ég þá loksins að hitta „Móða bróður“ sem Auði hafði orðið svo tíðrætt um. Þegar þú komst á snoðir um að ég væri að flytja bú- slóðarlaus inn í 70 m² húsnæði varstu ekki lengi að láta málið til þín taka. Þig munaði ekki um að eyða laugardeginum þínum í að göslast í gegnum geymslu ykkar hjóna og reyta fram eitt og annað í leigukotið mitt. Í geymslunni kenndi ýmissa grasa og gerði ég reyfarakaup þennan dag, þú hefur sjálfsagt séð aumur á mér og lést mig hafa góssið fyrir skít og ekki neitt. Dótinu var svo staflað upp á kerru á bíl ykkar Erlu og því keyrt um Reykjavík þvera og endilanga að verðandi heimili mínu. Þú hafðir sorterað all- ar skrúfur í nestispoka fyrir mig og leiddir mig í allan sannleika um hvernig ég ætti að bera mig að með skrúfjárnið svo innanhússarkitekt- úrinn færi ekki í ólestur. Allt fór á besta veg hjá mér og var íbúðin hin hlýlegasta. Með árunum hefur týnst eitt og annað úr búslóðinni sem þið hjónin selduð mér á sínum tíma eins og gengur þegar maður sjálfur gengur í hjúskap. Eitt hefur þó fylgt mér allar götur frá þessum haustdegi; myndarleg hvít komm- óða sem stendur á heimili okkar hjóna. Hún mun fylgja mér og minna mig á þig og hjálpsemi þína hérna um árið. Þetta lýsir þér best, hlaupa til og aðstoða og gefa af þér. Þú gættir Auðar eins og sjáaldurs augna þinna í veikindum hennar. Fyrir það verð ég þér ævinlega þakklát. Ég er þakklát fyrir að hafa kynnst þér, dreng með svona fallegt hjartalag. Mér þykir sárast að þú hafir þurft að kveðja okkur því heimurinn þarfnast fólks eins og þín. Með þessum orðum kveð ég þig, elsku Þormóður, og bið engla Guðs að vaka yfir þér. Ég veit þú ert á góðum stað. Sofðu rótt. Alma Rún Rúnarsd. Thorarensen. Til góðvinar míns Þormóðs. Ekki vissi ég að ég hefði hjarta fyrr en mér varð illt í því. Föstu- dagsmorguninn er Erla þín hringdi í mig komst ég að því að ég hef hjarta. Það kom aldrei neitt annað til greina en þú næðir þér að fullu og kæmir líklega betri tilbaka. Það hafði alltaf verið þinn stíll að takast á við verkefni og koma úr þeim sem betri maður. Ég trúi þessu vart enn, bíð alltaf eftir því að vakna. Og ég sem drykklangt drúpi höfði yfir dauðans ró, hvort er ég heldur hann, sem eftir lifir, eða hinn, sem dó? (Steinn Steinarr). Ég fer í gegnum myndir og minn- ingar, finn þeim nýja staði. Minn- ingar síðasta árs standa uppúr. Er ég sár og reiður að ekki skuli vera meira jafnræði í því. Ég minnist stunda sem við áttum saman í góð- um vinahóp, og get ekki annað en brosað og verið þakklátur. Man sér- staklega eftir þeim stundum sem við áttum saman á árbakka Ytri-Rang- ár í sumar. Strákarnir höfðu hætt eilítið fyrr en þú vildir klára vaktina og stóðum við saman. Ekki var það sökum mikillar veiðivonar, heldur var það ástríðan – ástríða þín á veið- inni sem fékk þig til að vera áfram. Ég stóð með þér í von um smitast. Ég er þakklátur fyrir að hafa átt þig fyrir vin og við höfum átt stór- kostlegar stundir saman. Hvar sem þú ert verður þú alltaf hluti af veru- leika mínum. Þín er sárt saknað. Þinn vinur, Arnar Gauti Finnsson. Okkur langar í nokkrum orðum að minnast vinar okkar Þormóðs, sem við kölluðum alltaf Móða. Við kynntumst Móða á heimavist Menntaskólans á Akureyri veturinn 1997 til 1998. Við tókum strax eftir því að Móði var einhver sem allir vildu þekkja. Fólk sóttist eftir fé- lagsskap hans og vináttu. Veturinn eftir, þegar við tókum sæti í stjórn skólafélags MA, kynnt- umst við hve gott það var að eiga Móða að sem vin og það góðan vin. Móði gaf endalaust af sér, hann var hvers manns hugljúfi með þægilega nærveru og á hann var alltaf hægt að treysta. Traustari vin var varla hægt að hugsa sér, hvort sem mað- ur þurfti hjálp, hvatningu eða ráð. Hjá Móða var alltaf stutt í húm- orinn. Í kringum hann var mikið hlegið og oftar en ekki var það Móði sem átti upptökin að gríninu. Miklar samverustundir þessa vetrar ein- kenndust af góðri vináttu og sú vin- átta hefur fylgt okkur alla tíð síðan. Þegar við lítum til baka þá rifjast upp góðu stundirnar, hvort sem þær voru á þeim tíma sem við störfuðum saman í stjórn eða á árunum á eftir. Hvort sem það var á heimavistinni, í litla bláa húsinu eða þegar Móði og Hákon leigðu saman í Hrísalund- inum og svo allar stundirnar sem fóru í körfuboltaiðkun, sjónvarps- gláp eða skemmtun. Alltaf var jafn gott að leita til Móða þegar eitthvað þurfti að ræða og oft hafði hann heilmikið vit fyrir okkur. Þótt samverustundirnar hafi ekki alltaf verið jafn margar og á þessum tíma, þá byggðist vinátta okkar á þessum styrka grunni sem lagður var á menntaskólaárunum. Sama þótt liðu dagar eða mánuðir á milli þess sem við hittumst eða heyrðum hvert í öðru, þá var það alltaf eins og það hefði síðast verið í gær. Framtíðin blasti björt við Móða og hann hafði nýlega útskrifast sem lyfjafræðingur og stofnað eigið fyr- irtæki þegar lífið var tekið frá hon- um. Dugnaður Móða og réttsýni voru meðal þeirra fjölmörgu góðu kosta sem leiddu hann áfam í lífinu og voru honum leiðarljós í námi og starfi. Alla tíð hefur skinið mikil ást af Móða og Erlu eiginkonu hans og leyndist engum hversu mikla ham- ingju Erla og dætur þeirra tvær veittu honum. Það er sárt að sjá á eftir Móða, að hann hafi þurft að kveðja svo ungur, þegar björt framtíð blasti við. Hug- ur okkar er hjá stelpunum hans, eiginkonunni Erlu og dætrunum tveimur, Auði Rós og Freydísi Lilju, foreldrum hans, systrum og fjöl- skyldum þeirra, tengdafjölskyldu og fjöldanum öllum af vinum sem Móði hefur laðað að sér í gegnum árin. Megi Guð styrkja alla þá sem um sárt eiga að binda. Á sama tíma og við kveðjum kær- an vin okkar með söknuði minnumst við allra þeirra fjölmörgu og dásam- legu stunda sem við áttum með hon- um. Móði var vinur í raun. Hákon og Inga. Fréttir af skyndilegum veikindum Móða voru sárar og lamandi fyrir okkur og alla sem þekktu hann. Fram á síðustu stundu óskuðum við þess og trúðum í hjörtum okkar að þessi stóri og sterki strákur myndi hafa sigur í þessari illvígu baráttu. Það var því mikil sorg þegar fréttist að svo var ekki. Flest þekktum við Móða býsna vel síðan á skólaárum okkar í MA og hvert okkar á sínar minningar um þennan hjartahlýja, skemmtilega og yndislega strák. Þegar sorgin dynur yfir finnum við hve ómetanlegt það er að hafa verið þéttur og góður hópur í menntaskóla. Þó að tíminn hafi liðið og samskiptin ekki verið jafn mikil og áður þá verða þau sterku tengsl sem mynduðust á þessum tíma aldrei frá okkur tekin. Leiðir skiljast eins og gengur og gerist en minningarnar hverfa ekki. Eins sárt og það er að kveðja ungan vin og félaga í blóma lífsins þá yljum við okkur við allar þær frá- bæru minningar sem eftir sitja. Fal- legar, skemmtilegar og góðar minn- ingar um ljúfan og einstakan mann sem öllum vildi vel. Upp í huga okkar leita orðin gleði og þakklæti fyrir þau forréttindi að hafa kynnst einstökum strák. Gleði og þakklæti fyrir að hann var sam- ferðamaður okkar í gegnum menntaskólaárin. Við kveðjum góðan vin og skóla- félaga með sorg í hjarta og sendum Erlu, Auði Rós, Freydísi Lilju og öðrum aðstandendum og ástvinum Móða okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Megi góður Guð vera með ykkur og styrkja á erfiðum tímum. F.h. samstúdenta úr 4. F, Björg Þorvarðardóttir og Erla María Lárusdóttir. Elsku vinur. Þú ert svo fallegur, stór og sterk- ur. Megi ljós og friður lýsa þér, elsku Móði minn. Ég vil þakka þér fyrir allt og allt. Ég bið guð og alla englana að vaka yfir skvísunum þínum og fjöl- skyldu og veita þeim styrk í þeirra miklu sorg. Nú leggur þú á hinn ljósa vog, sem liggur á milli stranda. Þér verður fagnað af vinum, þar sem verðir himnanna standa, sem alkomnum bróður, úr útlegð, heim af eyðimörk reginsanda. En þín við minnumst með þökk í hug sem þess sem við líkjast viljum. Og fetum veginn í fótspor þín, hve fátt og smátt, sem við skiljum. Það léttir þá raun að rata heim í reynslunnar hörkubyljum. (Kristján frá Djúpalæk.) Eydís Einarsdóttir. Elsku Móði, það er erfitt að skilja að þú sért farinn frá okkur svona fljótt, án þess að geta kvatt þig, lífið getur verið svo ósanngjarnt. Við bú- umst enn við að sjá þig í sundlaug- inni eða á göngum skólans, léttan í lund með Erlu konunni þinni og fal- legu dætrunum ykkar Auði og Freydísi. Þú varst svo mikill fjöl- skyldumaður, dætur þínar eru þínir demantar og Erla þín eina ást í ei- lífðinni. Þú stundaðir námið af mik- illi samviskusemi og elju, ásamt því sinntir þú föðurhlutverkinu með hlýju og alúð samhliða skólanum. Orðin ein geta ekki lýst hversu hjartagóður og lífsglaður maður þú varst. Vinsæll meðal nemenda jafnt sem kennara í skólanum og umfram allt góður og traustur vinur allra sem voru í kringum þig. Við strák- arnir erum fegnir að hafa hitt þig stuttu áður en þú hvarfst frá okkur. Við borðuðum saman og ræddum um lífið og tilveruna. Það geislaði af þér gleðin. Þú hafðir frá mörgu að segja og fórst alltaf fögrum orðum um það hve skemmtilegt og áhuga- vert starfið þitt væri hjá Lipid Pharmaceuticals. Allt virtist ganga í haginn hjá þér og fjölskyldu þinni og því er það svo erfitt að horfast í augu við raunveruleikann. Þín verður sárt saknað innan vinahóps okkar. Þú skilur eftir þig mikið tómarúm sem við reynum að fylla upp í með hlýjum minningum um þig. Við erum þakklát fyrir þær yndislegu stundir sem við áttum saman í námi og góðum félagsskap og munu þær lifa áfram í minning- unni. Við hlökkum til að sjá þig aft- ur, félagi, megi sál þín hvíla í friði. Vel sé þér, vinur, þótt vikirðu skjótt Frónbúum frá í fegri heima. Ljós var leið þín og lífsfögnuður, æðra, eilífan þú öðlast nú. (Jónas Hallgrímsson.) Fyrir hönd ástkærra vina Móða úr lyfjafræðinni. Árni Þorri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.