Morgunblaðið - 13.11.2009, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 13.11.2009, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 2009 Size Fits all með dassi af löngun í algleymi. … Hlaðbær: setið á gólf- inu, Sweet Dublin í pípunum, kaffi, vatnslitir, vinir og nánd. Afrískar trommur, blús og jazz. Sidney Bec- het telur inn í útvarpsþætti sem verða til við frum-stæðar aðstæður. Áhuginn er ósvikinn, einbeitingin algjör, nætur og dagar renna sam- an í eitt. … Takk fyrir allar ógleymanlegu stundirnar, Stein- grímur. Ég kýs að halda í þá von að við hittumst að lokum í annarri vídd – endurnærðir – þannig verður allt ásættanlegra. Ég bið að heilsa. Elsku Systa, Guðmundur, synir og aðrir aðstandendur, ég sendi ykkur mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Helgi Hilmarsson „Þegar hlustað er á tónlist og hún er búin, er hún horfin út í loft- ið. Hún verður aldrei endurheimt,“ sagði djassleikarinn Eric Dolphy einhvern tíma. Einhvern veginn rifjast þessi orð upp þegar Stein- grímur Guðmundsson vinur minn er horfinn. Kannski af því að það var alltaf svo mikil tónlist í kringum Steingrím og hún skipti hann svo miklu máli. Hann hafði miklar tón- listargáfur. Alveg frá barnsaldri náði hann að töfra fram músík úr ólíklegustu hljóðfærum. Þótt gítar- inn væri lengst af hans aðalhljóð- færi lék hann líka á kontrabassa og bassagítar, hljómborð og jafnvel á saxófón og fleiri blásturshljóðfæri. Hann var einstaklega frjór í tónlist- arsköpun sinni, samdi lög og útsetti af smekkvísi og miklu hugmynda- flugi, samdi tónlist fyrir leikhús og við kvikmyndir og bjó til raftónlist í félagi við sameiginlegan vin okkar, Sigurð Þórisson, undir nafninu Dív- an grimmi. Þekktastur er Stein- grímur þó líklega fyrir spila- mennsku sína í hljómsveitunum Júpíters og Langa Sela og Skugg- unum. Ég kynntist Steingrími einhvern tíma á ofanverðum áttunda áratugi síðustu aldar og við urðum góðir vinir. Það var ævinlega gaman að fá Steingrím í heimsókn. Hann var góður félagi og hlýr, fyndinn og skarpur, snjall sögumaður og mikill mannþekkjari. Það var líka dýr- mætt fyrir okkur fjölskylduna að kynnast drengjunum hans tveimur, Sigurði Árna og Sindra Má, og fylgjast með þeim vaxa og dafna. Steingrímur var þeim góður faðir, ástríkur og hvetjandi, og sambandið við þá var honum mjög mikilvægt. Steingrímur starfaði lengst af sem hljóðmaður, fyrst hjá Ríkis- sjónvarpinu en síðar við kvik- myndagerð. Ég held að hann hafi verið afbragðsfagmaður og góður samstarfsmaður. Hann hafði glögg- an skilning á kvikmyndum og það var gaman að hlusta á hann tala um kvikmyndagerð og segja sögur úr þeirri vinnu. Stundum kom hann til okkar í timburhúsið við Bergstaða- stræti og dundaði við það lengi dags að safna braki í gólffjölum, fótataki, ískri í hurðum og fleiri húshljóðum til að nota í einhverja kvikmyndina. Fyrir rúmu ári veiktist Stein- grímur alvarlega og háði langa og erfiða baráttu við sjúkdóm sinn. Í þeirri baráttu sýndi hann ótrúlega þrautseigju og mikið æðruleysi. Þótt Steingrímur sé nú horfinn eins og tónlistin sem Dolphy lýsti, lifir áfram minningin um mikinn öð- ling. Við Anna Lára sendum öllum aðstandendum hans hugheilar sam- úðarkveðjur. Árni Óskarsson. Steingrímur Eyfjörð Guðmunds- son var góður, hæfileikaríkur og skemmtilegur maður sem bjó yfir mikilli hjartahlýju; ljúflingur og mikilhæfur tónlistarmaður – sannur vinur. Steingrímur var sterkur og traustur. Hvað sem á dundi hélt hann ró sinni, jarðbundinn en líka tilfinninganæmur, fagmaður fram í fingurgóma. Það var alltaf gott að vinna með Steingrími. Með þolin- mæði sinni, skilningi og rósamri nærveru hafði hann róandi áhrif á fólkið í kringum sig. Við áttum ýmislegt sameiginlegt og unnum stundum að listrænum verkefnum með ljóða- og tónlist- arflutningi. Minnisstætt er nýliðið verkefni sem stóð yfir allt árið 2008. Þá vorum við í miklu sam- bandi, Steingrímur, Hörður Braga- son og ég. Til stóð að gefa út bók- ina Óður eilífðar með verkum vinar okkar heitins, Þorgeirs Rúnars Kjartanssonar, og einnig að halda tónleika. Við vorum uppfull af hug- myndum í ársbyrjun 2008 og horfð- um björtum augum til framtíðar. Ekki hvarflaði að okkur sú kald- hæðni örlaganna að eitt okkar ætti eftir að veikjast af sama grimma sjúkdómi og á sínum tíma hafði dregið Þorgeir til dauða. Ég var forsvarsmaður heildar- verkefnisins en Steingrímur og Hörður stýrðu tónlistarhluta þess. Hámarki náði það í miðju hruninu með tónleikum í Iðnó 6. nóvember sem tileinkaðir voru útkomu bók- arinnar Óður eilífðar. Stofnuð var stórsveitin Hópreið lemúranna sem flutti Veðraspána, tryllingslega heimsádeilu sem Þorgeir virtist hafa ort um það sem var að gerast í samfélagi nútímans. Í flutningi Lemúranna, Kórs byltingarinnar og Rúnars Guðbrandssonar varð þetta allt í senn: orðagjörningur, tónverk og leikverk. Steingrímur var með okkur, einn þeirra tónlistarmanna sem sömdu og fluttu þetta magnaða tónverk – og fleiri verk. Hann tók þátt í „bylt- ingarkenndri hátíðardagskrá“ þetta kvöld af krafti, glæsilegur að vanda, – en dálítið fölur og þreytulegur. Vikuna fyrir þennan viðburð var hann farinn að kenna þess meins sem nú hefur lagt hann að velli. Steingrímur hélt að hann væri með flensu en eftir tónleikana hélt hann áfram að vera lasinn. Áfallið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti: Vinur okkar var lagður inn á spítala með bráðahvítblæði. En það var von í veikindunum og einnig sköp- un. Steingrímur átti að fara í merg- skiptaaðgerð til Stokkhólms, Berg- ljót systir hans gat gefið merg, og vinirnir, undir forystu Harðar, efndu til fjársöfnunar og styrkt- artónleika til að hjálpa þeim. Júpi- ters komu saman aftur og fleiri hljómsveitir léku til styrktar Stein- grími. Öll vildum við leggja eitthvað af mörkum og koma vini okkar sem við elskuðum til hjálpar. En það fór öðruvísi en við von- uðum. Hið mikla skarð sem Stein- grímur skilur eftir verður aldrei fyllt. Elsku Steingrímur, ég er innilega þakklát fyrir vináttu þína og stolt af að hafa þekkt þig. Ég sendi þér mínar fegurstu hugsanir og þær verða að blíðlegu ljósi sem umvefur þig. Vinum og aðstandendum, einkum Guðmundi föður Steingríms, Berg- ljótu systur hans, Sveini mági hans, og Sigurði og Sindra Steingríms- sonum, votta ég mína dýpstu sam- úð. Rúna K. Tetzschner. Okkar hjartans vinur Steingrím- ur er dáinn. En hans hlýja minning lifir áfram í huga okkar og hjarta því Steingrímur var einn af þessum mönnum sem alltaf lyfti þeim sam- komum sem hann kom við á upp á hærra og skemmtilegra plan. Það veit allur sá fjöldi sem vann með Steingrími í bæði tónlistar- og kvik- myndabransanum og hann stytti stundir með ótölulegum fjölda sagna úr eigin lífi. Og auðvitað líka þeir sem kynntust honum í per- sónulega lífinu og töldust til vina- hóps hans. Steingrímur var nefni- lega einn af þeim mönnum sem allir voru sammála um að væri sagna- meistari. Hvernig er annað hægt að skilgreina manninn sem sagna- meistara þegar allir hafa heyrt sög- una oft og mörgum sinnum en sam- einast í því að nauða í Steingrími þar til hann segir söguna einu sinni enn. Síðan liggja þeir hinir sömu í gólfinu af hlátri í hvert einasta skipti. Þar fer sannur meistari sagnanna sem ræður við að halda sögum sínum lifandi aftur og aftur og stöðugt bæta við sagnaflóruna. Aldrei þreyttist maður á að heyra hann segja frá brúðkaupi sínu í Hallgrímskirkju og viðskiptum sín- um við veisluhaldara því tengd. Og aldrei heyrði maður söguna af sveitadvöl Steingríms á Norður- landi og afleiðingum hennar fyrir eldhús og útikamar bæjarins nógu oft. Steingrímur var þannig maður að hann gladdi þá sem í kringum hann voru. Við kynntumst Steingrími þegar við vorum að vinna saman við kvikmyndir og upp úr því þróaðist fljótlega góður vinskapur með okk- ur. Þegar fram liðu stundir og við félagarnir fórum að gera okkar eig- in myndir fór Steingrímur að semja tónlist við þær og vinna að hljóð- myndinni. Skemmst er frá því að segja að tónsmíðar Steingríms lyftu alltaf okkar verkum upp um eina hæð. Síðasta árið sem Steingrímur lifði var hann að semja tónlist í ófrumsýnda mynd okkar – og það lá í loftinu að þetta yrði það síðasta sem hann semdi, nema kraftaverk kæmi til. Það sama er með þessa nýju tónlist Steingríms eins og áð- ur. Hún lyftir okkar verkum upp á næstu hæð. Tónlistin þín lifir, Steingrímur, og þótt að þú sért far- inn á annan stað er okkar samstarfi ekki lokið. Það er í versta falli í smápásu. Þangað til við hittumst aftur vitum við að hinum megin verður kátt á hjalla og hlegið hátt í veislunni sem þú ert núna í. Taktu frá sæti fyrir okkur félagana svo við getum hlustað enn einu sinni á sögurnar og heyrt þig syngja og spila. Þínir vinir og félagar, Örn Marinó Arnarson, Þorkell Sigurður Harðarson. „Þetta er Brói,“ sagði Systa, ný- orðin vinkona mín í nýjum skóla þegar hún kynnti mig fyrir yngri bróður sínum, Steingrími. Það var í þriðju eða fjórðu efstu tröppu í efri hluta stigans í stóra holinu í Lauga- lækjarskóla, rétt hjá kennarastof- unni, og hann hallaði sér upp að handriðinu, úlpan fráflakandi, hnausþykki, jarpi makkinn úfinn og hann brosti. Ef til vill var það ekki alveg svona, en kannski var augnablikið í þriðju eða fjórðu tröppu ofan frá sú andrá þegar ég áttaði mig á því að svona væri það þá að verða skotin í strák. Steingrímur var sætastur, bestur og umfram allt, lang- skemmtilegastur. Ég var fimmtán ára, hann þrettán. Ég velti því ekki fyrir mér þá, að það gæti verið gæfa að eignast vini. Gleðidagarnir miklu tóku við; söngur, músík, leikur, sögur og sprell, og alltaf var Steingrímur sól- in í gleðskapnum, svo fyndinn, svo hugmyndaríkur og svo næmur. Það var sama hvaða hljóðabelg Guð- mundur pabbi þeirra Péturs, Systu og Steingríms kom með heim úr ferðum sínum til útlanda; Stein- grímur lærði á þá alla. Við sungum, spiluðum og hlustuðum á tónlist; Comedian Harmonists, Charlie Mingus, Juliette Gréco, Bach og Brian Eno, það skipti ekki máli, bara að tónlistin væri góð. Kvöld eitt sat vinahópurinn í rúmlega fokheldri stofu foreldra minna, við vorum að syngja og spila, og Goggi var með, Þorgeir Rúnar Kjartansson ljóðskáld. Þetta var óskastund og við haldin kynngi- krafti óútskýranlegra álaga meðan lag og ljóð urðu til um ungan svein og ótímabæran dauðdaga í snjón- um. Nú eru þeir allir dánir, Goggi, Steingrímur og Pétur bróðir hans, svo óbærilega snemma, svo löngu áður en síðasta lagið var sungið. Á spítalanum réttir Steingrímur mér veikburða hönd sína, við höld- umst í hendur, þéttingsfast, og vit- um bæði að það er í síðasta sinn. Gæfan að hafa átt hann að vini ligg- ur í þessu hinsta handtaki, vænt- umþykjan og hlýjan sem hann átti alltaf nóg af og það er erfitt að sleppa. Ég bið Systu, Guðmundi, Sigga, Sindra og Sveini huggunar, og öll- um þeim sem vænt þótti um Stein- grím. Ég kveð minn kæra vin með þakklæti. Bergþóra Jónsdóttir 28. útdráttur 12. nóvember 2009 A ð a l v i n n i n g u r Kr. 2.000.000 Kr. 4.000.000 (tvöfaldur) 2 3 5 3 0 V i n n i n g u r Kr. 100.000 Kr. 200.000 (tvöfaldur 1 4 0 0 0 3 8 7 1 9 4 0 3 5 6 6 2 4 6 3 Vi n n i n g u r Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur) 1412 3072 13074 42570 51247 59119 2391 6487 39456 47348 51276 59825 V i n n i n g u r Kr. 12.000 Kr. 24.000 (tvöfaldur) 3 6 8 1 3 4 1 2 2 9 3 1 9 3 9 7 3 1 4 6 0 1 2 5 7 2 1 5 6 6 0 2 5 7 5 7 9 6 1 0 5 9 1 3 7 8 6 2 9 3 6 7 4 0 5 5 0 4 7 2 8 2 5 7 4 7 8 6 7 7 6 9 7 6 0 0 6 1 7 9 3 1 5 2 5 0 2 9 8 8 1 4 0 7 7 9 4 7 3 3 1 5 8 1 8 1 6 8 8 2 6 7 6 4 8 3 2 5 7 0 1 5 8 4 2 3 0 7 9 9 4 1 2 6 8 4 7 7 3 2 6 0 1 3 5 6 9 1 0 8 7 7 0 6 3 2 8 6 4 1 6 4 7 4 3 0 9 4 2 4 1 5 7 8 4 7 7 6 8 6 0 9 1 1 6 9 1 1 4 7 7 5 4 9 3 5 4 5 2 0 3 5 9 3 1 6 7 5 4 1 6 1 5 4 8 7 0 7 6 1 0 3 4 6 9 2 5 9 7 8 0 4 4 5 3 3 3 2 0 3 8 3 3 2 4 6 6 4 1 9 0 7 4 8 7 7 1 6 1 0 8 9 6 9 5 2 2 7 8 8 9 8 7 1 7 6 2 0 7 5 2 3 2 9 6 1 4 1 9 3 8 4 9 2 6 9 6 1 3 0 9 6 9 6 4 4 7 9 0 5 7 7 6 5 5 2 2 6 1 6 3 5 6 0 8 4 1 9 6 5 4 9 5 6 7 6 2 7 3 8 7 0 4 0 1 7 9 3 1 7 7 6 6 4 2 2 8 5 9 3 6 4 3 4 4 3 2 3 1 5 0 1 1 9 6 2 7 6 2 7 1 1 3 7 8 4 0 1 2 3 3 6 1 3 7 9 3 6 4 3 7 9 2 5 2 3 9 8 6 3 1 4 8 7 1 6 5 9 1 2 0 8 5 2 4 7 7 8 3 9 2 7 5 4 4 7 7 7 5 3 7 4 3 6 3 3 6 9 7 3 2 6 6 1 2 7 7 6 2 8 0 2 8 3 9 6 2 9 4 5 5 1 8 5 7 0 2 5 6 5 5 0 0 7 5 6 7 1 V i n n i n g u r Kr. 7.000 Kr. 14.000 (tvöfaldur) 74 7361 14679 21074 27803 35351 43996 50558 57852 65563 74220 132 7449 14691 21116 27910 35423 44185 50808 58207 65761 74255 178 7584 14944 21252 28042 35469 44249 50922 58211 65887 74377 211 7624 15016 21266 28079 35540 44338 50927 58214 66052 74625 380 7692 15021 21318 28195 35576 44609 51135 58317 66185 74701 394 7865 15054 21402 28347 35618 44666 51325 58345 66235 74771 487 8000 15074 21408 28435 35868 44789 51376 58450 66392 74805 523 8001 15114 21636 28703 35899 44830 51477 58543 66494 74893 596 8080 15352 21745 28724 35908 44860 51513 58716 66676 74969 606 8086 15367 21782 28732 36140 45012 51690 58876 67036 75015 741 8089 15462 21880 28824 36184 45057 51694 58890 67173 75083 814 8098 15552 21920 28877 36372 45307 51745 58939 67327 75209 1040 8192 15603 21998 28942 36422 45433 51766 59184 67359 75260 1074 8238 15660 22052 29039 36629 45543 51828 59255 67480 75328 1191 8257 15708 22086 29073 36647 45668 52022 59497 67547 75345 1208 8303 15889 22283 29142 36859 46018 52031 59628 67549 75439 1257 8334 15894 22300 29165 36981 46034 52046 59927 67576 75549 1315 8340 15996 22345 29173 36999 46193 52159 59989 67606 75647 1381 8387 16000 22394 29296 37077 46245 52339 59996 67924 75737 1488 8405 16055 22397 29502 37185 46250 52352 60020 68151 75738 1620 8450 16092 22478 29699 37559 46283 52368 60028 68346 75744 1785 8467 16206 22556 29904 37694 46535 52378 60207 68363 75762 2053 8524 16227 22599 30005 37716 46572 52403 60276 68476 75799 2138 8701 16272 22664 30072 37816 46578 52470 60339 68572 75801 2184 8735 16320 22838 30110 37930 46588 52488 60481 69050 75816 2317 8853 16367 22895 30344 37949 46708 52622 60534 69097 75897 2330 8860 16410 23062 30429 38277 46767 52935 60548 69152 75918 2388 8872 16450 23180 30433 38356 46775 53034 60637 69189 76059 2435 8909 16589 23181 30551 38416 46792 53064 60772 69194 76077 2452 8911 16613 23236 30593 38417 46880 53173 60782 69302 76200 2490 8931 16678 23332 30641 38650 46949 53540 60853 69460 76316 2657 8957 16849 23568 30658 38742 47022 53738 61103 69521 76377 2730 8964 16913 23765 30746 38854 47124 53883 61240 69584 76416 2818 8969 16983 23852 30829 38907 47352 53908 61262 69620 76518 2900 9048 17004 23857 30849 39028 47358 54192 61390 69886 76608 2955 9245 17058 23906 31014 39132 47376 54216 61592 69994 76655 2987 9536 17119 23924 31118 39138 47386 54257 61857 70059 76951 3011 9717 17306 24102 31192 39146 47494 54283 61883 70195 76997 3020 9721 17384 24119 31284 39298 47525 54296 61953 70240 77215 V i n n i n g u r Kr. 7.000 Kr. 14.000 (tvöfaldur) 3028 10115 17397 24171 31756 39310 47589 54341 61969 70310 77319 3049 10146 17450 24194 31770 39347 47651 54531 61975 70382 77443 3102 10203 17555 24272 31824 39564 47733 54587 62043 70520 77606 3147 10222 17734 24424 31875 39720 47746 54596 62149 70709 77662 3233 10278 18020 24582 31936 39820 48026 55001 62216 70768 77675 3276 10596 18025 24619 31943 39831 48027 55161 62218 70787 77787 3324 10674 18040 24867 31986 39894 48157 55219 62220 70837 77853 3360 10676 18042 25041 32044 39926 48261 55237 62437 70854 78058 3422 10810 18110 25068 32114 39946 48300 55272 62452 70888 78105 3726 10991 18340 25109 32263 40334 48304 55315 62506 70957 78107 3818 11008 18423 25126 32505 40768 48339 55408 62771 71461 78147 4217 11105 18444 25168 32518 40793 48398 55448 63045 71626 78152 4356 11151 18625 25381 32587 40842 48427 55587 63115 71694 78223 4577 11302 18729 25696 32917 40930 48745 55706 63254 71863 78302 4662 11700 18844 25698 33307 41011 48880 55710 63336 72081 78373 4707 11738 18867 25732 33317 41019 48900 55725 63436 72135 78396 4744 11744 18886 25734 33358 41037 48964 55778 63440 72169 78489 4903 11827 19078 25795 33397 41051 49043 55959 63467 72359 78508 4920 11888 19096 25818 33435 41070 49050 56144 63725 72411 78580 5066 11964 19502 25950 33461 41362 49252 56318 63741 72418 78638 5431 12059 19586 26069 33554 41539 49258 56334 63896 72531 78654 5513 12154 19665 26071 33647 41550 49299 56398 63948 72601 78655 5661 12214 19678 26072 33743 41853 49547 56410 63989 72656 78686 5730 12220 19786 26192 33953 42202 49564 56415 64027 72762 78869 5785 12241 19872 26222 34005 42243 49582 56499 64071 72804 79001 5815 12522 19927 26428 34088 42306 49639 56617 64090 73295 79314 5830 12583 19963 26562 34265 42390 49656 56702 64302 73318 79545 5834 12623 20119 26577 34444 42498 49758 56727 64518 73330 79757 5967 12858 20343 26745 34465 42639 49770 56963 64533 73394 79898 5994 13090 20529 26816 34513 42723 49866 56992 64987 73424 79899 6119 13126 20588 26930 34561 42822 49907 57005 65189 73521 79928 6334 13258 20647 26968 34659 43079 49972 57094 65224 73529 6473 13310 20729 27007 34745 43177 49975 57187 65225 73595 6581 13317 20809 27099 34973 43360 49987 57228 65388 73681 6612 13662 20812 27120 35004 43529 50100 57461 65407 73850 6687 14009 20837 27167 35049 43602 50116 57496 65414 73939 6862 14146 20864 27219 35062 43727 50158 57513 65421 74050 7065 14184 20930 27261 35198 43788 50376 57564 65484 74128 7127 14307 21000 27276 35215 43896 50512 57574 65514 74149 Næstu útdrættir fara fram 19. nóvember & 26. nóvember 2009 Heimasíða á Interneti: www.das.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.